Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.01.1921, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 15.01.1921, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Haltdór Friðjónsson. IV. árg. Akureyri, Laugardaginn 15. Janúar 1921. 3. tbl. ,Hingað og ekki lengra'. Grein með þessari yfirskrift stendur í 1. blaði >ísleridings«, eftir hann kom í nýju vistina. I fám orðum mætti segja um grein þessa, að hún sé ósanninda og heimsku- þvættingur frá upphafi til enda. Höf. byrjar á því að segja, að dýr- tíðin sé meiri hér á landi en annar- staðar, og valdi því framleiðsluskortur og gengismunur erlendis, og hóflaus kaupfrekja og slysaráðstafanir innan lands. Um þau atriðin, sem útlönd varða, skal lítið sagt, en því hefði höf. mátt bæta við, að hækkun á útlendum vör- um stafaði einnig af allskonar kaup- mannsbrellum og okri. Síðara atriðið, sem oss hér heima snertir, slysaráðstafanirnar, er víst meira slagorð, en að það sé höfuðatriði, og mun vera haft svona í og með kaup- frekjunni, en hún er aðalskotmark höf- undar. »Hóflaus kaupfrekja* er það, sem að dómi höfundar hefir orsakað og or- sakar dýrtíðina í landinu. Petta eru rakalaus og hverjum manni augljós ósannindi, ef átt er við kaup- gjald verkafólks, eins og síðasti hluti greinarinnar virðist sanna. Kaupgjaldshækkun verkafólks hefir hvergi hækkað verð á neysluvörum. Hennar hefir einungis gætt á iðnaðar- vörum innlendum, en allir vita, hve hverfandi lítill hluti innlendi iðnaðurinn er af viðskiftaveltu þjóðarinnar. Hefði greinarhöf. dregið inn undir hóflausu kaupfrekjuna óeðlílega háa á- lagningu kaupmanna og heildsala, hefðu orð hans haft nokkurn sannleik að geyma. En því atriði sleppir höf. af skiljanlegum ástæðum. Verðlag á framleiðsluvörum, sem út hafa verið fluttar, hefir algerlega fylgt eftir gangverði á erlendum markaði. Og verð þeirra vara, sem útflutnings- bann hefir verið á, svo seni smjöri, hefir farið eftir því, hvað nokkrir efna- menn, einkum í höfuðstað landsins, hafa boðið í það. Að dýrtíðin stafi afarmikið af því að kaupmannsgróðinn «é mældur í heist til stórum skömtum, sannar grein- arhöf. best sjálfur, með því að játa, að dýrtíðin sé mest í Rvík. Allir sjá, hvort það er eðlilegt, að vörur séu dýrari í Rvík en annarstaðar, þegar siglingum hefir að þessu verið hagað svo, að kaupmenn og kaupfélög út um land hafa orðið að taka megin- hluta af erlendri vöru í gegnum Rvík á undanförnum árum, og hefir mikill aukakostnaður fallið á vörurnar við þetta. Væri verslunarmátinn heilbrigð- ur, ættu vörur að vera Itegri í Rvíken í öðrum kauptúnum og dýrtíðin minni, að öllu öðru leyti en hvað húsaleigu snertir. Henni ræður aðstreymi fólks- ins og þar af leiðandi húsnæðisvand- ræði. Greinarhöf. segir, að kaupgjald sé hærra hér á Norðurlandi en syðra. Ekki getur greinarhöf. annað en hall- að málum þarna, eins og annarstaðar. 