Alþýðublaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 9
— Flestir munirnir eru bundn- ir því fólki, sem hér hefur ver- ið. Hérna er til dæmis altari, hök- ull og Ijósakróna úr gömlu kirkj- unni að Görðum. Og hérna sérðu tólf tóbaksbauka, íslenzka, sem Sturlaugur Böðvarsson keypti úti í Englandi, af ekkju ensks lords, sem hér dvaldist áður fyrr við lax veiðar. Hann safnaði meðal ann- ars þessum baukum. Ekkjan var víst fegin að losna við baukana, og sagði að reimt væri í kringum þá. Þetta „buffet” átti baróninn á Hvítárvöllum og hérna er eitt brennivínsstaup úr búinu hans. Þegar það fór á höfuðið var hald- ið opinbert uppboð á eigum hans og tvístruðust þær um allar jarð- ir. Hérna sérðu skatthol Helga Sig- urðssonar frá Jörfa og á veggnum hanga myndir af nokkrum teikn- inga hans og meðal annars þeirri sem hann teiknaði af Jónasi Hall- grímssyni, en það er eina myndin sem til er af skáldinu. — Helgi teiknaði hana að Jónasi látnum. Hérna er ljósmynd af séra Matth- íasi Jochumssyni, en þetta mun vera síðasta Ijósmyndin sem tekin var af honum, nokkru áður en hann lézt. Hann situr hér á hesti — og er víst að fara að vísitera. í þessum glerkassa eru steinar sem upp komu við gröft á Brim- arhólmi. Séra Jón Guðjónsson fékk þessa steina gefna, er hann var á ferð í Kaupmannahöfn í fyrra. Það er auðséð, að fang- arnir hafa gert sér það til dund- urs að höggva steinana til. Magnús fer nú með okkur upp á loft en þar er einig margt að sjá í einu horninu er innréttuð bað- TEXTI OG MYNDIR: RAGNAR LÁR. Magnús Jónsson, kennari, á tröppum byggffasafnsins aff Görffum. stofa og Magnús segir okkur að viðurinn sé úr baðstofunni á Stað- arhöfða. Öll þau tæki, sem venju- lega voru í baðstofunum í gamla daga, eru hér hvert á sínum stað, kambar undir sperrum og rokkar á gólfinu, framan við rúmin, sem eru áföst við veggina. í öðru horni loftsins eru gömul borð og kennarapúlt úr gamla skólanum á Akranesi. Og hérna á loftinu er staðsettur einn fegursti gripur safnsins, en það er listilega vel gert líkan af „Kútter Haraldi,” sem Runólfur Ólafsson smíðaði. Þegar við höfum skoðað mun- ina á loftinu förum við niður í kjallarann, en þar sjáum við með- al annars gamlar hlóðir sem eitt sinn höfðu hlutverki að gegna. í kjallaranum erú einnig geymd ým is gömul tæki, sem notuð voru í búrum og útihúsum, svo og jarð- vinnslutæki margs konar. Hafi nokkrum komið til hugar að blaðamaðurinn sem þessar lín- Framhald á síffu 10. mýnd er tekin inni í byggffasafninu, en á henni má sjá ýmsa gamla muni, Bifreiðaverkstæðið STIMPILL Auglýsir Grensásvegi 18 — Sími 37534. STIMPILL Garðastræti 2. — Sími 16770. Höfum opnað mótorverkstæði með fullkomnum vélum og þaulvönum fagmönnum. Endurbyggjum benzín og dieselvélar fljótt og vel. Eigum fyrirliggjandi stimpla í Chevrolet ’55 og Ford ‘55. Eigum fyrirliggjandi mótora í Chevrolet Ford og Jeppa. REYNIÐ SPORTVEIÐIMENN Muniff veiffitækin hjá Hagkvæmt verff. — Góff bílastæffi. okkur. UTANBORÐSMÓTORAR 3 hestöfl 5% 9V2 — 18 — 28 — 40 — Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Gunnar Ásgeirsson h.f. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 9. júnf 1964 $1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.