Alþýðublaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 9
DANSKA þjóðþingið hefur sam þykkt lögin um afhendingu ís lenzku handritanna. Þetta var á kvörðun, sem hafin var yfir flokks sjónarmið. Pólitískir andstæðing ar sameinuðust í skilningi á vís indalegri, þjóðlegri og norrænni sanngirni þessarar gjafar til bræðraþjóðar, sem um margra alda skeið hefur verið í ríkja sambandi með okkur. Endanleg skipti á búinu hafa farið fram. Senn eru liðin 20 ár síðan mál ið var borið upp. Við skulum minnast þess í dag, að það var Jansen, lýðháskólastjóri, sem fyrsta úrslitafrumkvæðið í þessu máli 1947. Þáð var G- O. P. Christ iansen, lýðháskólastjóri, sem beitti sér fyrir því, að þingi og stjórn var sent bréf, þar sem hvatt var til þess, að íslendingum væru færð hin gömlu handrit síij að gjöf. Með örfáum undantekn ingum studdu danskir lýðháskóla stjórar þessa áskorun og fóru flestir lýðháskólakennarar að dæmi þeirra. Það var mjög eðlilegt, að lýð háskólarnir beittu sér fyrir þessu máli. Það átti rót sína að irekja til hinnar róttæku, norrænu stefnu þeirra eftir >1864. Breyting Dan mei^cur úr evrópsku ,s‘órveldi í norrænt þjóðríki og sú staðreynd að nokkur huftdruð þúsund landar okkar voru í útlegð á Suður- Jótlandi kenndi þjóðinni mikil vægi þjóðmenningar. Það féjl í lilut lýðháskólanna að hvetja til ný—norrænnar hugarff Vbreyting ar, það er upplau'-nar hinna póli tísku og menningarlegu afleiðinga vestnorrænnar valdastefnu, sem Danir höfðu fyigt í ma"gar aldir. Þess vegna vaknaði skilningur á og stuðningur við baráttu Færey ina fyrir þjóðernislegu og menn ingarlegu frelsi, bará4tu íslend inga fyrir stjórnmálafrelsi, bar áttu Norðmanna gegn dönskunni og baráttu Finna gegn menningar legum yfirráðum Svía. Allt stóð þetta í sambandi við hið nýnorræna viðhorf, og það náði að sjálfsögðu einnig til hand ritamálsins, hinna endanlegu skipta á búi íslendinga og Dana, sem eignazt höfðu á stórveldis tíma sínum og hörmungarárum ís lendinga þjóðararf þeirra, einu þjóðminjarnar, sem íslendingar óttu frá miðöldum. Þetta voru tildrög nær einróma stuðnings lýðháskólanna við frum kvæði G- P. Christiansens 1947- Og þetta var ástæðan til þess að flestar greinarnar til stuðnings afhendingunni voru rítaðar af lýð háskólamönnum eða mönnum^ sem stóöu í sambandi við hið nýnorr æna viðhorf lýðháskólanna. Þetta á einnig við um þetta blað (Kriste- ligt Dagblad) og ritstjóra þess. Þess verður minnzt með virðingu í annálum Norðurlanda, að „Kriste ligt Dagblad” var eina blaðið í Kaupmannahöfn, sem beitti sér afdráttarlau t fyrir þessu máli. Ei skulu nefnd fleiri nöfn manna sem beittu sér fyriF því að koma þessu ré*tlætismáli í höfn. Eng inn þeirra vill nokkra viðurkenn ingu fyrir þetta. Lýðháskólarnir ekki heldur. Málstaðurinn var stærri og átti dýpri ræ*ur. Það er hinn nafnlausi Dani, sem á þakkir skilið, ekki stjórnmála stefnur, ekki stjórnmálaflokkar. En við skulum ekki gera lítið úr hvötum andstæðinga afhending arinnar^ hvorkj vísindalegum né þjóðlegum. Að undanteknum ýms um munum á söfnum okkar voru handritin síðasti sýnilegi vottur inn um hin fornu völd okkar á Ves'ur—Norðurlöndum- Þau hafa verið geymd hjá okkur undir um sjón háskólans í 250 ár. íslend ingar hafa eðlilega gert mikilvæg ustu rannsóknirnar á andlegum arfi sínum á þessu tímabili. En einnig má nefna danska vísinda. menn. íslendingar