1 Sjómenn hafa skýrt Verkam. frá, að 4 — 500 kr. kaup um mánuðinn hafi ekki átt sér stað hvað háseta snerti. Pó vélstjórum, veiðiformönnum og stýri- mönnum hafi máske verið borgað þetta sumstaðar eru það aðeins blekkingar, að draga alla sjómenn inn undir það. Og víst er, að sunnlenskir vélstjórar, veiðiformenn og stýrimenn, hafa eins há mánaðarlaun og samherjar þeirra á norðlensku skipunum. í vor sem leið leitaði Verkm. sér upp- lýsinga um kaupgjald kaupafólks í sveit á Suðurlandi, og var það nákvæmiega það sama og hér nyrðra, svo greinarhöf| í »ísl.« þarf engum að segja hið gagn- stæða. Á því, sem hér hefir verið sagt, sést það, að andstæðurnar, sem greinarhöf- undur dregur fram, raskast mjög, og ásökun sú á norðlenzka sjómenn og verkafólk, að það sé harðdrægara í kaupgjaldsmálinu en sunnlenska verka- fólkið, verður algerlega röng. Tímakaup er Iíkt hér og í Reýkjavík, þegar lágmark kauptaxta verkalýðsfélag- anna er lagt til grundvallar. Háa kaupið um síldartímann er til orðið fyrir eftir- spurn og tilboð í vinnukraftinn, og fólk af suðurlandi nýtur þess alveg eins og norðlenska fólkið. Sunnlenskir fiskkaupmenn réðu kven- fólk héðan að norðan á s. I. vori, og guldu því hærra kaup, en hér var í boði. Sýnir það, að kaupgjaldið e- engu hærra hér en annarstaðar, og kaupgjaldið fer alt eins mikið eftir til boðum í vinnuna, eins og kröfunni frá verkafólkinu sjálfu. Pá koma bjargráðin, en þau eru þungamiðja íslendingsgreinarinnar : Að »slá af kaupi svo um munar, svo tniklu, að fyrirsjáanlegt* sé, að útveg- urinn hafi sæmilegan hagnað eftir at- vikum.* Hér er aðallega átt við kaup sjó- manna og antiara þeirra, er að útveg vinna, því greinarhöf. virðist hafa gleymt bændunum í svipinn. En nú er gaman að athuga, hvernig ætti að haga þessum afslætti á kaupi sjómannanna, svo »fyrirsjáanlegt« væri, að útgerðarmenn »hefðu sæmilegan hagnað eftir atvikum*. Petta er ekki hægt að- framkvæma nema á einn hátt. Enginn veit fyrirfram, hvort vel fisk- * Leturbreyting Verkam, ast eða illa, þess vegna getur ekki ver- ið um fyrirsjáanlegan hagnað eða tap á útgerðinni að ræða. Kaup háseta, hvort sem það er hátt eða lágt, er því ekki hægt að ákveða fyrirfram. All- ar þessar sakir yrðu að vera óklárar, þar til vertíð væri á enda. Og þá koma reikningsskilin. Þegar farið er að gera upp, verður fyrst að borga allan kostnað við skipið, og alt sem til þess þarf, þar næst hagn- aður útgerðarmanns, eða manna, sem á að vera »sæmilegur« »eftir atvikum*. Síðast kemur röðin að skipshöfninni. Afli skipið ílla, þarf ekki að efa, að skipshöfnin gengur alslaus frá borði, en fiski skipið vel. svo hlutur hásetanna yrði f hærra lagi, er hætt við að sumum af útgerðarmönnum yrði fremur mót- fallið, að láta þá hafa meira, en algengt kaup. Peim myndi kærara að taka sinn bróðurpart af hásetahlutnum. Náttúrlega dettur engum í hug að ráða sig upp á þessar spítur, enda eng- um útgerðarmanni verða að bjóða svona kjör, þó einhver sé svo grunnhygginn að slá fram jafn fáránlegum tillögum og höf. »íslendings«-greinarinnar. Annað bjargráðið, lenging vinnutím- ans á ári, minnist greinarhöfundur lítið á. Honum virðist meira áhugamál að kaupið lækki. Greinarhöf. verður þess var, svona í enda greinarinnar, að kauplækkunar- tillögur hans séu ekki sem