Vísir - 06.11.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 06.11.1959, Blaðsíða 4
ISifc Föstudaginn 6. nóvember 1953 Líkan a£ herskipi frá fyrri liluta 16. aldar. Þorkell Sigurðsson: Þegar Ésland var boðið Hinrik VIII til kaups. VI. Hinrxk VIII. tekur við konungdómi í Englandi. ítökum Englendinga á íslandi byrjar að hraka og þau glatast að fullu um miðja 16. öld. Enginn enskur konungur mun hafa haft eins mikil afskipti af Islandsmálum og hinn sögu- frægi konungur, Hinrik VIII. Því þótt sagan geti hans aðal- lega vegna kvennamála hans, þá var hann um margt stór- merkur konungur, sem setti svip á samtíð sína. En þótt hann hafi lagt drjúgan hlut að upp- byggingu enska heimsveldisins, þá fór svo, að þau ítök, sem Englendingar höfðu náð með ofbeldi á íslandi á 15. öld, glöt- uðust að mestu eða öllu leyti í stjórnartíð hans. Þá átti hann kost á því að fá ísland keypt, ef hann hefði þá viljað gera þau kaup við Danakonung, -og einnig að fá það sem veð eða tryggingu, ef hann hefði viljað lána Danakonungi tiltölulega lága fjárhæð. Við megum þakka forsjóninni fyrir að hann tók ekki því boði. Þegar Hinrik VIII. tók völd 22. apríl 1509, var Englending- um samkvæmt lögum bannað að sigla til íslands, en þeir sigldu þangað samt eins og að framan er sagt, þrátt fyrir öll bönn. Þá höfðu þeir stundað ís- landssiglingar í rétt 100 ár, eft- ir því sem næst verður komizt, og oftast í heimildarleysi. — Fyrstu lögin, sem Parlament hins unga konungs tók fyrir eftir valdatöku hans, fjölluðu meðal annars um afnám lag- anna frá 1429, sem fjölluðu um bann við verzlun og fisk- veiðum Englendinga við ísland og aðrar nálægar eyjar að við- lögðum þungum refsingum. En þar segir meðal annars, að þegn- ar hans hafi um langt árabil leitað til íslands til fiskveiða og oft hlotið harkalegar refsing- ar, bæði líkamlegar og efna- hagslegar. Nú er ókunnugt um, að nokkur hafi á undangengnu tímabili hlotið refsingai- fyrir að brjóta þessi lög frá því um 1464, en ónógar rannsóknir á skjölum tímabilsins geta verið 2. grein. orsök þeirrar vanþekkingar. Annars hafði lögunum frá 1429 sjaldan verið beitt til að hindra siglingar Englendinga lil ís- lands heldur kröfðust Englands- konungar þess aðeins að þegnar þeirra kejrptu sér undanþágur hjá þeim. Játvarður IV, var tal- inn einkar örlátur á slík leyfis- bréf. Eftir 1449 gátu Englend- ingar siglt til íslands á lögleg- an hátt, ef þeir höfðu keypt sér leyfi Englands- og Danakonungs og greiddu auk þess tolla og skatta af verzlun sinni og fisk- veiðum. Á þessu varð engin breyting við samningana 1490. En um þær mundir eru íslands- siglingarnar orðnar svo frjáls- ar og almennar, að Englending- ar eru hættir að sækja um leyfi til þeirra hjá konungi. Síðasta leyfisbréfið, sem tekizt hefur að ná í, er frá 1478, veitt Jo- hannesi Foster, kaupmanni frá Bristol. Lögin frá 1429 eru því í raun og veru fallin um sjálf sig, en lögin eru þó í gildi á meðan þau eru ekki afnumin. Afnám þeirra var því hinum unga konungi kostnaðarlaust vinarbragð við fjölmenna stétt sæfara í hafnarborgum Austur- Anglíu. Heimildir benda á, að aldrei hafi jafnmörg ensk skip sótt til íslands til verzlunar og fisk- veiða sem á fyrstu áratugum 16. aldar þar til loks á 19. öld. Til er skýrsla um enska íslands- flotans 1528 og telur hann þá 149 skip, og eru þau öll frá hafnarborgunum á austurströnd Englands, frá London til Bost- on. Um þær mundir telur Fult- on, að samanlögð tala fiskiskipa í enskum hafnarborgum hafi verið 440 skip. Ekkert bendir til, að enski íslandsflotinn hafi verið óvenjustór þetta ár, en hann átti ekki eftir að stækka. En liann er yfir Vz af öllum enska skipaflotanum. Englands- konungar hþfðu allt frá dögum Richards III. látið sér annt um íslandsflotann, því hann færði þeim nokkrar tekjur. Hinrik konungur hafði ekki einungis tekjur af íslandsflotan- um heldur einnig útgjöld, því að í styrjöldunum við Skota og Frakka þarínaðist hann her- skipaverndar. Þrátt fyrir slíkar öryggisráðstafanir tókst Skot- um að hremma nokkur ensk skip á leið frá íslandi árið 1524 konungi og Lord Wolsey til mikillar armæðu. Flotaverndin mun aldrei hafa náð lengra norður en til skozku eyjanna. Þar fyrir norðan biðu