Alþýðublaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 1
BANASLYS Á MIÐUNUM Reytingsafli, en góðar vonir Reykjavík 11. júní — GO. HELDUR var síldveiðin rýr í nótt og daff. Einung-is '4 bátar höfðu tilkynnt komu sína til Raufarhafnar með 600 — 1100 niál hver. Síldin virðist nú vera að færast fjær landiun, því þess ir bátar voru allir að veiðum 130 — 150 mílur NA af Langancsi. AUar þrær eru nú fleytifullar á Höfninni, en bræðsla hófst í gær kvöldi og gengur vel. Bátarnir eru þessir: Guðbjartur Kristján með 600 mál, Sigurður Bjarnason með 1100, Oddgeir með 800 og Hólmanes með 800. Þrjú skip bíða löndunar, Guðrún GK með 1000 mál, Bára KE meS 300 mál og Sunnutindur með 350 mál. Það hefur verið leiðindaveður í nokkra daga, en alltaf nóg síld, enda er veðrið skömminni til skárra á miðunum en upp við landið. \ Á Siglufirði hafa 11 skip landað í nótt og í dag: Lómur RE með 1120 mál, Pétur Sigurðsson 830, Eldey 980, Viðey 1030. Hjá Rauðku hafa þessi skip landað: Höiga RE 1370 málum, Guðmund ur Péturss 630, Margrét 890, Sig ul-karfi 1216, Straumnes ,ÍS 620, EF ÁFRAMHALD verður á þeirri stefnu í launamálum, sem mörkuð var með samkomulaginu nú í þessum mánuði, má í raun og veru segja, að ný viðhorf hafi skapazt í íslenzkum launamálum, sagði Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra á aðalfundi Kaup- mannasamtakanna í gær. Hann sagði ennfremur: Vonir ættu þá að standa til þess, að árlegar grunnkaupshækkanir verði ekki meiri en svarar til árlegrar fram- leiðniaukningar, þannig að verð- lag innanlands og gengi erlends gjaldeyris ætti að geta haldizt stöðugt um langt tímabil. En þar með væru einmitt fengnar for- sendurnar fyrir því, að hagvöxt- urinn gæti orðið sem örastur og lífskjarabótin sem mest. Jafnframt væri þá fenginn hinn æskilegasti grundvöllur fyrir því að afnema þær hömlur á viðskiptum, sem óvissan, sem siglt hefur í kjölfar ringulreiðarinnar í kaupgjalds og verðlagsmálunum, hefur enn gert nauðsynlegar. Þetta er að mínu- viti meginþýðing launasamkomu- lagsins, sem nú hefur verið gert. Ráðherrann sagði ennfremur: í þessu sambandi er þó rétt að geta mjög mikilvægs atriðis, sem mér vitanlega hefur ekki verið vakin athygli á opinberlega fram til þessa. Þýðing vísitöluákvæð- anna í launasamkomulaginu lýt- ur ekki aðeins því, að kaupgjald launþega á framvegis að breytast í hlutfalli við breytingar á fram- færslukostnaði, þannig að kaup- máttur teknanna sé tryggður, — heldur ekki síður en hinu, að nú- verandi lífskjör ber að tryggja. Á sl. ári hækkaði almennt kaup- gjald um sem svarar 30%. í kjöl- far þess og aukinna framkvæmda sigldi að sjálfsögðu svo nnikiL kaupmáttaraukning, að hjá þvi gat ekki farið, að verulegur halli yrði á greiðsluviðskiptunum við út- lönd, enda varð hallinn mn það bil 250 millj. kr. KaupmáttDrinn innan lands jókst m. ö. o. á sl. ári mun meira en framieiðslu- Frh. á 4. siðu. Hugrún 1200 og Guðmundur Þórðarson hvers aflamagn er ekki vitað. 20 söltunarstöðvar verða starf- ræktar í sumar á Siglufirði, en það er einni færra en í' fyrra. Frh. á 4. síðu. Frá aðalfundi Kaupmannasamtaka íslands (mynd JV.). 