sanngjarn- astar, eins og nú standa sakir. Verka- maðurinn er honum sammála um þetta. Einnig er blaðið honum sammála um það, »að dýrtíðin sé okkur sjálfum að kenna«, ef greinarhöf. er kaupmaður, og á með þessu við sjálfan sig og ýmsa úr hans flokki. Bæjarstjórnarkosningin. Kosningadagurinn var sá kaldasti á þessum vetri. Frostið komst upp í 19° um tíma. Kosningahitinn var líka af skornum skamti. Af rúmum 1100, sem á kjorskrá voru, kusu aðeins 550 Atkvæðin féllu þannig á listana, að A-listinn hlaut 190 atkv. B-listinn — lól — • C-listinn — 179 — 20 seðlar voru ógildir. Atkvæði féllu þanntg á fulltrúaefnin: Á A-lista: Hallgrímur Jónsson 1603/4 atkv. Ingimar Eydal 13U/2 atkv. Gísli Magnússon 1161/* — Guðbjörn Björnsson 511 /4. — Á B-lista: Halldóra Bjarnadóttir 145atkv. Kristín Eggertsdóttir 129 — Á C-lista: O. C. Thorarensen I68V4 atkv. Stefan Jónasson 135 — Anton Jónsson 901/2 — Guðm. Pétursson 47 V2 — Kosningu hlutu því, Hallgrímur Jónsson Ingimar Eydal Halldóra Bjarnadóttir O. C. Thorarensen. Eins og sjá má á atkvæðatölu full- trúanna, höfðu þeir töluvert verið færðir til á listunum. í bókasafnsnefndina var kosið óhlut- bundnum kosningum og hlutu þeir kosningu: Vald. Steffensen læknir 356 atkv. Stefán Stefánss. verslm. 174 — Ekki verður annað sagt, en þessar kosningar hafi farið vel, eftir atvikum. Nýtir fulltrúar hafa verið kosnir í bæj- arstjórnina og enginn mun særðurganga frá leiknum. Bókasafnsnefndarmennirnir nýju eiga mikinn starfa fyrir höndum. Á dugn- aði þeirra og forsjá veltur, hvort bóka- safnið verður hornreka, eins og það hefir verið, eða það verður bænum menningarmeðal framvegis, eins og það á að vera. • ,1 ^ . 1 »Islendíngur« kom út á Miðviku- dagskvöldið. Lét hann sig kosningarn- ar miklu varða, sem von var. Beindi hann athygli lesenda sinna einkum að C-listanum. Kvað hann mikla þörf fyrir, að vandað væri til fulltrúavalsins. Mörg stór mál biðu úrlausnar. Lagði blaðið aðaláherslu á væntanlega mót- töku konungs. Er von að blaðinu liggi það mál mjög á hjarta, því þar er um að gera að sýnast — minna að vera. VeiOibráður var »Kjósandi« einn, er ritaði í sama blað »ísl.«. Jós hann hrakyrðum yfir Steinþór skólastjóra fyrir það, að honutn væri ætlað inn í bæj- arstjórnina. Pótti bæjarbúum þessi lest- ur bæði ófagur og hlálegur, þar sem allur bærinn vissi það, áður en »ísl.« hljóp af stokkunum, að Steinþór yrði ekki í kjöri. Munu vinsældir »ísl.« ekki vaxa við þetta og »Kjósandi« nýt- ur þess eins, að hann getur falið sig f skúmaskoíi óhreinlyndis og lítilmensku. Taglhnýtinga Kaupfélags Eyfirðinga kallaði »Kjósandi« fulltrúana á lista Verkamannafélagsins. Er það einkenni- legt, hve sumum mönnum er gjarnt að hugsa sér fylgi og samvinnu »aftan í« einhverri vjssri »stærð«. Listi borgarastéttar bæjarins sagði »ísl.« að C-Iistinn væti. Pað væri gam- an að fá skýringar hjá blaðinu um það, hverjir stæðu utan við borgara- stétt bæjarins. Óráðþægni mikla sýndu bæjarbúar á Fimtudaginn. Prír »miðar« voru boruir út um bæinn, sem kvöttu tnjög

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.