Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.07.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.07.1924, Blaðsíða 1
Innheimtaog afgreiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinu Oíslason Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 15. júlí 1924. I 42. tbl. Þór. B. Þorláksson dáinn. þórarinn B. porláksson málari andaðist 10. þ. m. á sumarbústað sínum Birkihlíð í Laugardal. Hafði hann þá dvalið þar í sumar nálægt mánaðartíma, ásamt fjölskyldu sinni. En síðustu missirin hafði hann kent hjartasjúkdóms, sem ágerðist meir og meir, og nú varð banamein hans. þórarinn var fæddur 14. febrúar 1867, sonur þorláks prests á Und- irfelli í Vatnsdal, og mun þórar- inn hafa verið yngstur þeirra mörgu bræðra, en sjera Jón heit- inn á Tjörn, sem dáinn er fyrir 17 árum, elstur. þórarinn nam ung- ur bókbandsiðn og veitti síðan um eitt skeið forstöðu bókbandsstofu ísafoldar. þaðan fór hann til Kaupmannahaínar, veturinn 1905 —6, gekk á listaskólann, lauk þar námi og varð málari. Er hann f'yrsti íslendingurinn nú á síðari tímum, sem þá braut hefir gengið, en síðan eru þeir orðnir margir. þótti sumum í mikið ráðist, og ekki sem heppilegast að farið, er þór- arinn tók fyrir listmálaranámið, þá kominn nær þrítugu, einkum þar sem bókbandsiðnin fór honum mjög vel úr hendi. En sterk löng- un knúði þórarinn til breytingar- innar og dugnaður hans fleytti honum yfir örðugleikana. Hann hafði áður fengið nokkra tilsögn í dráttlist hjá frú þóru Thoroddsen. þórarinn var 6 ár við nám í Kaupmannahöfn. þegar hann kom heim, að því loknu, ferðaðist hann hjer víða og gerði landslagsmynd- ir. Fleiri komu nú á eftir og gengu sömu brautina, og menn fóru srnátt og smátt að sinna málara- listinni miklu meira en áður hafði verið. þórarinn var þar forgangs- maðurinn. Eftir hann er nú til fjöldi málverka, og altaf, fram til hins síðasta, var honum að fara fram. Stærstu og fegurstu málverk hans eru frá síðustu árum. í veik- indum sínum síðastliðinn vetur varð hann að sitja heima að mestu leyti, en hann málaði þá mikið. Mest fjekst hann við landslags- myndir, en þó eru einnig til eftir hann mjög vel gerðar andlits- inyndir. Auk málarastarfseminnar hafði þórarinn margt fyrir stafni: Hann var lengi kennari við Iðnskólann og síðar forstöðumaður hans. Ilætti hann því starfi síðastl. haust, vegna veikinda sinna, en hafði alla tíð stundað það með mikilli alúð. Bókaverslun og blaðaafgreiðslu hafði hann lengi haft. Bókasöluna hafði hann mörg ár á hendi fyrir ritstjóra þessa blaðs, en fyrir fá- um árum varð hann sjálfur bók- sali og var nú að síðustu í stjórn Bóksalafjelagsins. Afgreiðslu og reikningshald Lögrjettu og Óðins hafði hann lengi á hendi. Hann var einn af helstu for- gangsmönnum stofnunar Listvina- fjelagsins og stóð fyrir byggingu sýningarskála þess hjer á Skóla- vörðuholtinu. þórarinn var kvæntur Sigríði Snæbj arnardóttur þorvaldssonar frá Akranesi, og lifir hún mann sinn ásamt þremur börnum þeirra, tveimur dætrum og einum syni. þórarinn var vinsæll maður og vel látinn af öllum, sem honum Tilkynning frá atvinnumálaráðu- neytinu um ákvæði samningsins, þau, er lúta að