Norðurland


Norðurland - 17.02.1917, Blaðsíða 2

Norðurland - 17.02.1917, Blaðsíða 2
32 NL Frá blóðvellinum. Allar samningatilraunir Þjóðverja við Bandaríkin eru strandaðar. Þjóðverjar sökkva öllum skipum hverra þjóða sem eru án nokkurs fyrirvara ef þeir ná til þeirra á hafn bannssvæðinu. Baresfoi'd lávarður hefir haldið ræðu í enska þinginu og lýsti þar yfir að Bretar höfðu fundið upp örugt ráð til að eyða kafbátum Þjóð- verja, svo að innan skamms mundu flestir þeirra verða úr sögunni. Almenn uppreisn í algleymingi á Kuba og Meksico. Bretar hafa unnið mikinn sigur við Beaucourt. Þjóðverjar tilkynna opinberlega að þeir hafi sökt 125 skipum stærri og smærri fyrstu vikuna sem hafn- bannið varaði. Kína hefir slitið öilu stjórnmála- sambandi við Miðveldin og kallað sendiherra sína heim. Þing Bandaríkjanna hefir veitt 369 miljónir dollara til að auka og efla flotann. Danir hafa samið við brezku stjórnina um framhald viðskifta. Brezk herskip eiga að fylgja dönsk- um vöruflutningsskipum er flytja matvæli frá Danmörku til Bretlands og kol frá Englandi til Danmerkur. Siglingar hafa bókstaflega lagst alveg niður síðustu viku. Sjómenn heimta gífurlega kauphækkun og lífvátrygging, þeir sem á annað borð fást til sjóferða. lím láð og /ög. — Garðar Gíslason stórkaupmað- ur í Reykjavík hefir keypt hluti í Eimskipafélaginu að nýju jyrir sjö þús. kr. — Uppboð er d vörum frd nGoða- fossi“ i Reykjavik i dag. Ennfrem- ur d ýmsu dóti úr skipinu. — Pórarinn B. Þorldksson mdlari er fimtugur í dag, Reykvikingar fœrðu honum að gjöf 1200 krónur gulls i silfurbikar. Á miðvikudaginn var búið að kaupa hluti i Eimskipafélaginu samkv. hinu nýja hlutaútboði fyrir 200 þús. kr. — „Bisp“ kom i fyrrakvöld frd Ameríku til Reykjavikur hlaðinn kornvörum og sykri. Fer fljótlega aftur vestur um haf að sækja stein- olíufarm. —„Are“ flutningaskip Eliasar Ste- fdnssonar komst til Englands d fimtudaginn var þrdtt fyrir hafn- bannið. Fékk fagnaðarviðtökur i Englandi. — „Ceres“ fer frd Reykjavík d mdnudagskvöld beina leið til Eyja- fjarðar (Hialteyrar). — Rögnvaldur Ólafsson liúsa- gerðarmeistari andaðist d Vifilsstöð- um d jimtudagsnóttina. s Skipatap Þjóðverja. Hversu mörgum verzlunarskipum hafa- Þjóðverjar tapað frá byrjun ó- friðarins ? Svar: Frá byrjun ófriðarins til i. janúar 1917 hefir hinn þýzki verzlun- arfioti orðið fyrir þessu tapi. 152, skip, samtals 452,000 tonn, hafa verið eyðilögð af tundurduflum og tundursendlum. 276 skip, sarntals 807,000 tonn, hafa óvinirnir tekið og eru þau not- uð af þeim f ófriðinum. 621 skip, samtals 2,341,000 tonn, hafa verið fastsett f hlutlausra landa höfnum í þýzkum höfnum liggja 490 gufu- skip, samtals 2,400,000 tonn. Fyrir Þjóðverja er þetta sama sem algert tap af 7,5 % af tonnatali alls verzlunarflotans, 13,40/0 af tonnatali sama flota er í óviriahöndum, 39,1 °/o liggur í hlutlausra landa höfnunt og 40 % eru lagðir upp heima í Þýzka- landi. Eftir >Politiken« 5. febr. 1917. ýlkureyri. Húsakaup. Bæjarfógeti Páll Einarsson hefir keypt af Sigvalda Þörsteinssyni kaup- tnanni verzlunar og íbúðarhúsið Aðalstræti 12 hér f baenum. Bæjarfógetinn tekur að fullu við húsinu 1. júní næstk og jafnframt hættir þá verzlun .H/f Berlín" sem nú er rekin þar. Hjúskapur. Þórhallur Bjarnarson prent- smiðjneigandi og ungfrú Jónína Ouðmunds- dóttir