Vísir - 16.05.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 16.05.1960, Blaðsíða 1
12 síður I y 12 síður 50. árg. Mánudaginn. 16. maí 1960 108. tbl. Leiðtogafundurinn hafinn: Afvopnun efst á blaði, en ýmsir vænta heldur lítils árangurs. F'iMtrúar vesiurvetdannu hiétust tvívegis í gtev. Krúsév og Eisenhower hittust ekki. Fundur æðstu manna var settur í dag í Elysée-höllinni i París. Fréttaritarar segja, að tilhögun muni verða sú, sem gert hefur verið ráð fyrir, þ.e. að fyrst verði tékin fyrir afvopnunar- málin, þar næst Berlínarmálið og Þýzkaland og loks sambúð þjóða í austri og vestri. í gær setti Jón Pétursson, KR, nýtt íslandsmet í hástökki — 1,98 metra. — Gamla metið — 1,97 — var orðið næstum tíu ára, því að það setti Skúli Guð- mundsson árið 1951. Aðstæður voru erfiðar, en þó kom það engum á óvart að Jón setti met- ið, því að hann hefir á æfingum farið yfir rúmlega tvo metra (Ljósm. Sv. Þ.) ■jfc- Kúba og Sovétríkin hafa nú formlega tekið upp stjórn- málasamband. ■jfc- Blöð eða útvarp Sovétríkj- anna skýrðu ekki frá brúð- kaupi Margrétar drottning- arsystur einu orði um dag- inn. Miklar viðræður áttu sér stað í gær. De Gaulle og Krúsév ræddúst við, en þeir Eisenhow- er og Krúsév gerðu ekkert til þess áð hittast. Góðs viti-er talið, að þeir Ki’úsév og Mac- millan ræddust við og virðist Léttir hlaut flest stig. Firmakeppni Hestamanna- félagsins Fáks lór fram í gær. Keppendur söfnuðust saman við Árbæ um kl. 14 og riðu þaðan í fylkingu á skeiðvöllinn við Elliðaár. Þar hófst keppnin kl. 16. Alls hlutu 11 hestar viður- kenningu, en dæmt var eftir sjón og ásetu knapa. Flest stig hlaut Léttir Jóns Teitssonar, sem keppti fyrir Byggingafél. Goða. 2. Lýsingur, eig. Ásgerð- ur Einarsdóttir, (F: Björgvin Schram), 3. Svipur, eig. Friða Stephensen, (F: Vélsm. Héð- inn) 4. Gráni, eig. Hjalti Sig- urðsson, (F. Trésmíðaverkst. Daða Guðmundss.) og 5. Baldur eig. Björgvin Schram, (F. Sveinabakaríið). Landhelgismálið rætt á Varðarfundi. Fifndurisin verður annað kvöld i Sjágfsfæðishúsinu. Varðarfundur verSur Kaldinn annað kvöld í Sjálfstæðishúsinu og hefst M. 8,30. Rætt nuin verða um landhelgismáhð, og verður Bja ni Benediktsson, dóms- máiaráðherra, frummæl- andi. Mun hann skýra frá gangi mála á ráðstefnunni í Genf, sem hann sat allan tímann, eins og kunnugt er, svo og viðhorfum nú, þeg- ar íslendingar hafa gefið brezkum iandhelgisbrjót- um upp sakir og brezka stjórnin ákveðið að láta herskip sín ekki fara inn fyrir 12 mílna mörkin hér. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. hafa farið hið bezta á með þeim. Þeir ræddust við í þrezka sendiráðinu 1 eina og hálfa klukkustund, og að viðræðun- um loknum kvaddi Krúsév alla með handabandi og ók burt brosandi. Fulltrúar Vesturveldanna á fundinum komu saman í gær tvívegis og sat Aden- auer forsætisráðherra Vest- ur-Þýzkalands annan fund- inn. Á þeim fundi var algert samkomulag um afstöðun varðandi Berlín og Þýzka- land að sögn fréttaritara og að gera engin ný boð