Vestri


Vestri - 28.04.1915, Blaðsíða 1

Vestri - 28.04.1915, Blaðsíða 1
llitstj.: KrlBtfán Jónsson frá Garðsstöðum. V i . XIV. árg. /SAFJÖRÐUR. 28. APRÍL 1915 Bruninn mikli i Reykjavík. 16. bl. ______•______ ,1 : , Símlregnir 18 hús brenna í miðbsenum. 2 menn brenna Inni. Effcir hraðsímfcali við Reykjavík 25. npríl kl. 1120 f- h. í nólt kl. 3,lr’ kom upp eldui i Hótel Reykjavík, sem brann til kaldra kola á x/a klsfc. Faðan færðist. eldurinn i Yöruhús Th. Thor- bteinssonar, er sfcóð rétt við Hótel Reykjavík; brann það einnig á áugabragði. Auk þess brunnu við Pósthússtræti hús Miljónafélagsins (Qodthaab), og áttu umboðssalarnir Nathan & Olsen þar miklar vöru' birgðir, og hús Herdisar Benedikisen. Far rak verslun Hjálmar Guð* mundsson, og einnig var þar conditori. Hinumegin Austurstrætis braDn: Landsbankinn, sem einkum brann mikið að ofan og svo afgreiðslustofurnar niðri. Peninga- og ákjalaskápar sagðir litið eða ekkert skemdir, og líklegt að gert verði við húsið. Skrifstofur Nafc.han & Olsen og Edinborgarverslun. Við HafDarstræti brann Ingólfshvoll; brann húsið einkum mikið aðofan. Verslun Gunnars Gunnarssonar brann einnig og stórt geymslu- hús utanvert við. Auk þess brann fjöidi skúra. Alls brunnu 10 hús fyrir utan pakkhús. 2 ruenn brunnu inni. Annar Quðjón Sigurðsson úrsmiður, er brann inni i húsi sinu „Ingólfshvoli". Hafði hann verið kominn út, én farið aftur inn í húsið. Hinn maðurinn héfc Runólfur og var vinnumaður á Hótel Reykjavík. Nú er búið að stöðva svo eldinn, að hann mun ekki fá frekari úlbreiðalu. Enn ekkí hægt að segja neitfc um hið gífurlega eienatjón. t Hótel Reykjavík stóð brúðkaup í gæikveldi. Voru þar gefin Mr. Hobbs og dóttir Helga kaupm. Zoega. Veislugestirnir fóru kl. 2 og var þá ekki orðið varfc, við eldinn. 27 apríl. ííánara um bruuann inikia í Rvík. Hús þau er brunnu voru trygð fyrir 265 þús. kr. Auk þess var Landsbankinn trygður fyrir 88 þús. kr og Ingólfshvoll fyrir 78 þús. kr. Af tryggingarfjárhæð einsfcakra manna má geta þessa: Egill Jacobsen fyrir 50 þús. kr. Hjá honum tókst að ná út peningask pnum og björgúöust þannig fyrirliggjandi peningar og verslunarbækur allar, perna dagbók (kladdi). — Gunnar Gunnarsson fyrir 20 þús. kr.; þaðan bjargaðist ekkert. — Kjötbúðin (Milner & Fredriksen) fyrir 5 þús. kr. — JJjálmar Guðmundsson fyrir 3 þús. kr. — Th. Thorsteinsson fyrir 95 þús. kr. Öll skjöl á breska konsúlatinu brunnu. Einnig brann mikið af Skiölum á hafnarskrifstofu Kirks verkfræðings, en nokkru varð bjargað. Eimskipafélagið misti 011 sín skjöl, en litið hafði þar verið af peu- ingum, nema 600 kr. sem Nielsen framkv.sfcj. átti sjálfur, og hafði tekisfc að lesa Dúmer flestra seðlanna með vottum, svo sjálfsagt er talið að þeir fáist endurgreiddir. Eimskipafélagið verður þó fyrir nokkru tjóni. Frú Margrét Zoega hafði alla innanhúsmuni sina í Hotel Reykjavik óvátrygða. Er þvi skaði hennar afarmikill. Ýmsir aðnr hafa og mist óvátrygðar eigDÍr, og mun það tjón nema samtals 70—80 þús. kr. Ails er talið að skaði við brunnann muni nema frá 1 milj. og 200 þús. kr. til U/j milj. kr. Próf út af brunanum byrjuðu i dag. Haldið að kviknaði haíi í við gassprengingu. Melra um brunann. Bruninn f Reykjavik er mesti bruni er sögur fara af hér á lar.di. Um upptök eldsius er ekki íulli kunnugt, en allar líkur eru taldar til að kviknað hafi af gasspreng> ingu i Hótel Reykjavik, en þar gaus eldurinn upp kiukkau rúmL 3 um nóttina. Fuðraði húsið upp á örstuttum tima, sumir segja kl.stund. Hótel Reykjavík var eitt at stærstu húsum i Rvík, og mjög fullkomið að húsgögnura. Húsið var reist 1905 Átast við þnð hatði Finar skáld Benediktsson 