giftu sig á laugardaginn var. Fasteignasala. Sig. Sigurðsson kaupm hefir selt húseignir sfnar í Aðalstræti og túnið við Naustagil, Árna bónda Friðriks- syni á Skáldalæk er ílytur hingað til bæj- atins í vor. Eimsktpafelagið. Hlutakaupin halda stöð- ugt áfram. Jón Guðmundsson óðalsbóndi á Krossastöðum keypti nýlega hluti fyrir 800 krónur og hafði þó keypt hluti áður við bæði fyrri útboðin. Frú Sólveig Pélursdóttir frá Völlum í Svarfaðardal hefir legið lengi hér á sjúkra- húsinu undanfarið, en er nú orðin heil heilsu og fór heimleiðis í gær. Skug 'a-Svcinn var leikínn í tíunda og síðasta skifti á sunnudagskvöldið og fyrir fullu húsi áhorfenda. Að leikslokum var höfundurinn, Matthías skáld, kaliaður fram á leiksviðið og glumdi þá við lófaklapp um alt húsið. Ennfremur voru þau Jón Stein- grímsson er lék Skugga-Svein og ungfrú Eva Pálsdóttir er lék Ástu í Dal, kölluð fram á leiksviðið og þeim klappað »lof í lófa“ af áhorfendum. Eimskipið *Flóra« kom hingað á fimtu- daginn hlaðið timbri til Sigurðar kaupm. Bjarnasonar. Hann korn sjálfur á skipinu. »Flóra“ kom frá Halmsted i Svíþjóð. Héð- an fer hún vestur á hafnir og tekur salt- két og svo austur um land til útlanda. Rausnalega gert. „Norðurlandi* er sagt úr Reykjavík' í sfmtali, að Magnús Sigurðs- son á Qrund hafi tilkynt stjórn Eimskipa- félagsins að hann keypti hluti í félaginu fyrir 10 þús. kr, í viðbót við það sem hann átti fyrir. Eins á öllum svæðum. Grein sú,. er hér fer í eftir er bréf til ritstjóra >Norður!ands« frá þjóð- kunnum mantii í Reykjavík, sem fylg- ir vel með í öllu þvf sem gerist á Alþingi, baeði í fundasölunum og á bak við tjöldin. »Nl.« flytur bréfið ó- breytt og orðrétt eins og það er frá höfundarins hendi en hefir til skýr- ingar aukið inn í fyrirsögnum grein- arkaflanna. Góði vinur! — Eg þakka sem bezt fyrir bréf þitt írá 2 þ. m (janúar) og þykir vænt um að heyra, að kjósend- ur í Eyjafirði, eða meiri hluti þeirra, muni vera óánægðir yfir pólitískri framkomu mannsins sem talinn ér annar þingmaður þeirra Eyjaljarðar- sýsla hefir ávalt verið álitin eitthvert allra öruggasta kjördæmi Heimastjórn- armanna og það er sárt að vita til þess, að »Þversum« hafa fyrir blá- beran klautaskapokkarnáðöðru þingsæt- inu þar. Þó er það mikil bót f máli fyrir eyfirzka kjósendur f heild sinni, þá sem eru og verða sannir Heimastjórn- armenn, að »Þversum« náðu þing- sastinu á þann hátt serti þeir náðu því, með þvf að fá gamlan Heimastjórnar- mann (þó ávalt hefir verið »vaklandi«) til framboðs. Og ef kjósendur taka nú eindregna afstöðu gegn pólitíska hátta- laginu hans Einars ykkar og »Þvefs- um« þá getur enginn mótflokksmaður okkar hælst um yfir skoðanahringli Eyfirðinga, eius og nú er gert. Þú biður mig að láta þig fá um- sögn mfna eða álit, um framkomu Einars á Eyrarlandi á þinginu, til af- nota fyrir blað þitt. Mér kemur hann íyrir sjónir hér á þinginu, sem frem- ur geðugur en óframfærinn meinleysing- ur, ekki skatpur í látbragði né svör- um þá á hann er yrt, fáfróður um Matvara og ýmisleg nauðsynjavara nýkomin í verzlun Sig. Sigurðssonar. = Járnvöuir ~ smærri og stærri. Patrónur nr. 12 og 16. E-L-D-H-Ú-S-Á-H-Ö-L-D margskonar nýkomin í verzlun SIG. SIGURÐSSONAR. þjóðmál og skilningsdaufur, og lfkast- ur fyrir að vera oftast f því ástandi, að honum Ifði ekki vel svo að hann