Mjölnir - 07.01.1914, Blaðsíða 2

Mjölnir - 07.01.1914, Blaðsíða 2
MJ0LNTR. 14 Hvers vegna þegja þeir? Svo spyr nú á degi hverjum marg- ur maður bæði sjálfan sig og aðra. Hvers vegna þegja SambandsRoVks ■ mannaræflarnir? Það er svo að sjá að það hafi verið listin sem peim ljet bezt frá byrjun pessum postul- um þeirra argvítugustu smánarboða er nokkurntíma hafa verið gerð þjóð vorri — ,,grútar''-háleistunum góð- frægu. Ættfaðir þeirra „grútar"-garmanna, Sigurður Hjörleifsson hóf aðferðina til vegs og virðingar þegar í byrjun með því að mæta eigi á opinber- v i mannfundum hjer i bænum á meðan hann „gekk með" óburðinn. M nn vita að hverju honum varð það, sællar minningar! Þegar þeir Hafstein og hann, jusu hann vatni átti líka að þegja — það er: þjóð- in átti ekkert að fá að vita, en að- eins svínbeygja sig undir alvaldan vilja þeirra „Kolapiltanna". Menn vita hvernig það fór, og afleiðingar þess sáust glögt á þingi í sumar. Og enn þegja þeir! * Bæði blöð Sa/wfozfldsflokksins hjer og- þjóð- sem konungkjörin stjórn- arpeð flokksins gera ekkert annað en þegja. En hvers vegna? Mörg- um finst þó að fult eins mikil ástæða sje fyrir þá að láta uppi stefnuskrá sína eins og aðra stjórnmálaflokka lands- ins. Ekki er það svo fallegt það lít- ið af henni sem maður hefir heyrt, sbr. greinina „Um hvað verður bar- ist" í 2. tbl. „Mjölnis". Menn muna þau atriði! Þáð gleymist engum sem sjeð hefir svo greinilegar »Gláms- glyrnur« innlimunarinnar. Að sty-kja sambandið við Dani og svo völdin. Það er þeirra alt og eitt! En þá grunar — — — þeir hafa fundið hjá sjer geig — - - eins og vonlegt er. Grun um að þjóðin reynist ekki eins leiðitöm um villuveginn eins og þjáðníðingseðlið hafði vonað! Geig við afleiðingar þessa gapa- lega glappaskots — að sýna innan í sig, sýna sinn sanna innra mann í dagsijósinu. Það var af misskilningi! Hann átti að vera myrkrinu hulinn. Nú er verið að reyna að láta það gleym- ast, sem hulið átti að vera. Pess vegna þegja þeir! En það er þýðingarlaust. Það verð- ur þeim ekki að neinu góðu, frek- ar en fyrri daginn. Pað er orðið oj seint. Grútargræðgin hefir leitt þá svo langt að nú eru þeir fallnir íyrir Svörtuloft stjómmálanna og þar munu beir beinin bera í urð illverka sinna v.ð íslenzkt þjóðarsjálfstæöi. Þeir þora ekki að láta nokkurt hljóð til sín heyra, því þeir vita að það muni hljóma í allra eyrum, sem hið ámátlegasta nágól og að þeim muni aldrei takast að telja neinum trú um að það sje sigursælt heróp góðs málefnis. Þessa sögu Saffzéa/zrfsflokksins sjá þeir fyrir. t>ess vegna þegja þeir! Erl. símfregnir til »Mjölnis.« Pierre Loti hefir nýlega í stóru dag- blaði frönsku farið afarhörðum orð- um um Búlgaríuher, jafnt yfirmenn sem undirgefna. Ber hann þeim á brýn grimdarlega og ómannúðlega mecferð á föngum sínum, gamal- mennum, konum og börnum. Búlg- arinn Taakov, sem talinn er bezt- ur skilmingamaður í her Búlgaríu, hefir farið til Paris til að skora Loti á hólm. Er talið víst að það sje eftir ráðstöfun frá „hærri stöðum" og hefir vakið óhemju gremju um allan hinn mentaða heim. — Ymsir fræg- ir skilmingatnenn hafa boðist til að ganga á hólminn fyrir Loti, sem kominn er á efri aldur. [Pierre Loti er gerfiheiti, sem franskur sjóliðsforingi, Julien Viaud hefir gert víðfrægt með ritsmíðum sínum. Meðal annars hefir hann skrifað Pécheur d’ Islande (Fiski- maðurinn við ísland) ] Símfrjettir úr Reykjavík 1. jan. 1914, kl. 83A s. d. Grettissundið var þreytt í dag hjer á höfninni í bezta veðri. 