Vestri

Tölublað

Vestri - 18.01.1908, Blaðsíða 2

Vestri - 18.01.1908, Blaðsíða 2
43 VESTRÍ. 13- Vetrarbrautin. Tí mar it með því nafni er byrjað að koma út hér í bænum. í fyrsta heftinu, sem nú er komið út, eru 7 kvæði eftir Guðm. Guðmundsson, 8 kvæði eftir Lárus Thorarensen, tvær ágætar sögur þýddar af Guðm. Guðmundssyni, ritgerð eftir Lárus Thorarensen, 8 þjóð- sögur og nokkrar skrítlur. Er því efnið bæði fjölbreytilegt og skemtilegt. Tímariti þessu er ætlað að koma út í heftum 2—4 sinnum á vetri og kestar hvert hefti 50 aura' fyrir fasta kaupendur, en í lausa- sölu 60 aur*. Tímaritið fsest í bókaverzlun ,Vestra‘ *g er sent burðargjalds- frítt hvert sem óskað er, en bergun fyrir hvert hefti verður að fylgja pöntun. Duglegir og áreiðanlegir út- sölumenn óskast, gegn venju- legum sölulaunum. leg einungis í læknisfrœði, iðnaði og vísindálegu augnamiði. 3. gr. Tilbúningur og inn- flutningur á efnum, er innihálda áfengi, er öskorinn réttur ríkis- ins og er ekki hœgt að veita öðr- um þennan rétt. 4. gr. er um, hvernig «igi að haga áfengistilbúningi ríkisins og í 5. gr. er um hverjum megi selja áfengið frá ríkinu. Það má selja það a. lyfjabúðum, sjúkrahúsum og vísindalegum félögum, en rétt til að fá áfengið verða hlutaðeigendur að fá hjá senatinu. b. iðnaðarfyrirtækjum, t. d. þeim, er búa til fernís, eter, tann> hár, húð- og ilm vötn 0. fl. Þó má áfengisstyrkleikinn þá eigi vera minni en 50°/0 eftir rúm- hlutfalli og eigi má selja minna en 100 lítra í einu. Efni, er innihalda áíengi og hafa verið ónýtt til. drykkjar, selur ríkið eftir reglum er síðaú verða gefnar — af senatinu. Ekki má selja neinum meira en 20 grömm af áfengi í einu í lyfjabúðum og læknaskipun þarf í hvert sinn. Hegningar eru allharðar — þó ekki um of. Sá er býr til, selur eða býður áfengi, fær í.fyrsta sinn að miusta kosti 100 marka sekt, en í annað sinn að minsta kosti 3 mánaða fangeisi, og sé brotið oft verður hegningin — hæðsta hegning fangelsisvinna — seru' míssir — í þrjú ár. Minni lilutinn í nefndinni var á móti ýmsum greinum iaganna. Lannig voru 4 á móti því, að skipa ríkinu að setja á íót brugghús, og einn vildi hafa áfengisatyrkleikann nokkru hærri, 21/s°/o af víninu en 7% á maltdryknum, en tveir voru að fullu og öllu á mót.i lögunum og vildu láta fella þau. Umræður urðu miklar um þau á landdegin. um. Síðast er þau voru til um ræðu stóðu umræðurnar yflr í 8 stundir. Allir jafnaðarmenn og ungfinnar er tóku til máls voru með lögunum, en nokkrir, einkum af sænska flokknum, töluðu á móti þeim. Uinræðunum lauk svo, að lögin voru samþykt með miklum at- kvæðamun og afgreidd sem lö? frá landdeginum. En nú vantar samþykki Rússa keisara, en vonandi fæst það. Heill og heiður sé Finnum fyrir dugnað þeirra. Vonandi að flairi þjóðir beri gæfu til þess- að feta í fótspor þeirra. Skrifitofa stórstúku Íslínds 22/i2 ’07. Pétur Zóplwníasson, t g. koan. [Eftir „Templar."] Mútur og kosningasvik í Ameríku. Hve mikið er ekki oft látið af frelsinu í Ameríku. En þeir, sem sliku halda fram, eru þar lítið kunnugir. Þeir vita 'það ekki, að þar er það dollarinn, eða peningarnir, sem hata