Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 38
118 Jónas Hallgrímsson og trúin. Pví meira sem einhverjum finst um íslenzka náttúrufegurð og um íslenzka málfegurð, því vænna hlýtur honum að þykja um Jónas Hallgrímsson. Hann er sem bunandi lindin í bókmentum vorum; þar er ómurinn alfegurstur og silfurhreinastur. Sá þáttur af skáldskap Jónasar, sem hér skal rakinn að nokkru, er þó merkilegri fyrir annars sakir en fegurðar; ég á við þá staði, sem benda til, hvaða lífsskoðun hann hafi haft og hvaða breyt- ingar hafi á henni orðið. Pessir staðir eru hvorki margir né fjöl- orðir, en mjög merkilegir og vel þess verðir, að skýrt sé frá þeim í samhengi. Einhvern tíma á þessum þremur árum, sem Jónas dvaldi í Reykjavík, áður en hann sigldi, hefur hann líklega ort þessa vísu: Má-at hinn megin- máttki guð vindi valda, þeim er fer vog yftr; né hann um varnað fær vetrar stundum, þeim er í árdaga áður skóp. Hér sést greinilega, að Jónas hefur, þá er hann orti þetta, hallast að trúarskoðunum þeirra manna, sem oft eru nefndir »deistar«. Trú þeirra er í stuttu máli það, sem stendur í vísunni: að guð raski ekki rás viðburðanna með kraftaverkum. Frægastur allra »deista« er Voltaire (-ter), hinn mikli ritsnill- ingur og óvinur kaþólsku kirkjunnar, Georg Brandes 18. aldarinnar, liggur mér við að segja. Pað er því óhætt að segja, að árin sem Jónas er að jafna sig eftir skólanámið, verður hann fyrir áhrifum af framsóknaranda 18. aldarinnar, af anda Voltaires, og hugur hans hneigist að frjálslyndi í trúarefnum, að vantrú. Eftir að Jónas er kominn til Hafnar verður breyting á þessu. Að vísu bólar hjá honum á »biblíukrítíkinni«, þar sem hann í rit- gerðinni >um eðli og uppruna jarðarinnar« kemst svo að orði: »011um lærðum guðfræðingum ber nú líka saman um, að frásagan um sköpunarverkið sé í rauninni hugmynd einhvers Austur-landa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.