Alþýðublaðið - 25.06.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.06.1964, Blaðsíða 1
44. árg. — Fimmtudagur 25. júní 1964 — 140. tbl. Aukin neyzla próteín- ríkrar fæðu nauðsynleg / vanþróuðu ríkjunum Reykjavík, 24. júní — HP. NORRÆNU fiskimálaráðstefn- unni var lialdi'ð áfram í morgrun. Nú er skammt milli stórra listviðburða í Reykjavík. Danir, Svíar og Norðmenn fá Krústjov, en við fáum tengúason hans og Kiev-ballettinn. Miðasala hófst í Þjóðleik- húsinu í gær og var löng biðröð, eins og myndin sýnir. Hófst Iiún kl. 10 f.h. en þá flut i Carl Lindskog, forstjóri frá Sví- þjóð, erindi um aðstoð við vanþró uðu löndin »■ á sviði fiskveiða. Danski fiskimálaráðherrann, A. C. Normann, var í forsæti á ráðstefn j unni í morgun. Fyrirhugað hafði verið, að fulitrúarnir sigldu upp í Hvalf jörð síðdegis í dag- og skoð uðu hvalstöðina, en hætt var við ferðalagið og þess í stað sýndar kvikmyndir frá íslandi í hátiðar- sal Háskólans. Carl Lindskog kvaðst við annað tækifæri hafa bent á, hve nær- ingarefni, sem rík væru að pró- teini, væru mikilvæg fyrir heilsu manna, en fiskur og sjávarafurðir eru einmitt sérstaklega auðug að próteini. Væri enginn efi á því, að í hafinu og hráefnum, sem úr því fengjust, væri mikið próteínmagn, sem enn væri ónotað. Víða í van þróuðu löndunum rikti þó næring arskortur, og íbúa þeirra skorti umfram allt próteín. Benti hann á, að einn óhugnanlegasti sjúk- dómur, sem þar fyrirfyndist, væri kwashiorkor, sem einkum stafaði af próteínskorti. Yrði ekki ráðin bót á þessu, fyrr en íbúar þessara Frh. á 4. síðu. Lögreglan óskar eftir upplýsingum Reykjavík, 24. júní. — KG. EKIÐ var á gráa Taunusbifreið árgerð 1963, númer R 328 á tfma- bilinu 8-19.15 í gær. Skf mmdist bifreiðin verulega við áreksturinn og eru allir þeir, sem upplýsing- ar geta gefið um áreksturinn, beðnir að snúa sér til umferðar- deildar rannsóknarlögreglunnar hið fyrsta. TOGARALANDANIR ERFIÐ- AR VEGNA MANNEKLU Fyrsta íslandsmót barþjóna fór fram að Ilótel Sögu í gær. Valdir dómarar, þar á meðal fagrar konur, supu á gómsætum kokkteilum, vöfðu þeim um tunguna — og spýttu þeim út. Sjá grein á baksíðu um úrslit keppainnar. Á fösludagskvöld hefst á Laugardalsvelli Norðurlandamót kvenna í handknattleik. Yfir 80 þróttmiklar stúlkur koma hingað frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi ag keppa innbyrðis og við okkar stúlkur, sem æfa ‘af kappi. Átuskilyrðin góð fyrir Austurlandi Reykjavík, 24. júní. — AÐ DÓMI íslenzkra. norskra og rússneskra fiskifræðinga er út- lit fyrir að síldveiði verði góð fyrir Austurlandi í sumar, en þar er þegar verulegt síldarmagn kom ið á miöin. Fyrir Norðurlandi eru horfurnar ekki taldar eins góðar, en of snemmt er þó talið að slá nokkru föstu, því enn er skammt liðið á veiðitímann. Fundi íslenzkra, norskra og rússneskra fiskifræðinga lauk á Seyðisfirði í gærkvöldi og var að honum loknum gefin út skýrsla um árangur rannsókn- anna. Fund fiskifræðinganna sátu fyrir hönd íslendinga þeir Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, seni