íslands- flotans að vísu ýmsar hættur eins og síðar verður skýrt frá, en gegn þeim aðilum, sem þar var að mæta, beitti Hinrik ekki flota sínum. vii Átök og ofbeldi fœrist í aukana. Hansamenn koma til sögunnra. Friðarsamningur og verzlun- arlöggjöf íslendinga frá 1490 breyttu litlu um athafnir enskra sæfara við ísland. Á- rekstrar voru tíðir þar norður frá á milli kaupmanna og um- boðsmanna Danakonungs, sem gekk illa að kalla inn tolla og skatta af verzluninni. Einkum eru enskir sæfarar bornir þung- um sökum. Á árunum 1511—- 1514 ræna Englendingar nokk- ur Hansaför í íslandsferðum. Þeir drepa umboðsmann kon- ungs á íslandi og nokkra sveina hans og vinna önnur hervirki. Enskir víkingar eru sakaðir um að ræna dönsk kaupför á leið til Spánar og Frakldands. Af þessum ástæðum gerði Kristján II. út legáta á fund Hinriks VIII. árið 1514. Krafðist hann skaðabóta fyrir hervirki Eng- lendinga, sama- verzlunarfrels- is í Englandi, til handa dönsk- um kaupmönnum, eins og Hansamenn nutu þar í landi, og nýrra samninga um frið milli ríkjanna. Erindrekum Danakonungs hafði jafnan verið vel tekið við ensku hirðina og svo var enn. Hinrik VIII. ritaði Kristjáni konungi vinsamlegt bréf og kvaðst mundu fela aðmírál sín- um og parlamenti að fjalla um kærumál hans, og láta hegna þeim, sem sekir reyndust um óhæfuverk. Ekkert er kunnugt um efndir á þeim fyrirheitum. Hins vegar endurnýja konung- arnir samningana frá 1490 árið 1515. Við þá samningagerð er hvergi minnzt á skaðabóta- kröfu Kristjáns konungs. Krist- jáni öðrum hefur verið ljóst, að ekki var einhlítt að kæra og semja við ensku stjórnina um athafnir þegna hennar við ís- land, sökum þess, að árekstr- arnir stöfuðu af því hvað um- boðsstjórn hans var lítils megn- ug. Árið 1514 kærði konungur meðal annars yfir því, að Eng- lendingar hlæðu hervirki á ís- landi og vildu koma undir sig landinu. Sú kæra var ekki ný tilkomin, því að íslenzki land- stjórinn hafði oft áður kært yf- ir virkisgerð Englendinga. Svo sem í Vestmannaeyjum 1425 (Ákæruskjal Hannesar Pálsson- ar). Árið 1515 sendi Kristján II. Sören Nordly, helztu sjóhetju Dana, sem höfuðsmann til ís- lands. Honum var meðal annars falið að reisa tvö virki, annað í Vestmannaeyjum, en hitt að i konungsgarðinum á Bessastöð- um. Ekkert varð úr virkisgerð höfuðsmans, og 1517 varð , Kristján konungur að leysa [ hann frá störfum og fá honum annað að sýsla. Nú sneri kon- ungur við blaðinu í íslands- málunum og gerði út nýjan sendimann á fund Hinriks VIII. til samninga við hann. Sem fyrr átti sendimaðurinn að fjalla um spellvirki, sem Englendingar valda þegnum Danakonungs í Danmörku, Nor- egi og á íslandi. En þar með er erindi hans ekki með öllu lýst. Meðal erindisbréfa hans í danska ríkisskjalasafninu er sérkennilegt plagg, „De werwe Hans Holm heff van ijs.Zland.“ Þar segir, að hann eigi að bjóða j Hollendingum í Amsterdam og Waterlandische (það er norður- hollenzku) bæjunum, líka Ant- werpen, landið ísland að veði fyrir 30.000 gyllinum, eða að þessu minnsta kosti fyrir 20.000., Ef Hollendingar vilja ekkiganga að þessu boði, þá skal hann, er hann kemur til Englands, bjóða konungi þar, landið fyrir 100,- 000, eða að minnsta kosti 50.000 flórínur. Ekki á hann að bjóða það fyrr en rætt hefur verið um önnur erindi lians. Á kon- ungur að gefa Danakonungi „sannarlegt skuldaskjal“, svo að hans hátign nái aftur tálmana- laust landi sínu, með öllum þess gögnum, réttindum og kvöðum, þegar féð er endurgreitt, hon- um eða erfingjum hans, Eng- landskonungum, á áreiðanleg- um stað, í Amsterdam eða Ant- werpen, og bréf það er hann hefur „upp á landið" skal leggj- ast þar fram og skilast Dana- konungi. Þ. 6. nóv. 1518 ritaði Hinrik VIII. Kristjáni II. um erindisrekstur Hans Holm í Eng- landi. Þar segir Hinrik, að auk þeirra mála, sem um getur í erindisbréfi sendimannsins, hafi hann átt að flytja sér mikilvægt mál (graviæris momenti), sem hann hafi rætt við ráðherra sína. Hann hafi svarað sumum málum Hans Holm skriflega, en beðið hann að segja Kristjáni konungi munnlega, í trúnaði, frá öðrum. Þetta mikilvæga Frh. á bls. 9. Þetta íslandskort var gert á öndverðri 18. öld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.