fiskiveiða- löggjöfinni. Undanfarið hefir allmikið verið rætt hjer um kjöttollssamningana við Norðmenn, og ekki síst um af- stöðu fiskiveiðalöggjafarinnar ís- lensku í því efni. Um málið í heild sinni hefir mikið verið rætt í Lög- rjettu undanfarið, svo að lesendum eru kunnar hinar helstu skoðanir, sem fram hafa komið á því, og af- staða blaðsins sjálfs. Frá tolllækk- uninni sjálfri hefir einnig verið sagt hjer áður, en nú hefir stjórn- in birt samningana eða þau atriði, er lúta að fiskiveiðalöggjöf- inni. Eru þar þessi ákvæði: Gegn þeirri niðurfærslu á kjöt- tollinum, sem áður hefir verið aug- lýst, hefir Norðmönnum verið heitið því, sem hjer greinir, um framkvæmd fiskiveiðalaganna m. m., um leið og það hefir verið tek- ið skýrt fram, að ekki væri unt að slaka neitt til á grundvallaratrið- um fiskiveiðalöggjafarinnar, meðal annars því grundvallaratriði, að erlendum fiskimönnum er óheim- ilt að nota land eða landhelgi bein- línis eða óbeinlínis, til þess að reka fiskiveiðar þaðan eða þar: 1. Fiskistöðvar, sem Norðmenn eiga nú hjer á landi, má reka áfram, meðan íslenskt saltkjöt nýtur hinnar umsömdu tolllækk- unar. 2. a) því er lofað, að skipagjald ríkissjóðs sje hið sama í öllum höfnum landsins; enda er svo að lögum; en sumir norskir skipstjór- ar hafa kvartað yfir, að svo væri ekki í framkvæmd. b) Afgreiðslugjald og vitagjald greiðist ekki af norskum skipum, þótt þau leggist fyrir akkeri í land- helgi, ef þau hafa ekkert samneyti við land. c) þegar skip leitar hafnar í neyð, greiðist ekki fult afgreiðslu- eða vitagjald. 3. það skal vera leyfilegt að nota síldarbátana til flutninga á höfn- um inni, og ákvæðin um, að bátar skuli vera á þilfari og veiðarfæri innanborðs, skal framkvæma þann- ig, að ekki skal átalið, þótt ekki sje farið nákvæmlega eftir þessum ákvæðum, þegar það er ljóst af öll- um atvikum, að bátarnir eru ekki utanborðs til að veiða eða verka fisk í landhelgi. 4. þegar skip, sem hefir verið tekið fast, vill ekki sættast á að greiða sekt, lieldur vill láta ganga dóm í málinu, ber að láta skipið laust þegar í stað gegn tryggingu. Að öðru leyti verður fiskiveiða- löggjöfin framkvæmd gagnvart Norðmönnum framvegis eins og hingað til, með velvild í þeirra garð, enda hefir þeim verið heitið samskonar velvild áfram meðan ís- lenskt saltkjöt nýtur tolllækkunar eins og nú. þess er sjei Aaklega getið, að engin tilslökun hefir verið gerð um veiði eða verkun, eða umhleðslu, í landhelgi eða á höfnum inni og þá eigi heldur um verkun í landi eða flutning á veiði í land. Eins og áður segir hafa deilur nokkrar staðið í báðum löndum um þessi mál. Nú virðist þó yfirleitt vera ánægja hjá báðum aðiljum með úrslitin, og óskir um framhald góðrar samvinnu og samúðar. T. d. hefir norski ríkisráðherrann Berge, kveðið svo að orði um þetta í Tidens Tegn: Skiftar skoðanir hafa verið og eru innan stórþingsins og meðal þeirra, sem mál þessi koma helst við, um efni samningsins. En það hefir verið almenn ósk okkar, að hliðra til við Islendinga og reyna að koma á góðri samvinnu milli landanna. það er einnig von okkar, að bæði þessir samningar, beinu gufuskipaferðirnar milli