Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.06.1962, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 01.06.1962, Blaðsíða 3
SKRJAF í SKRÆÐUM ^vona ciga sýslumenn að vera. Jón Espólín, sá er Arbækurnar reit o. fl. var sýslumaður Skagfirð- inga fyrstu tugi 19. aldarinnar. Þá var óöld mikil i landi og ónæð- issamir dagar hjá yfirvöldunum. Mun þó óvíða hafa verið jafn margt óbótamanna og í Skaga- firði og Húnavatnssýslu á þeim tíma. Háði Espólín marga harða leiki við þá um sína daga. Mátti líka segja, að hann hefði beinin til þess, því vöxtur hans minnti fremur á tröll en menn. Hann var röskar þrjár álnir á hæð og eftir því að gildleika, 50 þuml. yfir axlir og brjóst (127 crn.l, og mun það fátítt jafnt nú og þá. Kallað var að enginn vissi afl hans til fulls, en mikið var það. Sjálfur gumaði hann ekki eða reyndi með sér við aðra, nema tilneyddur. Hann fór létt með að lyfta full- orðnum hesti ef hann setti bak undir kvið hans. Hann bar 4 karl- menn góðan spöl, og vigtuðu þeir allir 700 pund (350 kg.), jafn- hattaði meðalmann með annarri hendi, og alla með báðum. Hann tók upp með litlafingri stein I bandi, er vóg 190 pund, og axl- að gat hann stein, sem reyndist vega 220 pund. Það vissu menn að hann lyfti frá jörðu 40 fjórð- unga steini. Jón var fríður maður sýnum og höfðinglegur, en góðmannlegur og ætíð bar hann af öðrum mönn- um, ef fleiri voru saman. Jón Espólín var fæddur á Espi- hóli I Eyjafirði 22. okt. 1769, d. 1. ágúst 1836 á ferð nálægt Flugumýri I Skagafirði. ^ísur Espólins. Jón Espólín var afkastamikill rithöfundur og fræðimaður með afbrigðum, eins og Arbækur og ættartölurnar bera með sér. Hann var líka skáld gott og orti vísur, sálma og kvæði. Natan Ketilsson var löngum ódæll við yfirvaldið. Einu sinni begar hýða átti Natan, kvað sýslumaður: Nú skal flengja Natan dreng nauða vöndur stóri. Sig mun engja saman I keng Satans ára stjóri. enn kvað hann: Kremji þig allskyns kyngja skæð, kvöl og glatan Datans, brenni þér sinar, blóð og æð bölvaður Natan Satans. Föstudagur 1. júní 1962 IDHSKÓIAHOM SLITID Kennslu í Iðnskóla Akureyrar lauk þ. 16. þ. m. Hafði þá skólinn starfað síðan í októberbyrjun sl. haust. Brautskráðum nemendum voru afhent prófskírteini í Húsmæðra- skólanum 27. f. m., enda var þá skólastarfinu lokið, nema teikni- námskeiði í 1. og 2. bekk, en því lauk síðastliðinn miðvikudag, sem fyrr segir. Við það tækifæri flutti Jón Sigurgeirsson, skólastjóri, skýrslu um störf skólans á liðnum vetri. Alls voru innritaðir í skólann 116 nemendur. Burtfararprófi luku 19 nemendur úr IV. bekk og 4 úr III. bekk. Nokkrir nemendur áttu ólokið prófi í sérgreinum. Þessir hlutu hæstu einkunnir: IV. bekk: Gunnar S. Eðvalds- son, skipasmiður I. eink. 8.69 og Vilhjálmur Baldursson, vélvirki I. eink. 8.65. III. bekk: Franz Viðar Arna- son, vélvirki I. eink. 8.95 og Sveinn Jónsson, húsasmiður I. eink. 8.58. Kennarara við skólann, auk skólastjóra, voru 12. Skólastarfið var allt með svip- uðu sniði og undanfarið. Allt hafði það gengið mjög farsæl- lega, heilufar fremur gott og tals- vert félagslíf. Helzt nýlunda í starfinu var námsflokkar í ensku, sem Þórður Gunnarsson annaðist. Þátttakendur voru 26, meirihluti þeirra iðnnemar. Um norðanveður á vissum stað: Norðan svala vindar vel varma salnum hamla: nísting-kvala heiftar-él úr Hnappadalnum gamla. Heimildir: Saga Jóns Espólíns. Fjölmennustu iðngreinar í skólanum sl. vetur voru þessar: Húsasmiðir 28, bifvélavirkjar 14, húsgagnasmiðir 10 og vél- virkjar 10. Skólastj óri gerir ráð fyrir, að skólinn verði með fj ölmennasta móti næsta starfsár. Til marks um það má nefna að á vornámskeiði skólans í teikningu voru nú inn- ritaðir 44 nemendur, eða mun fleiri en nokkru sinni fyrr. Brautskráðir iðnnemar úr 4. bekk: Agnar Þorsteinsson, skipasm. Ásgrímur Stefánsson, skipasmiður. Bárður Halldórsson, bólstrari. Bjarni F. Jónasson, húsasmiður. Einar J. Kristjánsson, prentari. Friðfinnur S. Pálsson, húsasmiður. Gunnar