Norðurland


Norðurland - 01.10.1901, Blaðsíða 1

Norðurland - 01.10.1901, Blaðsíða 1
CV cv co co NORÐURLAND Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 1. blað. /Ikureyri, 1. október 1901. I. ár. jíorðurland! Þú fjórðungur, sem fyltir landið hálft, í fyrri tíð — pú bjarta Norðurland! Frá elztu tíð pú áttir með pig sjálft, og utan frá ei pektir haft né band; nú hýmir þú við hafsins kalda sand, sem hreld og gömul, særð og rúin álft! Pín Hóla-dýrð, pín háa frelsistrú, pín heimastjórn, pín réttu fjórðungsvöld, sem fjöri og kepni fylti’ alls landsins öld, pín fjögur klaustur, hundrað rausnarbú, pitt aðalskyn, pín fræðimanna fjöld, pín frægð og sómi — hvar er petta nú? Þitt fyrsta tjón, pitt fyrsta voða-sár, pú fekst, er yfir bezta manns píns hrer — við höggstokk hans — pú feldir trega-tár, en trúlaust, dáðlaust fleygðir síðan pér að fótum sendum sjóræningja her, og svörnum eiði keyptir skömm og fár! En verst eg kveð pau kotungs-svikaráð — pað „kongavit", er reyndist allra tjón — er stól og skóla steypti jöfurs »náð" og stofn pinn klipti, gamla Norðurfrón; peir hefðu grett sig, Guðbrandur og Jón, ef gefist hefði að sjá pann Loka-práð. Þú skyldir vakna nú með nýrri tíð, ó Norðurland, og rísa dauðum frá. Þú átt að heimta aftur völd pín fríð, pú áttir Iöngu blygðun pína að sjá. Pú átt að boða ævarandi stríð, unz önnur gullöld roðar fjöll pín á. En við hvern stríða? Við pig sjálft, já sjálft! Þú veizt peir gömlu erfðu knappan sjóð, en gerðu pó úr fjórða hluta hálft] peir höfðu trú og prek og frjáls manns blóð. — Ó drúp ei meir sem dæmd og rúin álft: Með drengskap fram og nýjan guðamóð! En fyrst og seinast vertu pinna vörn! Því vissulega horfir alt í strand, ef foreldrin ei fræða sjálf sín börn, pví fræðslan heima blessar pjóð og land. Og heima vex á hjartalífsins rót pað helgilyf er skapar siðabót. Hef menning pína, samhug, dáð og sæmd til sigurfrægðar, unga Norðurland! Og verði fremd pín ferfalt meira ræmd og frelsið innra giftu pinnar band. En fánýtt er pitt frelsis skrum og raus, sé fólkið deilt og pjóðin höfuðlaus! Maffh. Jochumsson. „ftorðurland.“ Með ráði nokkurra vina minna leyfi eg mér, að því er til rit- stjórnarinnar kemur, að bjóða Norðlendingum sérstaklega og ís- lendingum yfirleitt nýtt blað. Kostnaðinn við fyrirtækið ber hlutafélag, er stofnað hefir verið í sumar. í forstöðunefnd þess fé- lags eru Stefán Stefánsson, al- þingismaður á Möðruvöllum for- maður, Ólafur Briem alþingis- maður á Álfgeirsvöllum og Sig- urður Hjörleifsson héraðslæknir í Grenivík. betta félag hefir samið við mig um ritstjórn blaðsins. Til fyrirtækisins er stofnað af tilfinningu fyrir ríkri þörf á nýju blaði á Norðurlandi. Þeir tímar hafa verið, er Norður- land hefir á engan hátt verið eftir- bátur annarra landsfjórðunga. Á Norðurlandi hafa verið engu ó- glæsilegri höfðingjar veraldlegir og andlegir en annarstaðar. Á Norðurlandi hafa verið engu minni lærdómsmenn og mentafrömuðir en annarstaðar. Á Norðurlandi hefur þjóðin verið engu miður mönnuð og framtakssöm, heldur betur, en víðast eða nokkurstaðar annarstaðar á landinu. Þeir tímar hafa verið, er öllum mönnum hefir verið þetta ljóst — svo ljóst, að Norðurland hefir verið litið öfundaraugum eigi að eins fyrir þá djörfung, þá fram- takssemi og þá menning, er þar átti heima, heldur og fyrir það, hve mikið kapp væri á það lagt, að gera mönnum þá menningu skiljanlega. Óhætt er að fullyrða það, að Norðurland er enn í fæstum grein- um eftirbátur annarra landshluta. Það sér hver maður, sem ferðast um þetta land með opnum og skynjandi angum. Það veit hver maður, sem kynnist þeirri líkam- legu og andlegu atgjörfi, sem heima á norðanlands. En því íhugunarverðara er það, að um norðlenzka starfsemi, fram- takssemi og menningu er mönn- um nú orðið ókunnara en um flest annað, er færa má í frásögur af þessari þjóð. Þetta stafar auðvitað af því, að á Norðurlandi hefir nú um nokk- um tíma ekki verið gefið út neitt fréttablað, er því nafni geti heitið. Á Suðurlandi em þrjú öflug blöð, auk annarra smærri. Á Austur- landi tvö. Á Vesturlandi hefir um mörg ár verið gefið út blað, sem nú er reyndar flutt suður, en mun sinna Vesturlandi engu síður eftir en áður, með því að ritstjórinn er þar nákunnugur, og á þar mikil viðskifti. Samt er vissa um að eitt blað nýtt verður stofnað á Vest- fjörðum í haust og líklegast tvö. Norðurland hefir orðið mjög út undan í þessu efni. Úr þessari vöntun vill nú hið nýja blað, NORÐURLAND, bæta. Það vill leggja sérstakt kapp á að skýra frá þvf, er á Norðurlandi gerist, allri þeirri menningarstarf- semi, er menn hafa hér með hönd- um, jafnframt því sem það vonar að þurfa ekki að standa öðmm blöðum landsins á baki að því, er öðmm fréttum viðkemur. Blöðunum er ekki eingöngu ætlað að færa lesendum sínum fréttir; þau eiga jafnframt að ræða mál þjóðarinnar. Það liggur í hlutarins eðli, að blaðið NORÐURLAND vill eink- um leggja kapp á að framfara- mál Norðurlands verði rædd sem bezt. 011 atvinnumál Norðlend- inga vill það gera sér sérstakt far um að styðja. Talsmaður vill það gerast fyrir öllum sanngjörnum kröfum þeirra. En vitanlega hygst ekki hið nýja blað að binda sig við

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.