Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.03.1919, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 13.03.1919, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN. 15 menninguna og dýr íak aia m þetta mál. Eg er skrambi hræddur um að sögurnar um >receptin« séu ekki uppspuni allar saman. Og svo er nú annað. Vel væri hugsanlegt að einhverjir færu að »spekúlera« í þessu. Setjum svo að lyfsali ætti efni- legan son, sem vildi leg ja fyrir sig dýralækningar. Pað væri alveg upplagt. Strákurinn lærir á fáeinum árum, kemur heim sprenglærður, leigir stofu hjá pabba sínum, rétt við hliðina á lyfsalabúðinni. Par gæti hann svo setið allan daginn og gefið út á- áfengisseðla. Kýr eru þurftafrekar, þegar þæreru komn- arábragðið.Það mæíti velselja »receptin« á 2—5krón- ur eftir því hvað skamtarnir væru stórir — eða má- ske meira. Svo léti »pabbi« út á seðlana frammi í lyfjabúðinni og enginn þyrfti neitt að vita. Já, það gæti orðið nógu liðug verslun það, þegar skipaferð- ir eru tíðar og hægt er að panta 5—13 spíritusföt með hverju skipi. Já, þið brosið, þið vitra fólk. En vera má að hann viti dálítið hvað hann syngur, sá Gamli. Yfirlýsing. í tilefni af slúðri því, sem gengur um bæinn, að Sig. H, Jónsson verkam. hér í bæ, hafi verið upp- hafsmaður að því, að Verkamannafélagið hratt húsa- leigumáiinu af stað, ska! það tekið fram, að herra Sigurður hefir ekki átt meiri hlut að þessu máli en hver annar félagsmaður, er eiuróma samþykti á fundi félagsins, að skora á bæjarstjórnina að fá húsaleigu- lög Rvíkur löggilt fyrir Akureyrarbæ. Akureyri, 12. Marts 1919. Halldór Friðjónsson, form. V. F. M. A. Samtíningur. m ÍLV || með »Sterling« hefi eg undirritaður fengið mikið úrval af dönskum skótatnaði, bæði stígvélum og Hedeboskóm og ýmsum fleiri tegundum af skófatn- aði handa ungum og gömlum. Ennfremur margar aðrar vörur, svo sem þvottabretti, úr gleri og tré, margar tegundir af fata- og skóburstum, naglbíta, hnífapör, skeiðar, skegghnífa, rakvélablöð, vöflujárn, fægiskúffur og prímusa. Alt þetta er selt mjög lágu verði, eftir því sem nú gjörist. Von á ýmsum fleiri vörum með næstum skipum. Komið og lítið á varninginn, áður en þið gjörið kaup annarstaðar. Virðingarfylst. Akureyri O. 12. Marts 1919. Brynjólfur E. Stefánsson, Strandgötu 19, m I m „OLD HIGEORY" vöruflutningsbifreiðar fást hér á landi aðeins gegnum okkur. Pessar bifreiðar eru einfaldar, traustar og sparsamar í notkun, og að okkar áliti þær heppilegustu fyrir íslenska vegi. OLD HICKORY eru ódýrari, samanborið við gæði, en keppinautarnir. Espholin Co., Akureyri. Stúlkur vantar mig enn til síldarsöltunar á Siglufirði á komandi sumri. Hvergi betri kjör. HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Fyrirspurn Sigurður Guðmundsson, prestur að Þóroddstað í Köldukinn, hefir sagt af sér prestskap frá næstu fardögum. Innflutningur og sala á sykri er gefinn frjáls frá 1. Maí n. k. »Tíminn« getur úrslita bæjarstjórnarkosninganna hér á Akureyri í vetur og ber lof á verkamenn og sam- vinr.umenn. í satnbandi við þetta farast blaðinu orð á þessa leið: »Á Akureyri hafa margar hreyf- ingar risið, sem hafa breiðst út um land alt. Má nefna Góðtemplararegluna, viðreisn íþróttanna, ung- mentiafélagsskapinn og m. fl. Nýja stefnan í flokka- skifting kemur þar og nú fyrst í framkvæmd.* »Lagarfoss« kemur hingað norður, strax og hann kemur úr vesturför. Er búist við að skipið geti verið hér kringum aðra helgi. f Ögmundur Sigurðsson klæðskeri, bróðir Sig- urðar bóksala hér og þeirra systkina, lést úr spönsku veikinni í Winnipeg skömmu fyrir jólin. f Jakob Hálfdánarson á Húsavík, einn af fyrstu og öflugustu forvígismönnum kaupfélagsskaparins hér á landi, lést skömmu eftir Nýárið; háaldraður maður. »Tíminn« flytur langa og ítarlega æfiminn- ingu eftir þenna merka mann, samda af Pétri frá Gautlöndum. Illkynjuð taugaveiki gengur f öllum hafnar- borgum Hollands. Innflutningur á ýmsum vörum þaðan bannaður af þessum ástæðum. Síldartunnur brúkaðar, kaupi eg undirritaður, ef falar eru fyrir hæfilegt verð. Hverjum ber að borga það fjártjón, sem sam- göngubannið, vegna sóttvarnanna í vetur, hefir bak- að einstökum mönnum? Sem dæmi má nefna: Stúlka er stödd í Reykjavík, þegar samgöngubann ið er sett. Hún hefir ætlað norður á Akureyri með næstu skipsferð, en vegna bannsins verður hún að dvélja í Reykjavik fram undir vor. Petta bakar föður hennar um 800 kr. aukakostnað. Ber ekki því opinbera að taka þátt í þessum auka- kostnaði ? Vænti þess að bæjarfógeti og héraðslæknir svari þessu í næsta blaði Verkamannsins. Akureyrarbúi, TILMÆLI. Vegna mikillar eftirspurnar eft- ir 1. árg. Verkamannsins, eru 8 og 10 tbl. blaðsins nú nær því uppseld. Væru einhverjir menn hér í bænum, sem vildu selja þessi eintök, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér til mín strax, RitStj. Halldór Friðjónsson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.