varð- andi lausn þessara mála. Fréttaritarar segja, að um- ræður um afvopnunarmálin kunni að bera þann árangur, að ný fyrirmæli verði send af- vopnunarráðstefnunni í Genf (10-þjóða ráðstefnunni). Búast má við að hitna kunni í kolun- um, þegar farið verður að ræða Berlín og Þýzkaland, og Krúsév kunni þá að hóta enn af nýju, að gera sérsamninga við Þýzka- land. Einnig kunni öldur að rísa hátt, er rætt verði um sam- búð austurs og vesturs, en einnig þar sé mest undir Krúsév komið. Brezku blöðin í morgun láta í ljós óskir um árangur af fund- inum, en búast ekki við miklu. Daily Mail segir t. d. að þrátt fyrir allt sé ekki ástæða til að örvænta um áiangur, því að það sé eins og vonarglæta, að hvorugur þeirra Eisenhower eða Krúsév sá sér fært að sitja heima. Hvorugur telji því von- laust um einhvern árangur. Vikið er að því, að það muni vart hafa komið leiðtogum Sovétríkjanna óvart, að banda- rísk njósnaflugvél færi inn yfir sovétlandamærin. Þessi hestur sigraði í firmakeppni Fáks í gær. Er hann bleikur, heitir Léttir og er 18 vetra. Eigandi hans er Jón Teitsson, og var hann sjálfur knapi. (Ljósm. Bj. Bj.) Maður varð bráðkvaddur á Batnssiílum í gær. Steindór Hjaltalín útgerðarmaður dó af hjartabilun á fjallinu. •j^- Stjórnin í Perú hefir slitið stjórnmálasambandi við ein- ræðisstjórnina í Domini- kanska lýðveldinu. ■j^ Akihito, ríkisarfa Japans og kona hans, hefir verið boðið til Bandaríkjanna í haust. í gærdag gerðist það í fjall- göngu á Botnssúlur, að maður varð bráðkvaddur á f jallstind- j inum, strax er upp var komið.J Maður þessi var Steindór Hjaltalín útgerðarmaður, en hann virtist við beztu heilsu og í fullu fjöri til þess síðasta. Þetta gerðist í sunnudags- ferð með Guðmundi Jónassyni, sem farin var í gær. Var lagt af stað frá Reykjavík í gærmorg- un og komið að Svartagili kl. um hálftólf. Veður var gott, en dálítið hvasst er upp var komið. Um 20 manns munu hafa verið í ferðinni, og lögðu þegar af stað á fjallið. Steindór heitinn mun ekki hafa fylgzt með aðalhópnum, heldur gengið dálítið afsíðis á- samt tveim öðrum ferðafélög- um. Ferðin uppeftir fjallinu gekk ágætlega og bar ekki á neinu óvenjulegu í fari Stein- dórs. Ofarlega á hlíðunum dróst hann dálítið afturúr, og þegar samferðafólk hans komst upp á tindinn, leit það við til að gæta hvað honum liði. Var hann þá að komast upp, en jafn- skjótt og hann náði hæsta leit- inu, hné hann niður. Hlupu menn þá til hans, en hann var þegar örendur. Var þegar haft samband við Slysavarnarfélagið í Reykjavík, sem sendi menn á staðinn, og var líkið flutt til bæijarins þeg- ar i nótt. Steindór Hjaltalín var á 59. aldursári, vel þekktur fram- kvæmdamaður og athafnasam- ur í hvívetna allt fram á síð- asta dag. Þróttur kepptí við Í.B.A. Knattspyrnulið Þróttar keppti á laugardag við lið úr Iþrótta- bandalagi Akureyrar og fóru leikar þannig að Akureyringar sigruðu með 2:1. Á sunnudag var aftur keppt og sigi’aði Þróttur þá mcð 4:2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.