Norðri - 11.03.1909, Blaðsíða 4

Norðri - 11.03.1909, Blaðsíða 4
40 NORÐRI. NR. 10 íhÓTTAMÓT. Samkvæmt ákvörðun fjórðungsþings U. M. F. Norðlendingafjórðungs verður íþróttamót haldið á Akureyri 17. jdní þ. á. Ætlast er til að þar verði kept um hámark og verðlaun í ýmsum íþróttum, svo sem: Sundi, Stangarstökki, Fimleikum, enn fremur Glímu, Kappgöngu, Kappróðri og Hástökki, Kapphlaupi, Knattleik Langstökki, Handahlaupi og ýmsum o. fl. Pað eru vinsamleg tilmæli vor, að sem flestir íþróttamenn styðji” þetta mót með þátttöku sinni í íþróttunum. Reir sem það vilja gera, snúi sér til LárusarJ. Rists leikfimiskennara á Akureyri, Strandgötu 9. fyrir 14. maí n. k. Stjórn U. M. F. Norðlendingafjórðungs. AÐALFUNDUR. í Útvegsmannafélagi Norðlendinga og Bátaábyrgðafélagi Eyfirðinga verður hald- inn í Hrísey, miðvikudaginn þann 31. marz næstkomandi, og þar Iagðir fram reikningar félaganna, kosin stjórn þeirra til næsta árs, og rædd ýmisleg nauðsynja- mál, er útveg varða. Aríðandi er, að allir félagsmenn og aðrir útvegsmenn, sæki fundinn. Félags- menn eru ámintir um að senda stjórnarnefndinni skýrslu um fiskiveiðar síðastlið- ið ár. Ólafsfirði 26. febrúar 1909. I umboði stjórnarnefndarinnar. Páll Bergsson. OPINBERT UPPBOÐ verður haldið að Sörlatungu í Skriðuhreppi fimtudaginn 6. maí næstkomandi, og þar selt hæstbjóðendum, samkvæmt ósk Bjarna bónda Bjarnasonar, ýmsir innan- stokksmunir svo og kýr, hestar og sauðfé. Uppboðið byrjar kl. 11 f. h. nefndan dag og verða söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum á undan uppboðinu. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu, 10. marz 1909. Guðl. Guðmundsson. BIÐJIÐ kaupmann yðar Edelstein, beztu Mótorolíu Olsen & Col og ódýrustu Cylinderoliu Vélaolíu, Cunstvélafeiti, Purkunartvist. Karbóiineum, Tjöru o. fl. o. fl. “,n 1 & k Drengur 14 til 16 ára, sem ritar laglega hönd og er dável fær reikningi, getur fengið atvinnu við verzlun undirritaðs. Skrifleg umsókn, rituð með eigin hendi óskast sem fyrst. , Oddeyri, 2. febr. 1909. Sn. Jónsson. Eg undirritaður geri heiðruðum almenningi kunnugt, að eg tek mér upp viðurnefnið Snæhólm. Sneis í Laxárdal i Húnavatnsýslu M/» 1909. Halldór Halldórsson Snæhólm. Skófatnaður allskonar mjög vandaður og ódýr, ný- kominn í verzluri J. V. Havsteen Oddeyri. Tapað og fundsð. Hálfísaumaður bakkadúkur hefir tapast áleiðinni frá Kjötbúðinni út í Gler- árgötu. Skilist á Pientsm. B. Jónssonar. Steinhringur hefir fundist. Geymd- ur á bæjarfógetaskrifstofunni. Glerskeri(demant) hefir fundist, geymd- ur á prentsmiðjunni á Oddeyri. Ban kaseðill hefir fundist hér á götunum. Réttur eigandi vitji til Dúa Benediktssonar. Opinbert uppboð verður haldið að Stærra-Arsskógi í Arnarneshreppi, mánudaginn 10. maí næstkomandi, og þar selt, samkvæint ósk Sæmundar bónda Sæmundssonar, allskonar búshlutir, kýr, hestar og sauðfé, ennfrem- ur mikið af allskonar veiðarfærum, þar á meðal hálft mótorskipið »Hjalteyrin« með tilheyrandi, x\t mótorbátur, 2 bátar sexrónir, síld- arnet o. fl. Uppboðið byrjar kl 11 f. h. nefndan dag og verða söluskil- málar birtir á uppboðsstaðnum á undan uppboðinu. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu 10. marz 1909. Guðl. Guðmunsson. Otto Mönsteds danska smjörlfki er bezt. Uppboðsauglýsing. Priðjudaginn 16. þ. nr. kl. 10 f. h. verður opinbert uppboð haldið við hús Hallgríms ljósmyndara Einarssonar á Akureyri, og þar selt töluvert af góðum vindlum, nokkuð af húsgögnum og eldhúsgögnum tilheyrandi P. H. Dahl vindla- gjörðamanni. — Uppboðsskilmálar verða birtir á undan uppboðinu. Akureyri, 11. marz 1909. Björn Líndal. 