Alþýðublaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 1
 Reykjavík. — EG. AÐ KVÖLDI þjóðhátíðardagsins náðist samkomulag í verkfalli þjóna, þerna og matsveina á kaupskipaflotanum, og hafa allir aðilar nú staðfest samkomulagið, og verkfallinu því lokið, sem stóð í rúma viku. Efni samkomulagsins er í meginatriðum það, að ákvörðun um kaup og vinnutíma var frestað um óákveðinn tíma, og verður fyrst um sinn unnið samkvæmt samningrum um það efni. Samkomulag náð- ist um ýmsar hliðarkröfur félaganna. Um kvöldmatarleytið 17. júní hafði sáttafundur í vinnudeilu þjóna, þerna og matsveina staðið frá klukkan fimm daginn áður. Var þá undirritað samkomulag, | sem allir aðilar deilunnar hafa! samþykkt. Nokkur skip stöðvuðust í Reykja víkurhöfn vegna verkfallsins, og ems og Alþýðublaðið hefur áður skýrt frá lögðust ferðir Herjólfs til Vestmannaeyja niður og hlutu íbúar þar margvísleg óþægindi af, þar sem þar var orðið nær vatns- og mjólkurlaust. Sem fyrr segir var ákvörðun um vinnutíma og kaupgjald frest- að um óákveðinn tíma, og sam- komulaginu voru ekki srtt nein tímamörk, en það er hins vegar uppsegjanlegt með 7 daga fyrir- vara. Ýmsar af hliðarkröíum fé- laganna náðu fram að ganga. Trygging vegna örorku eða dauða hækkar úr 200 þúsund krónum í 300 þúsund, þernur og matsveinar fá nú í fyrsta skipti fatapeninga og ýmis fleiri atriði í samningun- um v.oru þar að auki lagfærð. ELDUR kom upp í Ofnasmiðj- unni á ellefta tímanum í gær- kvöldi. Þegar slökkviliðið kom á staðinn, loguðu timburþiljur á milli kaffistofu og efnisgeymslu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu skemmdir á húsinu ekki miklar. Eldsupptök eru ókunn en búizt er við að kviknaö hafi út frá rafmagni. Eftirvinnubannið er komiö í framkvæmd Reykjavík. — EG. EFTIR- og næturvinnubannið, sem Ðagsbrún boðaði í síðustu viku, kom til framkvæmda á miðnætti síðastliðnu. — Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur einnig saraþykkt sams konar bann á eftir- og næturvinnu. Bannið tekur til allra meðlima Framhald á 14. síðu. MANLIO BROSIO KEMÖR HINGAÐ FjaSikonan 1965 Ilátíðahöldin 17. júní fóru hið bezta fram hér í Reykjavík og var ölvun minni en undanfarin ár á þessum hátíðisdegi. Myndin hér að ofan er af Guörúnu Ásmundsdóttur leikkonu, sem kom fram í gervi fjallkonunnar og flutti hátíðaljóð eftir Þorstein Valdimarsson skáld. Sjá nánar um hátíðahöldin á blaðsíðu 2. — (Mynd: JV). Aðalframkvæmdasfjóri Atlants hafsbandalagsins, Maúlio Brosio, og kona hans munu koma í opin bera heimsókn til íslands sunnu daginn 20. júní og dveléa hér fram til fimmtudagsins 24. júní. í för með' 'aðatfframkvæmdastjóranum verða dr. Alfred G. Kunh, Paul Gey og frk- Giuseppina Sincini. Brosio og fylgdarlið hans koma til Reykjavíkur að kvöldi sunnu dags og á mánudag heimsækir aðalframkvæmdastjórinn pors)tta íslands, utanríkisráðherra og for- sætisráðherra síðar um daginn mætir hann á fundj Varðbergs er haldinn verður í Sigtúni- Um kvöld ið situr hann veizlu í ráðherrabú- staðnum í boði Guðmundar í. Guð Framhald á 14. síðu. MANLIO BROSIO framkvæmdastjóri Atlantsliafsbandalags ns. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ooooooooooooooooooooooo :>ooo ER DREGIÐ í HAPPJIRÆTTI ALÞÝÐUBLAÐSINS OG ERU ÞVÍ SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ KAUPA SÉR MIÐA í DAG OG Á MORGUN. SKRIFSTOFA HPPDRÆTTISINS ER Á HVERF- ISGÖTU 4 OG HÚN VERÐUR OPIN TIL KL. 10 í KVÖLD OG ANNAÐ KVÖLD. LÁTIÐ EKKI HAB ÚR HENDI SLEPPA. ó . 0-0000000000000000000000000<><000000<X><>000000000000000000<>00000000000000000000000000

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.