Óðinn - 01.02.1907, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.02.1907, Blaðsíða 1
ÓÐINN lt. BLAÐ PEBRÚAR 1907. Finnur Jónsson, liáskólakennaii, er einn hinna fáu Islendinga, sem nokkuð eru kunnir utanlands, þeirra sein nú eru uppi og vísindi stunda. Veldur þar nokkru um staða hans, því það er satt, að lærdómi og atgervi er að fáu meiri styrkur en háskólakennarastólnum til þess að ia sjer hljóð og ná athygli manna. En þó staðan sje honum styrk- ur nú til að auka gengi lians, þá er hún hvorki fallin i lófa lians úr loft- inu nje geíin honum í svefni og liún liefði aldrei hjá honum lent, ef liann ætti ekki þá kosti í sjálfum sjer sem vísindamaður og fje- lagsborgari, sem hæði hafa unnið honum álitið og stöð- una sjálfa. Af þessum koslum er vinnuþrek Finns, ósjerhlífni ogframkvæmdardugurvafa- lausl þeir, sem fæsta eiga sína lika og best hafa bor- ið hann áfram og það alt frá öndverðu. Hann er á- gætur námsmaður í skóla og fylginn sjer, og lýkur þar námi tvítugur, en hef- ur lokið háskólapróíi 25 ára gamall og orðið þó að vinna fyrir sjer með kenslu og öðrum störfum jafnframt því að stunda námið og skrifar þá undir eius næsta ár doktórsritgjörð sína um elslu skáld íslensk og norræn, og lauk þá t. a. m. Konráð Gíslason lofsorði á höfundinn fyr- ir dug hans og ljósan skilning. Svo föstum tökum er Finnur þá þegar búinn að ná á málinu forna og skáldskapnum.sem síðan hefur orðið lífsstarf hans, og þegar á námsárunum bjó hann til prentunar fyrir Bókmentatjelagið II. og III. bindi íslenskra forn- sagna, vandaðra en áður var til, en síðan hefur II. ÁR. liann búið til prentunar slíkan grúa fornrita ís- lenslcra, að þar hefur varla einn maður meira að unnið fyr nje síðar og mætti þar helst taka Guð- brand til. En auk fjöldans liefur hver ein af mörgum þessum bókum kostað ótrúlegan tíma og vinnu, og sumar þeirra, svo sem Hauksbók og Heimskringla, eru stórvirki einar sjer. Bókunum fylgja og svo mikil ritverk í for- málum, skýringum og ýms- um fróðleik, að það yrðu miklar bækur væri það komið í eitt, því formáli Hauksbókar væri einn sam- an stór bók. Og þó er hitt ótalið, sem siður geng- ur í augu og færri menn bera skyn á, hve óhemju mikil og vond vinna allur sá orðamunur er, sem þar er saman kominn, þar sem oft cr lesinn og marglesinn og borinn saman orð fyrir orð mesti fjöldi handrita, og þau stundum svo máð, að óvant auga greinir þar engan staf og sjer þá fyrst votta fvrir einhverju, þegar línurnar eða blöðin eru bleytt jafnóðum í vatni. En auk íormála og skýr- inga eru önnur ritverk Finns afarmikil og hann á mesta fjölda ritgjörða í dönskum, sænskum og þýskum tímaritum, svo að jeg veit ekki tölu á því og þekki fátt eitt af. En höfuðrit hans er liin mikla fornnorska og fornís- lenska bókmentasaga í þrem bindum, 1800 blað- síður í stærðarbroti og tekur yíir allar fornu bók- mentirnar í bundnu máli og óbundnu frá elslu tíð og lil 1450. Stóð prentun liennar yfir nær 10 ár- um, en miklu lengur hefur hann orðið að vinna að henni, lesa, rannsaka og safna, þar sem auk allra fornritanna varð að lesa, mæla og meta öll

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.