Óðinn - 01.06.1915, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.06.1915, Blaðsíða 7
ÓÐINN 23 byrgir marmaraliella fyrir munnann, sem engum er leyft að nema burt, þvi að þarna undir hvíla andarnir, eftir þvi sem munnmælin segja, (Frh>). * Bingmaður Bolvíkinga. »Pingmaður Bolvíkinga« er nýlega dáinn. Pað var karl-vesalingur, auðnuleysingi, vestan af landi, Gísli Hjálmarsson að nafni, sem átti við þá sinnisveiklun að stríða, að liann ímyndaði sjer, að hann væri ping- maður, eða ætti að minsta kosti að vera það. Jeg þckti Gísla hcitinn of lílið lil þess að lakast á licndur að segja nokkuð verulega frá honum, cnda cr það ekki lilgangurinn mcð þessum linum. Hann var orðinn vesalingur til sálar og líkama þegar jeg sá hann fyrst. Hann kom mjer fyrir sjónir sem stakur ráð- vendnismaður, góður og kurteis í umgengni og vildi engum mein gera. Pað var sem skini það í gcgnum tötrana, að hann hefði einhvern lima lifað fegri daga, og margt í framkomu hans bar heinlínis vott um góðra manna umgengni, meiri siðþrýði og kurteisi en algeng er hjá críiðismönnum — að jeg ekki tali um hjá flæk- ingum. Og þrátt fyrir þessa sinnisveiklun, held jeg eng- um, sem nokkuð þekti til Gísla, haíi hiandast hugur um, að hann væri fjarri því að vera vitgrennri en fólk er ilest. Marga sá jeg víkja góðu að lionurn, og svo var að sjá sem öllum væri fremur hlýtt til hans, þeim líka, sem licntu gaman að honum. Gísli kom sjer þannig l)clur en allir aðrir llækingar sem jeg liefi kynst, enda var hann aldrei svo nærgöngull, að ofraun væri að, og ætið auðvelt að losna við hann mcð lægni og Icmpni, jafnvel þó að hann væri fullur, — cn það var hann oft, oftast nær. Allir, scm verið hafa í Kaupmannahöfn rjctt fyrir aldamótin síðustu, munu hafa kannast við Scheibelcin, Jómfrú Tidsfordriv og I’rófessor Andersen-Bang—þrjár pcrsónur, sein hvert mannsbarn í borginni þekti. Peir, sem verið hafa á Austurlandi á sömu árum, muuu hafa þckt Ilalldór Hómer, Gilsárvalla-Gvend og fleiri slíka. Hvert hjerað á landinu á cinn eða tvo, sem eitthvað cru þannig frábrugðnir öllum öðrum. Gísli Iljálmarsson var cinn af þcssuin mönnum. Sú heimska hafði scst að í hans lamaða heila og vildi ekki þaðan vikja, að hann væri alþingismaður og ætti á alþingi að vera og hvergi annarstaðar. Eins og nærri má gela, urðu margir gárungar til þess að æsa hann upp i þessari ílónsku og henda svo gaman að. Sagt var, að Bolvikingar skytu saman aurum handa lionum tii þess að komast suður í byrjun hvers þings — hefur víst fundist þeir mega af honum sjá — en Reykvikingar scndu liann jafnóðum vestur. Pannig var Gísli heitinn á stöðugu ílakki á milli Reykjavíkur og Bolungarvíkur, fram og aftur. Oft hefur hann vist farið þetta auralítill. Ekki hefur vist Aasberg skipstjóri og aðrir skipstjórar og skipsmenn á miliiferðaskipunum ætíð verið strangir í kröfum við hann, þólt hann fengi að liggja einhverstaðar í skipinu. Gísla varð vel til þar eins og annarstaðar. Pað, sem gerði Gisla heitinn einkennilegan og skemtilegan á sína vísu, og gerði mörgum freistinguna til að æsa hann upp og hafa hann til gamans, of mikla, var, að hann var lifandi skripamynd af sönnum þjóð- málaskúm. Alt það, sem hann hafði sjeð og heyrt í landsmálastælum, hafði sýnilega runnið honum í blóðið. Málrómurinn, framburðurinn, látbragðið og allir til- burðir og rómbrcylingar, byljirnir og brellurnar — alt var þetta þrungið af slikum móði, svo hállcygri »mælsku« og »speki« og »sannfæringu«, svo logandi föðurlandsást, að það var sem ótal ræðuskörungar væru þar runnir saman i einn, stæðu þar andspænis »háttvirtum kjós- endum« og mæltu af postullegri andagift — allir í einu. Sá var munurinn mestur, að þetta, sem venjulega er hræsni og loddaraskapur hjá þjóðmálaskúmum, varð að alvöru og einlægni hjá Gísla. Ræðan hans varð tóm endilcysa að orðum og cfni, gersamlega óskiljanlegur vaðall, en tilfinningarnar voru auðfundnar. Venjulega er loddarinn i búningi einlægningar. Parna var einlægnin i búningi loddarans. Hafi nokkurn mann á jörðunni langað til að gcra ættjörð sinni gagn, þá hefur það verið Gísli. Ekki furða, þólt margan fýsti að heyra Gísla halda þessa hjákátlegu ræðu og sjá framan í hann á meðan — sjá hvernig rjettist úr honum, hvernig svipurinn, sem annars var ætíð auðmjúkur, harðnaði, og augað — þetta eina, sem sjáandi var — logaði af fjöri. Og heyra svo alt þvoglið, sem þessu fylgdi! Mikil viðbrigði hjá þvi, sem að heyra andlausar og kraftlausar ræður betur orðaðar, eins og tíðast er á þingi. Vel getur verið, að skrifararnir hefðu getað búið til eitthvert vit i ræðu Gísla, hefði hún nokkurn tima verið haldin i þingsaln- um. Pingskrifarar eru sinu af hverju vanir. Mesta yndi Gisla var að komast inn í þingmanna- liópinn, þegar þeir gengu úr þinghúsinu i kirkjuna við þingsetningu. Jeg held hann liafi trúað því fastlega, eða verið talin trú um það, að ef hann fylgdist með þing- mönnunum í kirkjuna, fjelli blessunin yfir hann unv leið og þá, og staðfesti rjett hans til þingmenskunnar. Pá gæti cnginn neitað honuni unv að fylgjast nveð þeim inn í þingsalinn og þar nveð væri hann orðinn reglu- legur þingmaður og farinn að »vinna fyrir elskaða ætt- jörðina« eins og Jón Sigurðsson, sem hann taldi ná- frænda sinn. Oft komst hann einhverstaðar inn á nvilli þingnvannanna, aftast eða fremSt, og wprýddi hópinn« inn cl'lir dónvkirkjugólfinu. En svo fóru lögregluþjón- arnir, senv falið hafði verið að vernda þá útvöldu fyrir öðrum eins ósköpum, að hafa betur gát á honum. Bcst nvan jeg eftir honum við þingsetninguna 1913. Pá lvafði einlvver gárunginn gert lvonum þá búningsbót, að lána lvonum gamlan pípuhatt, allan brotinn og beyglaðan, en fyrir var lvann í gauðrifnunv lafafrakka, nvarg-upp- lituðum og gljáandi af óhreinku. Pannig búinn gekk lvann inn kirkjugólfið rjett á undan þingnvannalvópn- um. Jeg gleynvi seint baksvipnum á lvonum, er jeg sá á eftir lvonuin inn eftir kirkjugólfinu, — boginn áfranv og út á hægri hliðina, berhöfðaður, með þennan »þing- mannshatt« í hendinni, þanni-g agðaðist hann inn fyrir

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.