landanna, og aukning almennra viðskifta, megi verða til þess að styrkja menningarsambandið milli þess- ara tveggja náskyldu þjóða“. það má einnig fullyrða, að það er líka ósk langflestra Islendinga, að slík samvinna mætti takast á hreinskilnislegum og einlægum grundvelli. En í því sambandi er ástæðulaust að ætla sjer að draga fjöður yfir það, að þessi samvinna hefir hingað til ekki verið fyrir hendi að öllu leyti, eins og æskilegt hefði verið, hvað sem valdið hefir. Að vísu hefir mikill hluti Islend- inga ávalt borið hlýtt þel til Norð- manna fyrir ýmsra hluta sakir, og ekki síst átt ýmsum andlegum af- reksmönnum þeirra margt að þakka, eins og Norðmenn hafa líka sótt mikinn styrk og lyftingu í margt úr íslenskri menningu. En því ber ekki að neita, að Islending- um hefir stundum virtst svo, sem Norðmenn væru nokkuð ágengir í þessum efnum, t. d. við fornar ísl. bókmentir. Sumir hafa einnig ver- ið hálfsmeikir við það, að á bak við þessar norsku íslandshreyfingar lægi eitthvað meira, en uppi væri látið nú. En eins og eðlilegt er, óska íslendingar ekki neinnar slíkrar samvinnu, hvorki við Norð- menn, Dani nje aðra, nema á þann hátt, að stjórnarfarslegt fullveldi og menningarlegt sjálfstæði og þjóðernisleg sjerkenni sjeu viður- kend og virt á báða bóga á sann- gjarnan og kurteislegan hátt. Og þetta er best, að menn geri sjer hreinskilnislega ljóst þegar í upp- hafi. því að eins getur samvinnan orðið heilbrigð í framtíðinni. það má víst líka segja, að þessi skoðun sje nú viðurkend af flestum hinum mentaðri Norðmönnum, og frá þeim ætti helst að vera að vænta styrks fyrir menningarlega sam- vinnu, hvað sem líður samvinnu eða samkepni kaupsýslumannanna. Til dæmis um þetta má setja hjer kafla úr grein úr tímaritinu Fram (eftir 0. Dalgard), sem um þetta fj allar: „Ein kan i alle höve no trygt segja islendingane at provinssynet pá landet deira ikkje finst meir i Noreg. Nordmennene ser no pá det islandske folket med vyrdnad og age. Og denne vil stige jamt med meir samvær millom folka, og meir fyrstehands kunnskap um kvar- andre. Det er no pá tid at det vert slutt pá den skikken at vi berre kjenner kvarandre over Kjöben- havn.--------- Og kva veit vi nordmenn jamt over um islandske tilhöve, mál og ándsliv no? Det er skam á segje ikkje mykje. Dei fleste nordmenn har ikkje lese ei islandsk bok, kjenner ikkje ein islandsk song eller ein islandsk melodi. Ein má i sanning tilstá at vi sjölve har rökta frendskapen med lita umsut. Og lita takksemd har vi vist mot det folket som fostra Snorre Sturlason, den mannen som fram- um andre har skapt vilkár for vár politiske og kulturelle atter- reising i nytida. Vi har ikkje ein gong kunna manna oss upp til á reise ein minnestein til hans ære“. Einn liður samvinnunnar milli þjóðanna hefði átt að verða ís- lenski kennarastóllinn við norska háskólann, þó því máli sje nú því miðúr eytt í bili, og það svo, að hvorugur aðilinn er vel ánægður með málalokin.En það er samt von- andi,nú fremur en oftast áður, að takast megi góð samvinna milli þjóðanna og samúð, eins og reynd- ar á að vera milli Norðurlandanna allra, ekki aðeins í orði, heldur