Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 7
ÓÐINN 23 des. 1841. Sonur hennar er síra Einar Pálsson í Reykholti (f. 24. júlí 1868). En síðastur bóndi á Brú af þeirri ætt var Þorsteinn sonur Einars. Bjó hann þar skamma hríð um 1880. Hugvitsmaður, og um fleira vel gefinn. Átti hann síðar heima á Oddeyri, í Hrísey, Borgarnesi og Reykjavík, og dó þar 1902. (Framh.). TVÚ KVÆÐI. i. Leþe. Á bak við hijldjúpt hafið og himinfjöllin blá eitt land í jjarska liggur, þar líður heilög á. Hún liður tggnum straumi svo langt sem augun sjá, svo þögnin hlustar hissa og húmið lokar brá. Við hennar hljóðu strendur guð heldur sjálfur vörð um alla, sem hann elskar á okkar breysku jörð. Og hlotnist heimsins börnum að heyra ’inn þögla nið, þau eignast tvent hið œðsta: guðs ást og hjartans frið. Sem böm, er hrifm liorfa i himinhvelin blá, þau krjúpa í hvitum skikkjum, og kenna ei aðra þrá. Menn leita, um liöf og heima að hennar hvíldar-brunn, en fœstir lita landið, sú leið er engum kunn. II. EI y s i u m. Það glóði vin sem gull í krystalsskálunum og glampi Ijek um andlit þitt og brjóstin þin; við sátum tvö og klingdum krystalsskálunum, jeg kvað þjer Ijóð, sem brunnu af eld’ sem gullið vín. í kringum oss var glatt í gildisskálanum, en glöðust vorum þú og jeg og Ijóðin mín! Þín augu lýstu hvöss og skœr á móti mjer, þinn munnur brosti stolt, þú studdir hönd und kinn. Jeg opnaði hvern andans draumheim fyrir þjer og alt, sem best jeg sagði, geymdi hugur þinn. Það var sem instu skilningsleyftur Ijeku sjer í Ijettum dans í milli okkar þetta sinn. Við gleymdum bæði dauðanum og dómunum. — Lát dauðann koma, heiminn dœma fyrir oss! — Við sulgum liti, hrifumst með af liljómunum, og hjartablóð vort streymdi frjálst og kvikt sem foss, hver sálarstrengur söng með hœstu ómunum, og sálir okkar mœttust eins og höf — i koss. Við heyrðum ekki hávaðann í skálanum, en hljóma nutum þar sem sjerhver ktiður dvin; hver dœgur-viðbjóðsvitund hvarf úr sálunum og veröld lwarf með heimsku, litlu börnin sín. Pað glóði œðra gull í krystalsskálunum og glampi Ijek um andlit þitt og brjóstin þín! Jónas Guðlaugsson. Síra Jón Jónsson var fæddur á Helgavatni í Vatnsdal 22. ágúst 1829. Hann var sonur merkis- bóndans Jóns Jóns- sonar, er síðar varð prestur að Barði í Fljótum (j-1849); faðir sira JónsáBarði var sira Jón á Auðkúlu, sonur Jóns biskups Teitssonar, og átti hann par vel í ætt að telja, pvi kona bisk- ups og móðir Jóns prests var Margrjet Finnsdóttir Jónsson- ar biskups, er kom- in kominn var af hinni nafnkunnu Reykholtsætt, er rekj a má með vissu alla leið upp til Björns Jórsalafara, Odd- verja og Haralds konungs Hárfagra. Móðir síra Jóns kona síra Jóns á Barði, var Guðrún Bjarnardóttir Ólsens umboðsmanns frá Pingeyrum og Guðrúnar Runólt's-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.