Alþýðublaðið - 22.04.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.04.1965, Blaðsíða 5
Þriflegar matróuur selja klúta og minjagripi á sögusýningunni í Leipzigr. SLÖNGULOKKUÐ Gretchen I brúsandi fjósakonupilsi, með tælandi spékoppa og þokkafullan líkamsburð hellti í glðs kaup- stefnugesta, rauðum glitrandi vínum af óvissum uppruna. — Goethe trónaði á fótstalli uppi yfir og íét sér fátt um finnast marglæti ástkonu sinnar fornr- ar. Hún, sem áður var ástkona og einkabrynnir hans sjálfs, var nú fjolluð og fordjörfuð á kaup- mangaratorgi borgarinnar, þar sem Dimitroff reifst heiftúðlega við Herman Göring út af þing- hússbrunanum í Berlín meira en heilli öld eftir að allt var og hét. . . J>ú olnbogar þig gegnum múg- Inn í Heinstrasse, eða Peter- strasse, þangað til þú kemur að gamla ráðhúsinu. Bílaumferð er ekki til trafala gangandi fólki og á torginu er nægt olnbogarými. Þú lítur á gamla Messe-amt-hús- ið, sem brosir glaðlega fram á plássið með nýuppbyggðri fak- ödu sinni og þú sérð, að fólkið stefnir einn veg: Undir gamla ráðhúsið inn í dularfulla skugga- sælu, þar sem hvorki fellur snjór eða gnauðar frostkaldur vindur. Þú fylgist með inn í for- tíðina og allt í einu er ártalið 1820. *’ Fyrir 145 árum var öðruvísi nm að litast í Leipzig, en í marz mánuði síðastliðnum. Kavalérar á hvítum brókum og bláum vest- um, krýndir Napóleönshöttum, sprönguðu um torgin og gerðu spekálur við dömurnar. ' Þarna er mikil hvíld að koma, þrátt fyrir að fólksmergðin er þar ekki hvað minnst. Kostuleg lúðrasveit situr á upphækkaðri tunnu öðrum megin á frumstæðri senu og spilar marza, uppáhalds- tónlist allra sannra Þjóðverja. — Maður sér líka hvernig lyfting- urinn grasserar í kríkimum á innfæddum, þegar þeir ráfa milli söluskýlanna. Það er heldur ekki laust við að maður finni sjálfur léttan fiðring í kropp og krik- um, þrátt fyrir alla lieimanfærða fordóma gegn hergöngulögum. Hinum megin við senuna er önnur upphækkuð tunna. Þar er kynningarstaðurinn. Stórvirðu- legur maður með pípuhatt, svart silkislifsi og barta niður undir hökubrodd, hringir eins konar kúabjöllu og kynnir næsta atriði. Þau reka hvert annað og maður verður að tylla sér á tær, teygja fram álkuna og sveigja sig eftir því hvernig fólkið gengur fyrir sjónlínuna. Svo skilur maður ekki nokkurn skapaðan hlut, sem gerir raunar ekkert til, því að þarna ræður andrúmsloft gömlu kabarettanna og rjómatertufars- anna, sem dóu út með kvikmynd- um, sjónvarpi og útvarpi. Tradi- tion leikanna byggist á því, að áður fyrr varð að leika fyrir allra þjóða kaupmenn og farand- fólk burt séð frá þvi, hvort það skildi þýzku eða ekki. Þessvegna er látbragsleikurinn í fyrirrúmi. ‘ Við bakið á þér er inngangur- inn £• Burgkeller. Fyrirtæki, sem hægt er að þefa uppi í hverri þýzkri borg, sem vill bera nafn með rentu. Þangað ætti hins veg- ar enginn að voga sér í kaup- stefnutíð, nema Iiann hafi ráð yfir tröllkonunum frægu, sem Napóleon III. lét ryðja fyrir sig götur Parisarborgar, áður en hann fór að stríða. í skýlinu, þar sem seldir eru heitir drykkir, stendur matrónu- legur kvenmaður og svitinn bog- ar af henni; holdafarið er meira en í meðallagi og skósíð pilsin myndu sem hægast þekja meðal- stóra broddborgarastofu uppi á íslandi, ef þeim væri flett sund- ur. Hjá henni fær maður grogg og af því hlýnar manni svo vel. Það er ekki til neins að spyrja mig um næturlifið í. Leipzig. Þar eru aðrir mér fróðari. Ekki þar fyrir að mig