atkvæðis- réttinn. Sá, sem getur lagt mest af þeim í sölurnar, er ávalt viss um sigur. Kosningar í Ameríku kosta ávalt feykimikið fé. Fyrst eru nauðsynleg útgjöld til blaða- agenta, umferðaræðumanna, skrifta, auglýsinga, flugríta, flögg, skraut, ræðustólar, húsaleiga o. s. frv. Við síðasta forsetaval var kostað til brjóstnála, hnappa og fleiri smáhluta með myndum af forsetaefnunum 370 þús. kr. í stórbæum keyrir kostnaðurinn alveg fram úr hófi. Ræðumenn- irnir ferðast um i kerrum og fá í kaup 10 -35 kr- fyrir kvöláið. Túðrafélög eru leigð til að draga fólkið að og hverjum manni borgaðar 22 kr. á kvöldi. Blys og skraut kostar ógrynni fjár og mótorvagnar eru leigðir til að aka höltum og vönuðum á kjörstaðina. Skuggamyndasýn- ingar eru haldnar kvöld eftir kvöld ókeypis og þar sýndar allskonar myndir af keppinaut- unura. Við borgarstjórakosning- arnarí New-York 1903 var kostað til fána og vimpla með myndum af keppinautunum 270 þús. kr. Burðargjald undir flugrit o. fl. var 150 þús. kr. Síðustu vikuna fyrir kosninguna voru borgaðar 3500 kr. i húsaleigu til fundarhalda. Mörgum þúsundum króna er varið til að halda menu á kosningastotunum til að gæta þess.að kjósendurflokksins greiði atkvæði eins og þeir eiga að gera. Til þessa eru valdir menn, sem hafa sérstakt lag á að hafa áhrif, og kaup þeirra er svo mikið, að þeir geta vel hvílt sig til næstu kosninga og haft nóg til að bíta og brenna. Allir, sem eitthvað hjálpa til við kosningar, telja sjálfsagt, að fá það marg borgað, og það þykir sjálfsagt að hremma svo mikið af ætinu sem hægt er. — Það er >heið- arlegur þjófnaður.< Við síðustu borgarstjórakosningar í Greater New-York eins og borgin er neínd eftir stækkuuina, lögðu flokkarnir 2960000 kr. (naerri þrjár miijónir) í kostnað, og þó kvörtuðu þeir, seni mest störfuðu við kosning arnar, um, að alt af hefði skort peninga til að gera eitthvað að gagni. Tammany Hall heitir félag eitt í New-York, sem starfar við allar kosningar og hefir um langt skeið halt þær og alt annað borginni viðkomandi á valdi sínu. Hvað eltir annað hefir verið reynt, að reisa rönd við ráðríki þess, en aldrei tekist. Þettu félag hefir gert mútur og kosningasvik að atvinnugrein sinni. Fyrir- komulag þess er alleinkennilegt. Formaður ber ekki ábyrgð fyrir neinum, en er voldugri en nokkur annar einvaldur. Til skams tíma hefir formaður þess verið Irlend- ingur einn, Croker að nafni. Aður en hann varð formaður var hann að eins óbreyttur múrari. En eptir það ge.rði hann aldrei neitt, keypti sér skrauthýsi í New-York, lystigarð upp í sveit, skemtiskip fyrir landi og hélt veðhlaupahesta í London. Synir hans voru líka í embætti. Og þó einn þeirra væri á ferðalagi um England ix/2 ár hirti hann laun sin fyrir því. Þessar stórsummur, sem til kosningaana ganga koma auðvit- að mest frá þeim, sem hyggjast að vinna fjárœunalega við úrslit þeirra. Menn kasta ekki út slíku fé án þess að fá það aftur. Sannfæring og flokksákafi er engum svo mikið áhugamál, að hann leggi stórfé í sölurnar. T. d. má geta þess. að lítið járn- brautarfélag í New-York borgar Tammany Iiall árlega 18 þús. kr. í fyrra þurfti það