45. árg. — Föstudagur 12. júní 1964 — 130. tbl. Reykjavík 11. júní GO. lvar að draga nælonkaðal af spil- BANASLYS varð á síldarmiðun ; kopp og kaðallinn hljóp upp af um í fyrrakvöld. Karl Stefánsson j koppnum og slóst í höfuð Karls háseti á Heimi SU 100 beið bana | með fyrrgreindum afleiðingum, er skipið var að síldveiðum 100 Karl var frá Skriðu í Breiðdal, tvít mílur NA af Langanesi. Slysið bar að með þeim hætti, að Karl ugur piltur og ókvæntur. Atti hins vegar unnustu. SJUSSAR VEITINGAHÚSUM Reykjavík, 11. júní. ALÞÝÐUBLAÐH) hefur haft spurnir af því, að tvö vínveitinga hús hér í borginni, Böðull og Klúbburinn, hafi verið kærð fyrir að vanmæla áfcngi, sem gestum liúsanna er selt. Logi Einarsson, yfirsakadómari staðfesti í viðtali við blaðið í kvöld, að sakadómara- embættinu hefði borizt kæra um þetta atriði, en gat ekki, að svo komu máli fullyrt hvaða hús liefðu verið kærð, eða á hvaða forsendum. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, munu menn frá löggildingarstofu voga og mælitækja hafa farið í tvö fyrr greind veitingahús, Röðul og. Klúbbinn, og mælt nákvæmlega hvort vín væri rétt mælt í glös gesta. Niðurstöður þessarar rann sóknar voru þær, að sumstaðar var sjússinn allt niður í 2,9 senti lítra, en mest mældist einn sjúss 3,5 sentilítrar. Samkvæmt gild- andi reglum skal hver sjúss vera 4 sentilítrar. Þar sem sjússinn var ekki nema 2,9 sentilítrar hefur veitingahús- ið sámkvæmt framansögðu haft fjórða hvern sjúss frian. Talið er að 24 sjússar fáist úr pottflösku af sjenever, þegar rétt er mælt. Sé sjússinn hins vegar ekki hafður nema 3 sentilítrar fær veitingahús ið 32 sjússa úr hverri flösku og dágóðan aukaskilding, sem hvergi kemur fram. Blaðið reyndi að ná tali af for stöðumanni löggildingarstofunnar en hann og annar starfsmaður stofnunarinnar voru þá nýfarnir af landi brott og engar upplýsingar var hægt að fá um málið frá lög gildingarstofunni. Þá hefur blaðið ennfremur frétt, að þjóni á öðru þessara veitinag húsa hafi verið sagt upp eftir fjögurra ára starf og engin ástæða tilgreind fyrir uppsögninni, en hin Frh. á 4. síðu. Eins og fyrr er frá greint áttl slysið sér stað í fyrrakvöld og það sama kvöld eða nóttina eftir meld aði skipstjórinn sig í land með 1000 mál síldar. Ennfremur hringdi hann þá í bæjarfógetaem bættið á Neskaupstað og bað um að sjóréttur yrði settur þar vegna slyssins. Síðan heyrðist ekkert frá bátnum fyrr en í kvöid, að hann kom inn til Neskaupstaðar og síð ast þegar blaðið vissi til vom réttarhöldin í fullum gangi og engar fréttir af þeim að hafa i bráð. Af þessum ástæðum verð ur að taka frásögn okkar af slyo inu með þeim fyrirvara að annað og réttara geti komið fram við réttarhöldin. Hitt er svo annað mál, að full ástæða er nú til að reka á eftir rðglugerð um tilkynningaskyldu fiskibáta og ætti mönnum að vera í fersku minni hvernig fór, þegar Stuðlabergið fórst og enginn vissl neitt um afdrif þess fyrr en nærrl viku of seint. Ennfremur hlýtur það að vera krafa allra að rann- sakað sé hvort ekki sé rétt að láta hleðslureglur vetrarveiðanna gilda (Framhald á 14. síðn). Þjóðin verður að jafna reiðsluhaliann sagði Gylfl 1». Glslson viðskiptamáSaráðherra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.