minnast fram laga Rasks og Kálunds með virð ingui svo að ékki sé minnzt á fé það, sem Danjr hafa lagt í ú'.gáf ur. Vissulega finnst mér of mik ils ofstækis hafa gætt meðál and stæðinga afhendingarinnar og þannig hafa þeir oft falið stað reyndir og eínkum fínnst mér þeir TIN hafa gert lítið úr eða þagað um framlag íslendinga. En látum það vera. Andstæðingarnir hafa unnið þarft verk í útvarpi og sjón varpi, í bókum og bæklingum o.s.frv., þeir hafa vakið athygli á höfuðritum íslenzkra bókmennta frá miðöldum. Áður þekktu sára fáir til Árnasafns og hinna mörgu bóka í Konungsbókhlöðunni. Einn ig verð ég að róma hina fögru sýningar, sem haldnar hafa verið í ýmsum dönskum bæjum á fal- legustu handritunum frá hinni fjar lægu eyju. Það er gott til þess að vita, að sém flestir geti kynnt sér þessa dýrgripi áður en þeir eru sendir til landsins hvers and legur arfur þeir eru. — Þannig hafa kappræðurnar, bæði með og á mó*i, stuðlað að norrænni fræðslu og einkum að fræðslu um ísland, sem við höfum verið vanir að gera okkar rómantískar hugmyndir um vegna þekkingar á gullaldarljóðunum. Kannski stuðlar þetta allt að því, að sög urnar verði aftur útbreiddar hér heima. Kannski munu andstæðing arnir nú reyna að fá skýlausri ákvörðun þjóðþingsins hnekkt með þjóðaratkvæði eða málssókn En ég ætla að ljúka orðum mín um með tilvitnun í það fegursta sem hefur verið sagt í umræðum um mólið, ummæli lögfræðings- ins Hurwitz prófessors: „Málið er ekki lagalegt heldur snýst aðallega um, hvað sé sögu- lega sanngjarnt og eigi sterkasta stoð frá tilfinningalegu sjónar miði. Gerum ráð fyrir, að annars Vegar sé fámennur hópur sér menntaðra manna, sem af hags- munaástæðum vilja að Danir hafi áfram varðveizlu þessara handrita á hendi (þó að gæta megi þess ar hagsmuna í öllum aðalatriðum með ljósritunum)^ og gerum ráð fyrir að hins vegar sé þjóðarósk um, að flutt sé aftur til heima landsins það, sem íslandi er dýr- mætur fjársjóður- Þannig er þessu í raun og veru háttað, og valið ætti ekki að vera eins erfitt af danskri hálfu og það virðist vera. Það sem skiptir máli er að láta víðsýhi ganga fyrir þrÖngsýni-“ Danski rithöfuncfurinn iorgen Bukdahi í Askov hefur veriS einhver skeieggasti stuSningsmaS- ur ísiendinga í handritamálinu. í eftirfarandi grein rekur hann hiS drjúga framlag dönsku lýS skólana og „Kristeligt Dagblad" til málsins. Teikning eftir Morten Larsen úr bókinni, Guder, helter og godtfolk. VERKSMIÐJUÚT- SÖLUNNI að Skúlagötu 51, I. hæð, iýkttr í kvöld. Vegna breytinga á framleiðslu vorri verða eftirtaldar vörur seldar með tækifæris- verði: — Hinar viðurkenndu Síretchbuxur í ýmsum stærðum og litum. Nælonúipur, fullorðinsstærðir. — Dökk- bláir Blazerjakkar stúlkna á 12—16 ára. Sundskýlur — Sundbolir — Dömublússur Barnahúfur. KOMIÐ — og gerið góð kaup. Sportver Skúlagötu 51 — I. hæö. Búslóð auglýsir SVEFNSÓFAR, eins og tveggja manna. SVEFNSTÓLAR, SVEFNBEKKIR, margar gerðir. Búsléð við Néatún Sími 18520. HÖFUM FLUTT skrifstofur okkar og vöruiager í ÁRMÚLA 7 GUÐMUNDUR JÓNSSON H.F. VÉLAR og VERKFÆRI H.F. Keflavtk - Suburnes Höfum fengið nýtt símanúmer. Númerib er 2070 í KEFLAVÍK. ENSKIR BLAZER - JAKKAR (ull) Drengja- og telpnastærðir. Aðalstræti 9. Sími 18860. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. júní 1965 f ; lil t.«M.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.