að fá leyfi til að leggja braut yfir götu í útjaðri ba^jarins og Tamany Hall félagið útvegaði því leyfið en tók 100 þús. kr. fyrir ómak sitt. >Ef við hefðum ekki verið gamlir viðskiptavinir þess hefðum við orðið að borga 200 þús. kr.,< sagði form. járnbrautarfélagsins Sumir hyggnir fjáraflamenn styðja báða flokka, svo þeir séu óhultir hver sem vinnur. Járn brautarfélagið íPensylvaniu mátti árum saman borga mestan hluta af kosningakostnaði ,demokrata‘ og .rebublikana* i fylkinu New- Jersey, því flokkarnir voru svo jafnir, að ekki varð fyrirfram á milli séð. F.n áríð 1896 mistu ,denokratarnir‘ alt fylgi og síðan hafa þeir ekki fengið einn eyri frá járnbrautarfélaginu. Svo eru tillögin frá keppinaut- unum ekkert smáræði. Tammany Hall hefir ákveðinn taxta yfir tiHÖg, sem félagið væntir frá þeim, er það styður til opinberra starfa. Hæstaréttai dómari á að borga eins árs laun, 64 þús. kr. Maður sá, sem staðan er ætluð, er látinn skilja, að hann verði valinn gegn þessu tiliagi og þyki honum það mikið er honum bent á, a# hann sé valinn til 14 ára °fer Vi4 efclíl mikið. Auk þess ákreður Taiumany Hall hve mikinn hlut það skuli hafa at >offrum< þeim, er hrer maður fær stöðu sinnar vegna. Hinum smærri starfsmönnum er heldur ekki gleymt. Ef skrifarinn á opinberri skrifstofu ekki sendir sitt mánaðarlega tillag er hann óðar heimsóttur af síðklæddum >erfiðismanni,< sem lætur hann skilja, að varlegra sé, að senda tillagið ef hann vilji halda stölu sinni. >Hlýðni er nauðsynleg,< segir Tammany Hall. Brunaliðsstjóri einn vildiekkiborga mánaðartillag sitt. Hann var fluttur 14 sinnum áður en árið var úti, en þá var hann búinn að fá nóg af því og borgaði tillagið. Málíærslumaður einn sagði sig úr félaginu og hætti að borga tiilag siit, sem hafði verið 180 kr. Viku síðar fékk hann brét frá verkfræðingi bæjarins, sem skýrði honum frá, að húsið hans stæði ir/2 þuml. út á götuna. Máifærslumaðuritin skildi hvað til stóð, s«ndi tillag sitt og bað um upptöku aftur, ©g eftir það var málinu ekki hreyft framar. Séu kosningaúrslitin einhver- staðar óviss er fólk á síðasta augnabliki leigt til að greiða atkvæði. Beri einhver á móti, að viðkomendur hafi kosningarrétt eru tvö >áreiðanleg< vitni látin votta undir eiðstilboð, uð þessir kjósend«r séu þeir, sem þeir þykjast vera. í einum bæjarhluta i New-York greiddu nýlega atkvæði 17 tugthúslimir, 11 menn, sem voru á geðveikrafiæl og 5 dauðir. Og allir kusu þeir eins og Tammany Hall óskaðj. t>að heyrast oft neyðaróp um þ*ð í Ameríku, að allir dómarar og aðrir embættismenn, sem kosnir eru, séu keyptir í embætti og afgerlega í klóm kosningafélag- anna. En á því hefir engin bót orðið ráðin. Þegar Roosevelt var valinn forseti síðast kostaði kosning hans um 40 milj. kr. Fréttir frá útiöndum. Eftir skýrslum frá Rússlandi hefir herdómurinn þar tvö síðastl. ár dæmt 3861 menn til dauða. Af þeim hafa 2924 verið líflátnir. A sama tíma hata 3873 menn verið sendir til þrælkuuar í námunuH* í Síberiu. Mac Clintoc, heimskautafarinn enski, er nýlega látinn 88 ára gamall. Natnkendust er ferð

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.