25. apríl. Kúmenar hafa favið með ber inn í Transylvaníu og bannað alla vistaflutninga til Austurrikis. Franskir og belgiskir. tlugmenn skutu niður 6 þýskar flugvélav síðustu viku. Bandamenn vinna á á báðum vígvöliunum. Rússar halda stöðvum sínum í Karpatafjölluin. Miki'l óttiM Austurríki yfii því að ítalir muni þá og þegar lenda í ófriðinum, og matvælaskoilur í landinu, einkum í Vínarbotg. • 27. apríl Opinber tilkynning, London 26. apríl: í gær var af tlota og her endurnýjuð ásókn hafin við Hellusund. Um nóttina var byrjað að flytja lið á land á Gallipóliskaga, og þrátt fyrir það, að óvinirnir höfðu búið um sig í skotgryijum og ineð gadda- vírsgirðingum, hepnaðist landfiul.ningurinn, með aðstoð herskipanna, ágætiega. Pað ev enn haldið áfvam að flytja lið á land með besta árangvi. G u 11 f 0 s s nýfarinn til Vesturheims. Enska hevskipið sein kom inn eftir 4 kist. reist stórt hús tyrir fáum árum, er Vöruhúsið nefndist. Hafði Th. Thorsteinsson kaupm. þav stóra veinaðarvöruverslun niðri og hafði einnig tekið efri hæð húss1 ins á leigu og ætlaði að greina I sundur vefnaðarvörudeildina. Við gaflinn á Hótel Reykjavík (ofar við Austurstræti) stóð hús Herdísar heit. Benediktsen. Þar verslaði Hjálmar Guðmundsson frá Flatey niðri og brauðsölubúð var þar einnig. Uppi hafði Andrés Guðmundsson umboðsali skrifstotu. Það brann til ösku. Næsta hús við Herdísarhús er ísafoldarprentsniiðjan, sem varð varin. Við Pósthússtræti, gegnt Vöru* húsinu, brunnu 2 hús er Miljóna- félagið átti. Voru þau lítil og óáiitleg og engin borgarprýði að þeim. Neðan við Austurstræti var fyrst Landsbankinn andspænis Hótel Reykjavik. Húsið var, eins og kunnugt er, úr steini, nema þak og hurðir og svo innviðir. Efri hæð bankans brann alveg Og atgreiðslustofurnar niðri að mestu. Einkaherbergi banka- stjóranna óskemd. Mikið at skjölum og eyðublöðum, sem var á lausum kjala í afgreiðslustofi unni, varð eldinum að bráð. En bækur og peningar, i múrhvelfing- unum óskemt. Bankastjórnin hefir þegar fiutt í nýja pósthúsið. En að sjálfsögðu verður gert við Landsbankahúsið. Við enda Landsbankans innar í Austurstræti stóð hús er versl. Edinborg átti. Hafði F.gillkaupm, á Rvikurhöfn 25j þ. m| fór aftur Jacobsen þar vefnaðarvöruversl. niðri, en Nathan & Olsen skrif- stofur á fyrsta lofti. Innar ( Austurstræti náði elds' voðinn ekki. Að baki þess húss (við Halnarstræti) var núverandi verslunarhús Edinborgar. Leiri vöru og vefnaðarvöruverslun niðri og skritstofa innaf. Uppi skrif* stofa ræðismanns Breta, og skrii- stofa Eimskipafélagsins. Við Hatnarstræd brann ennfr. sölubúð og íbúðarhús Gunnars kaupm. Gunnarssonar og ofan af Ingóltshvoii og auk þess geymslu- hús nokkur og skúrir. Guðjón Sigurðsson úrsm. hatði tarið inn í hús sitt eftir að kviknað var í en kafnaði í herbergjum sínum. Brunaliðið náði honum út en lífgunartilraunir reyndust árangurslausar. t húsi Gunnars Gunnarsonar t i Iagólíshvoli komst fólk með naumindum út, fáklætt. í hinum húsunum var engin íbúð nema á Hótel Reykjavík, en þar var fólk á ferli, Ekki er hægt að segja með vissu um skaðann hjá húsoigend' unum. Húsin voru fremur lágt vátrygð og eins vörubirgðir. Peningaskápar höfðu og alger* lega eyðilagst í eldinum og þar með auðvitað höfuðbækur, og er skaðinn ómetanlegur. Höiðu skápar þessir, sem taldir etu eldtraustir, lagst samar eins og blýstykki. Þannig hafði Eim* skipafélagið nýlega keypt sér stóran og vandaðan eldtraustán skáp, um 1000 kr. virði, að 3ognf er gereyðilagðist ásamt öllu, sem í houum var. Þar á meðal skráro yfir hluthafa m. m., svo það félag; þiður afarmikið tjó.i.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.