njóti sfn ekki einhverra ^hluta vegna. Það ér eitthvað óákveðið, vandræða- lega hikandi og fáltuandi, *við fram- komu hans í máluoum,; þó 'rekki sé nema við ómerkilega atkvæðagreiðslu, eins og sannfæringín eða samvizkan sé altaf að stritast á við eitthvert annað afl inni fyrir. Annars Kefir mað- urinn iátið svo nauðalftið til sfn taka, að varla er hægt að segja [neitt um afstöðu hans til mála, hvorki gott né ilt, nema eftir atkvæðagreiósium. Eg hetí aldrei heyrt hann opna sinn munn (o: taka til máls) á þingfundum, en hefi ekki gætt að þvf f umræðunum, svo þáð getur þó skeð, og enginn »reiknar« með honum að þvf eg bezt til veit, hvorki til né frá, nema bara atkvæði háns, en það hefir hann á- valt látið úti með látlausri trúmensku við »Þversum« á móti Heimastjórn- armönnum. Títuprjónsstungan í H. Hafstein. Það kom strax í Ijós við kosning- una á forseta sameinaðs þings. Heima- stjóvnarmenn ætluðu að sýna H. Haf- stein þá virðingu að kjósa hann fyrir forseta og mundi þjóðin öll hafa fylgt þvf, hefði hún mátt ráða. Hann fékk aðeins 18 atkvæði (Heimastjórnarmenn 15, Einar ráðherra, Gísli Sveinsson og Magnús Guðmundsson) og þótti okk- ur f sannleika hart að þeir Sigurður úr Felli og Einar ykkar brugðust þar undan og kusu Kristinn Daníelsson landsbankaþjón f staðinn, tóku hann fram yfir Hafstein til þess að þókn- ast »Þversum«. Tveir atkvæðaseðlar voru aúðir, og hefi eg heyrt að Ein- ar ykkar hafi upp á síðkastið verið að reyna að telja Heimastjórnarmönn- um trú um að hann hafi afhent ann- an þeirra, en »Þversum« væna hann alls ekki um að hafa' svikið sig við kosninguna, heldur skoða hann sem »sinn trúa þjón« þar eins og annars- staðar. En sama var að mfnu viti, nema mér finst enn þá lítilmótlegra að gefa Hafstein vantrausts lýsingu með »blönkum« seðli, en blátt áiratn. Nú getur þú rannsakað hve margir kjósendur í Eyjafjarðarsýslu láta á- nægju sína í Ijósi yfir þessari títu- prjónsstungu Einars »þingmanns« í Hannes Hafstein. Okkur hérna finst bað ekki sem allra bezt viðeigandi kveðjusending frá Eyfirðingum tll Haf- steins, ekki sem smekklegust, svona i endalok vertiðar.a SviK við ráðherraval. Þú segir að Einar ykkar hafi lofað kjósendum sfnum þvf á þingmálafundi á Grutid f vetur, að fylgja Heima- stjórnarmönnum við ráðherraval. Þú getur nú frætt þá um, að hann hafi svikist um það að öllu leyti. Hann gerði ekki neinar tilraunir f þá átt, þótt opinn vegur væri til þess fyrir hann, heldur fylgdi »Þversum« (við- rinisdeildinni, sem þú kallar) þar alveg. Þó heyrði eg Einar hæla sér af því, við einn helzta mann okkar flokks, að hann hefði afstýrt því að Benedikt Sveinsson yrði ráðherra og eitthvað reyndi hann að nudda sér upp við Heimastjórnarmanninn meira. Svipur- inn á andlitinu sagði: »,Svona hefi eg nú til að svíkja „Pversum“ stundum svo heimostjórnarmenn œttu að muna mérþadl« Heimastjórnarmaðurinn gekk Irá Einari með kuldalegum fyrirlitning- arsvip, vissi sem var, að hvað sem Euiar ef tti vtil hefði iagt tti þess máls hjá »Þversum«, þá réði hann þar engu og hafði engin áhrif um það. Úrslitin lágu í höndum jóns Magnús- sonar eins Og málum var þá komið, og ýmsir Heimastjórnarmenn viidu einnig Bened. Sveinsson f ráðherra- sæti, epgu s(ður en þá menn úr »Þversum« sem settir voru ( þau.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.