18 tekið eftir því, að gamli mangarinn vildi ná í hann, og minna en fæði og húsnæði gátu þeir naumast boðið honum; ef hann að eins kæmist skikkanlega inn úr dyrunum, þá skyldi hann sannarlega sjá um sig. Hann þaut í snatri út úr smágötunum. En um leið og hann beygði fyrir búðarhornið hjá [Brandt, sá hann að alt var orðið þar gjörbreytt. Pað var búið að kveikja á gasinu, og út um stóru gluggana streymdi þvílíkur Ijómi, að Törres hafði aldrei getað fmyndað sér neitt slíkt, nema þá í himnaríki. Innan um allar hinar ljósleitu og fínu vefnaðarvörur, sem breiddar voru út til sýnis, gat hann greint einhverjar hamingjusamar verur, sem voru á ferli við búðarborðið eða stigu upp í tröpp- ur til að ná samanhlöðnum vöruströngum úr hill- unum — alveg eins og englarnir — fanst honum — í draumi Jakobs. Hjá Cornelius Knudsen var ekki búið að kveikja ennþá, enda leit hann ekki einu sinni í þá áttina, en gekk hughraustur, með dálitlum hjartslætti, beina leið inn í hina glæsilegu sölubúð. Hann spurði eftir «manninum sjálfum*, og stúlka í búðinni, sem var að afgreiða, lauk upp fyrir hon- um, því hún hélt að það væri boðberi. Törres fór ‘ 19 eftir vísbendingu hennar gagntekinn af öllu sem fyr- ir augun bar, af lyktinni og ljósinu hér inni, í þess- um undraheimi, sem hann hafði dreymt um. Skrifstofudyrnar voru opnar. Törres hélt áfram inn. Prekvaxinn maður með hatt á höfðinu stóð þar við gaslampann og var að lesa bréf. Törres tók til máls: hvort hér væri ekki þörf fyrir búðardreng? Maðurinn leit upp mjög gremjulegur; en þegar hann kom auga á Törres, baðaði hann út höndunum. Hver djöfullinn! er haun nú kominn hingað, strákurinn sá arna! Törres flaug eins og píla út um dyrnar; það var sá feiti, sem hann hafði hitt í gær — óvinur hans; hann þaut gegnum búðina, og náði ekki andanum fyr en hann var kominn ofan í þröngu götuna hjá Cornelius Knudsen, þar vai enn þá dimt og ein- einmanalegt. Nú var hann nærri búinn að missa allan kjark- inn, og dagurinn hér um bil á enda. Að leita sér húsaskjóls fyrir peninga hér í þessum kostnaðarsama bæ, skyldi verða síðasta úrræðið. Hann hafði verið svo fullviss um að fá einhverja atvinnu strax, jafn- vel þó hún væri mjög lítilfjörleg. En að hann færi nú aftur að finna hrámetasalann? Nokkrum sinnum gekk hann þarna aftur og fram Steinolíuföt hrein, kaupir hæsta verði eins og að undanförnu, verzlun J. V. Havsteen Oddeyri. Lögrétta, gefin út af hlutafélagi í Reykjavík, stjórnað af ritstjóra Porsteini Gíslasyn, og ritnefnd Guðm. Björnssyni landlæknii Jóni Magnússyni bæjarfógeta og Jóni Porláksyni verkfræðing, er nú eftir ára- mótin orðin stærsta blað landins að um- máli og tölublöðum fjölgað að mun. Areiðanlega bezta og áreiðanlegastafrétta- blað landsins. Nýir kaupendur, er vilja láta senda sér blaðið beint, snúi sér til afgreiðslumarinsins, bóksala Arlnbj- Svelnbjarnarsonar, Reykjavík eða út. sölumanns blaðins á Akureyri, Hallgr. Valdemarssonar Aðalstræti 13. ,Norðri‘ kemur út á fimtudag fyrst um sinn, 52 blöð um árið. Árgangurinn kostar 3 kr. innanlands en 4 kr. erlendis; í Amerfku einn og hálfan dollar. Ojalddagi er fyrir 1. júlí ár hvert. Uppsögn sé bundin við árganga- mót og er ógild nema hún sé skrifleg og afhent ritstjóra fyrir 1. seft. ár hvert. Auglýsingar kosta eina krónu fyrir hvern þuml. dálkslengdar og tvöfalt meira á fyrstu síðu. Með samningi við ritstjóra geta menn sem auglvsa mikið fengið mjög mikinn afslátt. PtennmifTja Bjotns jöttssönar.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.