S. Eðvaldsson, skipasmiður. Jón Ágústsson, húsasmiður. Jónas Valgeir Torfason, bifvélavirki. Marinó Jónsson, húsasmiður. Ólafur Dan Snorrason, vélvirki. Páll G. Skjóldal, skipasmiður. Reynir Frímannsson, bílasmiður. Sigþór Ingólfsson, bifvélavirki. Stefán Karlsson, vélvirki. Sveinn Sigurbjörnsson, húsasmiður. Tómas Böðvarsson, húsasmiður. Vilhjálmur Baldursson, vélvirki. Víkingur Antonsson, húsgagnasmiður. Brautskráð úr 3. bekk: Alda Þorvaldsdóttir, hárgreiðslumær. Böðvína Böðvarsdóttir. Sigurjón ÞorvaldSson, netagérðarm. Svala Hermánnsdóttir, hárgreiðslum. Bifrdi til sili Tilboð óskast í bifreiðina A-699, Renault, árgerð 1946, sem er til sýnis við lögreglu- stöðina. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 10. júní næstk. Bæjarfógetinn Akureyri. Akureyringar - Morðlendingar Opna 29. þ. rn. bílasölu í Túngötu 2. Úrval af bílurn til sölu. Hefi kaupendur að ýmsum gerðum bíla. BÍLASALA HÖSKULDAR Sími 1909, — heima 1191. Höskuldur Helgason. Vikublað. — Útgefendur: Sósíálista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. -— Áskriftarverð kr. 80.00 árgangurinn. —• Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. —- Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Akureyri. Verkamaðurinn Ird Oddeyrarshóla Oddeyrarskólanum var slitið þann 12. maí s.l. Margt gesta var við skólaslitin. Eiríkur Sigurðs- son, skólastjóri, flutti skólaslita- ræðu og skólakórinn söng undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. I skólanum voru í vetur 337 börn í 13 deildum. Þröngt var í skólanum og þurfti að þrísetja í kennslustofur. Verið er að byggja viðbótarbyggingu og kemur eitt- hvað af henni að notum í haust, en gert er ráð fyrir að henni verði lokið á næsta ári. Við skólann eru 9 fastir kenn- arar með skólastjóra og tveir stundakennarar. Úr skólanum út- skrifaðist að þessu sinni 51 barn. Hæsta einkunn hlaut Valgerður Magnúsdóttir 9,46. Kvöldvökuút- gáfan gaf nokkrar bækur til verð- launa fyrir góðan námsárangur. Sýning á skólavinnu barnanna var 1. maí sl. Var hún fjölsótt eins og venja er til. Úr skýrslu um störf skólans á vetrinum má nefna eftirfarandi atriði. Síðastliðið haust keypti skólinn fiðlur, og hafa 7 börn verið við fiðlunám í vetur. Á síðastliðnu vori gáfu börnin, sem þá fóru úr skólanum, bikar til að keppa um í sundi. Keppt var um þennan bikar í fyrsta sinn þann 7. nóv. síðastliðinn. Sex átta manna sveitir kepptu. Sigur- vegari varð 6. bekkur í 1. stofu, og hlutu þar með rétt til að varð- veita bikarinn í vetur. Þriðji foreldradagur var í skólanum 23. nóvember. Eru for- eldrarnir yfirleitt áhugasamir til að notfæra sér þetta tækifæri til að ræða við kennara barna sinna. Skólaskemmtun barnanna var 1.—5. marz. Var hún fjölsótt og endurtekin 7 sinnum. Skólablaðið Eyrrarós kom út í sambandi við skemmtunina. Skíðadagur var í skólanum 7. apríl. Fóru þá um 160 börn upp í Hlíðarfjall til skíðaiðkana og gengu mörg þeirra landsgönguna um leið. Síðan fóru 45 börn í skíðaferð með kennara sínum. Sparimerki voru seld á skóla- árinu fyrir 16260 krónur. Kauptaxti Verkakvennafélagsins EININGAR fró 21. maí 1962. Dv. Ev. Hv. Almenn vinna 21.50 34.40 43.00 Oil vinna við óverkaðan saltfisk, nema uppskipun og stöflun úr skipi 22.40 35.84 44.80 Vinna við roðflettingarvélar og flökunarvélar, fiskflökun og hreingerning á færiböndum, öll vinna við verkun skreiðar í hjalla, uppskipun og stöflun á óverkuðum saltfiski úr skipi, hreingerningar allar 24.80 39.68 49.60 Vinna 14 ára stúlkna 16.50 26.40 33.00 Vinna 15 ára stúlkna 17.80 28.48 35.60 Vinna í sláturhúsi: Gorvinna, sviðning, kj ötþvottur og vinna í blóðklefa 24.80 39.68 49,60 Öll önnur vinna í sláturhúsi .... 23.20 37.12 46.40 Orlofsfé skal vera 6% af öllum greiddum vinnulaunum. Vinnuveitendur greiða í Sjúkra- og styrktarsjóð Verkakvenna- félagsins Einingar fjárhœð, sem svarar 1% dagvinnulauna verka- kvenna. Verkakvennafélagið Eining. AUGLÝSIÐ í VERKAMAN N I N UM Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.