3—4 þús- und mattna viðstödd. Erlingur Páls- son vann bikarinn í 3ja skipti. Var hann 33’/s sek. að synda hina 50 ákveðnu metra. Sá næsti var rúmar 40 sek. Sjávarhitinn var 2'A 0 C. en lofthitinn 1V20 C. Dr. Helgi Pjeturss hjelt stutta tölu um leið og hann afhenti sigurvegaránum bikarinn, sem hann fjekk nú til fullrar eignar. Mælt er að herra Guðjón úrsmiður Sigurðsson muni aftur gefa bikar næsta ár. Force, flutningsskip Miljónafjelags- ins, strandaði við /Æranes á leið til Reykjavíkur frá Vestfjörðum. Björg- unarskipið „Geir" gat ekki náð því út. Skipið sökk í gærkvöldi. Mönn- um var bjargað. Ráðherra Hannes Hafstein hefir skipað nefnd til þess að koma fram með ákveðnar tillögur urn gerð ís- lenzka fánans. í nefndinni eru þess- ir menn: Olafur ritstjóri Björnsson, Matthías Þórðarson fornmenjavörð- ur, Þórarinn Þorláksson listmálari, Jón Jónsson docent og Guðmund- ur Björnsson landlæknir. 3. jan, kl. 9 s. d. Dregið hefir verið um „Ingólfs- húsið." Það hrepti Þórhallur Bjarna- son biskup. — í stað Þorsteins Þorsteinssonar, sem áður var aðstoðarmaður á þriðju skrifstofu Stjórnarráðsins, en tók við foistöðu Hagstofunnar um nýjár, hefir ráðherra skipað aðstoðarmann Guðmund Magnásson skáld (Jón Trausta). — Hvorki skrifstofustjóri 3. skrifstofu nje landritari höfðu hugmynd um þessa ráðstöfun, fyr en þeir hittu skáldið á skrifstofunni; — Lögfræðingarnir Björn Pálsson og Bogi Brynjólfsson höfðu sótt um starfann. Töluvert hefir kveðið að innbrots- þjófnaði hjer undanfarið. Var brot- ist inn í nýja verzlun, er Hjörtur Hansson rekur, og nefnd er „Læk- jartorgsbazarinn" og stolið 20 kr. í peningum. Sömuleiðis í „Edin- borg" og stolið nokkru af pening- um. Víðar hafa verið gerðar tilraun- ir til að brjótast inn. — Einar Hjörleifsson er orð- inn meðritstjóri „Lögrjettu“ frá áramótum. Ísafirði 4. jan. kl. 53A s. d. Hafís er nú fyrir nær öllu vestur- landi. Er það „borgarís" feikna mikilvaxinn. Enskur botnvörpung- ur, British Empire, hljóp undan hon- um á land á Kolsvík við Patreks- fjörð. — Annar botnvörpungur líka ensk- ur, frá Grímsby, hafði verið þar nærri og lent í hrakningum. Óvíst um afdrif hans. — Tveir botnvörpungar, þýzkir brotn- uðu og sukku undan Bolungarvík. Þeir hjetu Karoline Kotme og Al- ice Busse báðir frá Gestemúnde. Mannbjörg varð með naumindum. Menn hafa sjeð 8 aðra botnvörp- unga fasta í ísnum. — Bókafregn. Arsrit Rœktunar- félasrs NorOurlands 1913 Tíunda ársrit Ræktunarfélags Norð- urlands er nýkomið út og er fjórfalt að stærð og gæðum við þau rit sem fjelagið hefir gefið út undanfarin ár. Jeg get ekki látið hjá líða að fara nokkrum orðum um þetta rit, sem alt er fult af fróðleik og gagnrýni á þeim atriðum sem oss hefir tilfinnanlega skort þekkingu á undanfarið, en sem tilraunir Ræktunarfjelagsins hafa brugð- ið ljósi yfir á síðustu árum. Lang skemtilegasti og fróðlegasti kaflinn f ritgerð St. St. er um trjá- ræktartilraunir fjelagsins á þessum tíu árum, sem fjelagið er búið að lifa. Tilraunirnar hafa verið framkvæmdar á tvennan hátt; bæði hefir verið sáð trjáfræi og í öðru lagi hefir verið gróðursett útlent ungviði. Tilraunirnar hafa ótvírætt leitt í ljós, að fræsán- ingin er eina rétta aðferðin við ís- lenzku skógræktina. Um það atriði farast St. St. þannig orð: »Stórvöxn- ustu reynitrjen, sem sáð var til fyrir 12 árum, eru nú 6V2 alin á hæð, bjarkir jafngamlar um 3V2 alin, 9 ára lævirkjatrje eða barrfellir 4>/2 alin, 8 ára grenitrje rúmar 2 álnir o. s. frv. — Nokkrar útlendar trjáplöntur voru gróðursettar í trjáræktarstöðinni jafn- hliða fræsáningunni, en þær eru flest- ar dauðar, og þeim, sem eftir lifa, fer svo lítið fram á ári hverju, að heima- alningarnir hafa vaxið þeiin langt yfir höfuð, þótt ungir sjeu. Hjer hefir því Uyrir löngu komið í Ijós hver aðferð- in er happadrýgri.