hafi vantað viljann að kynnast þvi. Það voru bara svo margir, sem voru ívið viljasterk- ari en ég og þegar slíkir ná töl- unni 700 þúsund eða meir, verð- ur einhver að lúffa. Þó komumst' við í Auerbachs-keller eina nótt. Bjórstofan var yfirfull, en við fengum pláss við borð í gamla kjallaranum, þar sem Faust reið tunnunni — og viti menn: Tunn- an er þarna ennþá, reyndar end- urnýjuð úr gljáandi harðviði með þrenns konar hvítvín á aðskjld- um belgjum innan í sér. Það er ekki lengur látið renna í glösin um kranann. Gamla tunnan eyði- lagðist í stríðinu, eins og sitt- hvað annað í þessum heimi. Þjónarnir eru á pokabuxum og leðurvestum. Þeir lilaupa allt kvöldið i blóðspreng, eins og raunar allir þjónar í Leipzig og vei þeim, sem stendur í vegi fyrir kaupstefnuþjóni með full- an bakka af hvítvini eða bjór- glösum. Þarna niðri í kjallaranum eru allra þjóða kvikindi og allir eru staðráðnir í að drekka sig fulla og tekst það eftir atvikum vel. Við kollegarnir lendum við borð hjá svissneskum úrapröngurum, sem syngja á þremur tungumál- um. Við raulum hins vegar „Hani, krummi” — án þess að nokkur taki sérstaklega eftir því — og það drukknar hvað eftir annað í einhverjum alþjóðlegum drykkju söngvum. En þó við séum fáir og smáir, berum við okkur vel eftir atvikum óg þetta kvöld má heyra hjáróma rímnastemmu skjótast innan um og saman við „Oh, Tannerbaum” á tuttugu málum. • Þegar allir eru orðnir mátulega fullir, er farið með þá niður í koldimma dýflissu, til að ljúga að þeim. Þarna eru kaldir múrvegg- ir með einum dyrum og ramm- gerðri hurð fyrir. Þjonninn seg- ir okkur sögu dyranna: Einu sinni var svo drykkfelldur pró- fessor við háskólann í borginni, að mannorði hans var hætta bú- in, léti hann sjá sig á götu í sínu eðlilega ástandi. Þess vegna fékk hann gerð jarðgöng frá há- skólanum til kjallarans. Nú var prófessorinn óhultur fyrir augum broddborgara og piparkerlinga og göngin voru í stöðugri notkun meðan hans naut við. Dyrnar þær hinar rammgerðu liggja svo að þessum fomu jarðgönguni. Mér varð hugsað til þess, að ó- líkt höfðust menn að með jarð- göngum áður fyrr. Snorri brúkaðl þau til baðferða og Skálholts- klerkar til kirkjugöngu. Það er skrítið að koma suður til Mið-Evrópu í endaðan febrú- ar, þegar sóleyjarnar eru farnar að spretta sunnan undir sumum veggjum á íslandi( og finnast maður allt í einu vera kominn norður á heimskaut. Það var víst heldur ekki meiningin að hafa veðrið til svona, einmitt á sjálfri júbileummessunni og sennilegast að félagi Ulbricht hafi ekki verið í náðinni hjá almættinu þá stund ina. Hann var líka að pissa utan í skálkinn Nasser, bandamanni vorum Erhard til sárrar raunar, einmitt um það bil sem harðindin hófust í Leipzig. Það dengdi nið- ur þeim ókjörum af snjó fyrstu dagana, að ég sá ekki betur en mig og kommúnismann hlyti að fenna í kaf hvað liði, ef ei linnti. En kerfið átti ráð undir rifi sínu. Allir sem vettlingi gátu valdið, Framh. á bls. 7 Stytta af Bach við Tómasarkirkjuna í Leipzig. Noklfrir íslenzkir blaðamenn hoimsóttu kaupstefnuna í I.eipzig í febrúarmánuði síðastliðnum í tilefni af 800 ára af- ^ mæli messunnar. í þeirn hópi var Grétar Oddsson, og segir hann hér frá ýmsu af léttara tagi, sem bar fyrir þá félaga á afmælinu, sem haldið var í vetrarhörkum að þessu sinni. (UWWWMMWÍMWWWWMWWWWWiWWWmMM ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. apríl 1965 5 «

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.