á borði. því stundum verður svo raunalega lítið úr fallegu og stóru orðunum, þegar á þarf að halda. En nú sýnir reynslan hvað úr verður. ----o---- Umvíðaveröld. Frá New York er símað, að Calles hershöfðingi hafi verið kjör- inn forseti í Mexico. — I Banda- ríkjunum hafa undanfarið staðið fundahöld um útnefningu á for- setaefnum flokkanna. Republikan- ar hafa tilnefnt Coolidge svo að segja í einu hljóði, en hann er for- seti nú. La follette og Hiram John- son fengu fáein atkvæði. Demo- kratar hafa átt í meiri vandræðum með að koma sjer saman. þó hefir það loks orðið ofan á, að tilnefnd- ur var Dawis, fyrv. sendiherra í London, eftir yfir 40 prófkosning- ar. Lengi vel voru það þeir Mac Adoo, tengdasonur Wilsons, og Smith, ríkisstjóri í New York, sem hæstir voru, og sá síðari þó hærri. La follette er tilnefndur af jafnaðarmönnum og bændum. — Frá Berlín er símað, að lögregl- an í Berlín hafi 6. þ. m. gert hús- rannsókn í þýska þinginu og fund- ið þar brjef í fórum kommúnista- fulltrúa nokkurra, sem sanni það, að 5 af þingmönnum þessum sjeu við riðnir morðmál, sem nú sje fyr- ir dómstólunum. — Ungverjar hafa fengið stórlán í Bandaríkjun- um og einnig Japanar 36 milljón dollara til járnbrautalagninga í Kóreu. — Hitler fascistaforinginn þýski er nú farinn að afplána fang- elsisvist sína, en Ludendorf er orð- inn leiðtogi flokksins. — Frá Nor- egi er símað, að fullnaðarsamþykt sje nú fengin fyrir því, að breyta heiti Kristjaníu og kalla hana Osló frá næstu áramótum. — Mik- ið hefir undanfarið verið rætt um samvinnu bandamanna til úrlausn- ar á vandamálum Evrópu nú, eink- um skaðabótamálinu. Átti að halda fund um þetta í London, en var nærri farið út um þúfur samkomu- iagið milli Breta og Frakka. En Mac Donald fór þá skyndilega til Parísar, og er nú alt farið að lag- ast aftur, og verður ráðstefnan haldin. Ef til vill taka Bandaríkja- menn einnig þátt í henni. Herriot hefir fengið traustsyfirlýsingu öld- ungadeiidarinnar út af þessum málum. ----o---- Brynleifur Tobíasson gagnfræða- skólakennari á Akureyri var kos- inn stórtemplar á stórstúkuþing- inu, sem haldið var á Akureyri. Flytst jafnframt stórstúkan að mestu leyti norður, nema Indriði Einarsson verður áfram umboðs- maður hátemplars. Aðrir embætt- ismenn stórstúkunnar eru: þorst. M. Jónsson stórkanslari, Halldór Friðjónsson stórritari, frú Álfheið- ur Einarsdóttir stór-varatemplar, Árni Jóhannsson verslm. stór- gæslum. kosninga, Steinþór Guð- mundsson stórgæslum. ungtempl- ara, Guðbjörn Guðmundsson stór- gjaldkeri. þessir eru allir á Akur- eyri. Stórkapelán er sjera Gunnar í Saurbæ Benediktsson, fregnritari Sig. Kristjánsson á Siglufirði, og fræðslustjóri Jón þ. Björnsson á Sauðárkróki. Heimsflugið. Flugmennirnir sem eru að reyna að fljúga kringum hnöttinn, eru væntanlegir hingað til lands innan skamms, ef vel geng ur. Eiga að koma til Englands 16. þ. m. Hingað til Rvíkur er kominn flugmaður til að undirbúa móttök- umar og hefir hann með sjer ýmsan útbúnað, því hjeðan verður lagt upp í einn lengsta og erfiðasta áfangann, til Grænlands og þaðan til Labrador.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.