« jeg vil sétstaklaga leiða huga lesarans að þessum orðum skólameistarans. Trjáræktarmálið er orðið svo hugleikið allri alþýðu að trauðla mun nokkurt annað mál eiga eins djúpar rætur í hugum manna. Ungmennafjelögin hafa borið það á höndum sjer í öðrum hvorum hreppi á landinu og þeim fjölgar óðum sem málinu unna og vilja fyrir það vinna, en undanfarið höfum vjer starað á hina risavöxnu skóga Noregs og Danmerk- ur, þangað höfum vjer sótt ungviði er ýmist hefir dáið eða þroskast seint og lítið. Nú kallar reynslan til vor skýrt og skilmerkilega »Notið sömu ræktun- araðferð og ykkar innlendu trjátegund- ir hafa notað í sinni hörðu baráttu við ís'enzk náttúruöfl og þekkingarleysi forfeðra ykkar. Sáið trjáfræi, þó ekkí sje nema f lítinn garð heima við bæj- arvegginn, eftir nokkur ár verður þar kominn dálftill skógur ef alt er með íeidu « Sigurður Sigurðsson rekur sögu jarð- eplaræktarinnar, alt frá Perú og Chili í Suður-Ameríku, þaðan sem þau uxu óræktuð í fyrndinni, áður en þau flutt- ust hingað til Norðurálfunnar. Gefur hann margar góðar og þarflegar bend- ingar um ræktun þeirra hjer á landi, og skilur ekki við þau íyr en mat- reiðslukonan hefir soðið þau og borið á borð »rjúkandi heit«, þábýðurhann oss til snæðings. Ritgerðin er ágæt leiðbeining fyrir þá sem ekki hafa sjer- þekkingu í jarðeplarækt og þeir munu margir vera, er því mjög þarft verk unnið með þeim leiðbeiningum, sem höfundur gefur. Árjetting á ritgerð Sigurðar er hugvekja J. H. Líndals um »Kartöflutilraunir.« Gengur hún út á að lýsa tilraunum Ræktunnrfélagsins með ýms kartöfluafbrigði. Kartöpluaf- brigðin eru mjög misjöfn að gæðum, svo munar um helming á uppskeru- magni af því bezta og lakasta. Einn- ig hafa tilraunirnar sýnt að óspýraðar kartöflur gefa þriðjungi minni uppskeru en spíraðar og klofnar kartöflur helm- ingi minni en óklofnar; yrði því ein- hver garðyrkjumaðuJ svo óheppinn að lenda á lakasta kartöfluafbrigðinu, setti það niður i garðinn sinn óspfrað og klofið, myndi hann sama og enga uppskeru fá, hversu góð skilyrði, sem að öðru leyti væru fyrir hendi þessar tvær ritgerðir Sigurðar og Lín- dals taka upp næstum helminginn af ritinu eða rúmar 70 blaðsíður, þó virð- ist engu ofaukið í þeim kafla ritsins, og hefði vel mátt bæta við hann á- minningarhugvekju til landsmanna um að leggja meiri alúð við kartöflurækt- ina, en enn er gert, því mjög víða mun auðvelt að rækta kartöflur á landi voru með góðum árangri. »Búnaðarathuganir« J. H. Lfndals ganga aðallega út á það, að sýna fram á nauðsyn þess að halda búreikninga. Þykir honum sú óreiða sem verið hefir á búnaðarháttum vorum helzt of lengi hafa setið í öndvegi fýrir nauðsynlegri athygli f þeirri grein. Lætur hann þessu fylgja sýnishorn af skýrslum, sem hann ætiast til að bændur fylli út og verða þær síðan undirstaða undir búnaðar- hagskýrslur landsins. í »yfirliti um starfsemi Ræktunarfé- lags Norðurlands 1913« getur J. H. Lfndal um sláttuvél, se mfjelegið hefir eignast. Um hana segir hann: »Með henni'var slegið tún fjelagsins og slóst vel. Einnig var slegið með henni hjá nokkrum bændum í Eyjafirði, bæði tún og engi. Á túni reyndist hún slá von- um betur. í miklu grasi jafn/el svo að vafasamt er að betur verði sleg- ið með ljá. Hvergi hefir hún komið f svo þétt gras, að þar reyndist nokk- ur fyrirstaða. Sje slegið hiklaust í 10 tíma, má ætla henni 5—6 dagsláttur á túni og nokkru meira á engi.« Vel er frá ritinu gengið, prentun góð og það er skemtilegt til lestrar. Jafnvel harðsnúnar tilraunaskýrslur verða að gómsætri andansfæðu i hönd- um útgefenda. Allir þurfa að lesa rit-

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.