Alþýðublaðið - 19.06.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.06.1964, Blaðsíða 1
MMMHHHMHimMMIMMH 45. árg. — Föstudagur 19. júní 1964 — 135. tbl. 17. ]Uní SJALDAN hefur meiri mann fjöldi sést á Armarhóli en 17. júní á tuttugru ára afmæli Iýðveldisins. Myndin hér að ofan sannar það glögrgt. Sjá fleiri myndir í opnu. Allar þrær að fyll- fyrir Reykjavík, 18. júní. — IIKG. SÍLDVEIÐI var ágæt aðfaranótt 17. júní. Margir bátar komu með góðan afla til Austfjarðarhafna í gær, — en í nótt var bræla á mið- unum. í dag lygndi og eru taldar góðar veiðihorfur í nótt. Á Seyð- isfirði, Norðfirði og Iíklega Fá- skrúðsfirði eru allar þrær að verða fullar. Frá Raufarhöfn bárust þær frétt- 1r í dag, að aðfaranótt 17. júní hefðu margir bátar fengið ágæt- an afla á Glettinganesflaki — og þar í kring 16-40 mílur frá landi. Vitað var um einn bát, sem kast- aði í gærkvöldi en fékk ekki neitt. Þá var komin bræla á miðin og flestir bátanna, sem einhvern slatta höfðu fengið, snúnir til hafn- ar, hinir létu reka. Löndun var á öllum Austfjarðahöfnum frá Vópnafirði til Breiðdalsvíkur. 34 skip lönduðu á Seyðisfirði í gær 21.000 málum. Allar þrær eru orðnar fullar þar. Eftirtaldir 11 bátar komu mcð afla sinn til Eskifjarðar um há- degi í gær. Seley SU með 1000 mál, Stein- grímur trölli með 800 mál, Vonin (Frambald á 13. siðu). Farþegi á GuEI- fossi drukknar Reykjavík, 18. júní. — GG. SÁ hryggilegi atburður gerðist í nótt, er leið, að ungur stúdent og ritliöfundur, Ari Jósefsson frá Blönduósi, féll útbyrðis af m.s. Gullfossi og drukknaði. Var Ari að koma heim eftir veturlanga dvöl í Rúmeniu, þar sem hann lagði stund á háskólanám í róm- önskum fræðum. Annar ungur maður varð var við slysið og gerði þegar í stað BANASLYS Reykjavik, 18. júní — KG AÐFARANÓTT sunnudags varð banaslys í Melasveit. Volkswag- en-bifreið fór út af veginum skammt frá Skorholti. Ökumaður inn slapp ómeiddur, en tveir far- þegar, sem með honum voru í bif reiðinni, slösuðust. Annar hand- leggsbrotnaði, en hin slasaðist lífs hættulega og lézt á sjúkrahúsinu í gær. Hann hét Óskar Halldórsson, 24 ára gamall piltur frá Akranesi. Grunur leikur á, að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. viðvart á stjórnpalli, auk þess semí bjarghring var þegar varpað út- byrðis. Skipið snéri þegar við og var siglt um svæðið á annan klukkutíma en allt kom fyrir ekki. Slysið varð kl. 1,40 I nótt, um klukkutíma eftir að skipið hafði siglt fram hjá Vcstmanna- eyjum. ARI JÓSEFSSON Tækniskóli tekur til starfa nú í haust ÞATTUR íþróttafólks í til- efni 20 ára afmælis hins ís- lenzka lýðveldis fór fram á Laugardalsvellinum. Keppt var í frjálsum íþróttum og sýningar fóru fram. — Hér sjást fimleikastúlkur úr Ár- manni í vandasamri æfihgu. Sjá nánar á íþróttasíðu, bls. 10. Ljósm.: Ragnar Snæfells. Reykjavík, 19. júní. — KG. NÚ ERU hafnar framkvæmdir við viðbótarbyggingu við Vélskólann og er það gert vegna Tækniskóla Islands, sem taka á til starfa næsta haust. Verður Tækniskól- inn fjögurra ára skóli. auk þess, sem gert er ráð fyrir því að þeir, sem í skólann komi, stimdi fyrst verklegt nám í tvö ár að loknu gagnfræðaprófi. Er ráð fyrir því gert, að skól- anum verði skipt í fyrri og seinni hluta og tekur hvor þeirra tvö ár. Fyrst um sinn starfar aðeins fyrri hlutinn, þar sem veitt er sama kennsla fyrir allar greinar, en haft mun samkomulag við tækni- skóla á. Norðurlöndum að þeir taki gild fyrrihlutapróf héðan, þannig að nemendur geti lokið námi þar. Þó má búast við að fyrsta sérdeild- in taki til starfa eftir tvö ár, þann- ig að þeir, sem nú hefja nám og taka svó það sérnám, ættu að geta lokið námi hér. Ekki er ákveðið hvaða deild það verður, en lík- lega verður það byggingarfræði. Af öðrum greinum, sem telja má líklegt að fljótlega verði teknar * Frh. á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.