var leiðangursstjóri á Ægi, Ingvar Hallgrímsson, fiskifræðingur og Svend Aage Malmberg, haffræð- ingur. Það kemur fram í skýrslu vís- indamannanna, að. sjávarhitinn á þeim slóðum, sem leiðangurinn kannaði, þ.e.a.s. út af Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi, er nú einu stigi hærri en í meðalárl. Mjög lítil áta er á grunnmið- um fyrir Norðurlandi, en aðalátu- magnið hins vegar á djúpmiðum langt undan landi, Vart varð við allmikið af fiskseiðum, aðallega loðnu fyrir Norðurlandi, og er það ekki talið gott, þar eð sfldin þétt- ist síður i torfur þar sem síli er. Fyrir Austurlandi er aðal- átusvæðlð hins vegar miklum mun nær landi. Mjög lítið síldarmagn fannst nú á vestursvæðinu eins og varð raunin í fyrra. Norska sildin, sem að austan kemur kom nú á mjög Framh. á 13. síðu. Reykjavík, 24. júní. — KG. SAMKVÆMT upplýsingum frá Togaraafgreiðslunni er það nú nokkurt vandamál að fá fólk til þess að starfa við losun togaranna. Til dæmis þurftl aö losa tvo tog- ara samtímis fyrir skömmu og var þá ekki hægt að fá fleira fólk en svo, að rétt hefði nægt fyrir ann- að skipið. Annars hefur afli verið tregur undahfarna daga. Egill Skalla- grímsson kom nýlega með um 160 tonn, Hallveig Fróðadóttir fer á veiðar á morgun en hún kom með 130 tonn. í síðustu viku glæddist aflinn nokkuð við Grænland og þá kom meðal annars Sigurður með 320 tonn. Sölukvótinn í Bretlandi fyrir þennan mánuð mun nú vera full- ur og verða því ekki fleiri land- anir þar í bili. TREG V Reykjavík, 24. júní. — HKG. SÍLDVEIÐI gekk fremur tregt síðastliðinn sólarhring, enda þótt veðnr væri allgott á miðunum. — Síldarleitin á Raufarhöfn veitti blaðinu þær upplýsingar í dag, að griðarmikið hefði fundizt af sild, en hún stæði djúpt og væri mjög stygg. Eftirtalin skip tilkynntu um afla sinn í nótt til Raufarhafnar: Snæfell'með 1100 mál, Jón Finns- son með 1300 mál, Helga RE með 1100 mál, — og í dag tilkynntu þessi skip um afla sinn til Rauf- arhafnar: Gullfaxi með 750 mál, Sigurvon með 1150 mál, Faxi með 1250 mál, Skarðsvík með 1150 mál. Þessi skip fengu afla sinn á sömu slóðum og undanfarna daga þ. e. á Glettinganessflaki og líka fyrir norðan og sunnan, norður í Héraðsflóa og suður af Reyðar- fjarðardýpi. Frá Eskifirði bárust þær fregnir í dag, að eftirtalin skip hefðu komið þangað með afla sinn frá því um hádegi í gær: Gísli lóðs með 500 mál, Blíðfari með 350 mál, Akurey með 200 mál, Auð- unn með 750 mál. Þessi skip fá losun seinni part- inn í nótt — en sökum brælunn- ar, sem var á miðunum í fyrri- nótt, losnaði nokkurt þróarpláss á Austfjarðaliöfnum, þar sem ann ars hefur verið löng bið. * ~ Frh. á 14. síðu. Valkyrjan tekur viö ðf Draug Aalesund, 24. júní. (NTB). Herskipið ’ VALKYRJAN á að taka við eftirlitsstörfum á síld- armiðunum við ísland af Draug, sem koma þarf heim til viögerðir vegna strandsins á Siglufirði, seg- ir Sunnmörposten. Lcggur VAli- KYRJAN af stað frá Bergen til Siglufjarðar á fimmtudsg og. á að taka ýmsan búnað úr Draug.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.