Vísir - 19.05.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 19.05.1960, Blaðsíða 1
q I V 50. árg. Fimmtudaginn 19. maí 1960 111. tbl. Hafnfirðingar fagna hinu glæsilega nýja skipi, togaranum „Maí“ í gær. Veðrið gat ekki betra verið, og svo var krökkt af fólki á öllum aldri á hafnarbakkanum, að varla var hægt að þverfóta. (Ljósm. Vísis — P. Ó. Þ.) Hafnfirðingar fögnuðu komu Maí í gær. Bæjarútgerðin hefur verið lyftistöng fyrir athafnalífið þar. Sovétstjórnin krefst fund- ar í Öryggisráði S. þj. Stöðvaðar verði „dæmalausar ögranir' bandaríska flughersins. Fyrirskipað að fagna Krúsév við komuna tii Austur-Berlínar í dag. Það var líkast því að hátíðis—! dagur væri í Hafnarfirði í gær. Fánar blöktu við hún í hægum vestan andvara og glaða sólskin var yfir þessum fallega bæj Fólkið var spariklætt og þyrpt-J ist niður á bryggju til að fagna hinu fallega skipi sínu, togar-' num Maí, sem sigldi inn á höfn- ina fánum skrýddur kl. 6. Er Maí lagðist að bryggju var honum fagnað af Lúðra- sveit Hafnarfjarðar sem lék 'nokkur lög og Karlakórinn Þrestir fór um borð og söng af skipsfjöl. Adolf Björnsson for- maður útgerðarráðs flutti ræðu og rakti sögu útgerðarinnar. Stefán Gunnlaugsson flutti einnig ræðu og þakkaði Bæjar- útgerðinni fyrir þann þátt, sem hún hefði átt í eflingu atvinnu- lifsins í Hafnarfirði. Maí er stærsti togari lands- ins um, 1000 brúttó rúmlestir. Allar vélár eru af Man gerð. Aðalvélin er 2280 h.ö. og knýr skipið með 16 sjómílna hraða. Á skipinu er skiptiskrúfa af fullkomnustu gerð. Allur bún- aður skipsins er hinn fullkomn- asti. Má þar nefna tvö radar- tæki, sem draga 48 mílur, sjálf- virkur Sperry Loran, langdræg stuttbylgjustöð, gyroáttaviti og sjálfstýring. í skipinu eru tæki til að dæla 80 gráða heitum sjó frá fjórum stöðum á skipinu til að verjast ísingu. Þá er þar að finna þá nýjung að rathitun er í framsiglu til að bræða af ís. Lestar skipsins eru klæddar al- uminíum og rúma 500 til 550 lestir af fiski. Gromykó utanríkisráðherra Sovétríkjanna símaði í gær frá París til höfuðstöðva Samein- uðu þjóðanna í New York kröfu stjórnar sinnar, að Öryggisráð þeirra kæmi saman þegar, til þess að ræða hinar „dæmalausu ögranir“ bandaríska flughersins með njósnaflugi yfir sovézku Iandsvæði, er hefði þannig ver- ið rofin hvað eftir annað. Ennfremur segir í orðsending unni, að fundar sé krafist í Ör- yggisráðinu vegna þess, að það hafi komið fram, að það sé yfir- lýst stefna Banaríkjastjórnar, að verja njósnaflug. Er þess krafist, að Öryggisráðið grípi til ráðstafana til þess að stöðva allt slíkt. TiIIögur Eisenvowers. Fyrstu ummæli frá Banda- ríkjunum af opinberri hálfu Togararnir leita nú víða til fanga. Dregið hefur úr afla við Grænland. Síðan siglingum til Bretlands var hætt hefur löndunum úr togurum að sjálfsögðu fjölgað í Reykjavík. Togararnir Ieita nú víða til fanga, á heimamið til Grænlands og Nýfundna- lands. Aflinn er nokkuð misjafn en margir hafa gert allsæmilega og jafnvel góða túra. Nokkuð er farið að tregðast við Grænland, „getur verið að hafi dregist þar upp eða kominn sé ís á miðin“, sagði Hallgrímur í Togaraaf- greiðslunni. Það er allsæmilegur afli á Nýfundnalandsmiðum, en ekk- ert mok. Frá 8. þ. m. hafa eftirtalin skip landað í Reykjavik: Skúli Magn ússon 310 lestir, Þormóður goði 351, Gerpir 274, Jón forseti 41 lest af saltfiski og 131 af ísuð- um fiski, Marz 226 lestir, Úran- us 283, og Akur 298. í dag er verið að losa úr Fylki og Geir. Báðir eru með fullfermi. SmíðaÓi 64 þús. tunnur í vetur. Frá fréttaritara Vísis. Sigulfirði í gærmorgun. Tunnuverksmiðja ríkisins á Siglufirði er nú að hætta tunnu- smíði að þessu sinni. Síðan í byrjun desember hafa unnið þar 30—40 manns, og smíðaðar hafa verið um 46 þús- und tunnur. Hefir framleiðslan gengið mjög vel, enda starfa þarna þaulvanir menn, sem unnið hafa að þessu vetur eftir vetur. Verkstjóri og yfirsmiður er Ástvaldur Kristjánsson. Tunnuverksmiðjuna vantar til- finnanlega geymslurými fyrir framleiðslu sína og mun það vera til athugunar að leysa úr því. Tunnurnar hafa verið geymdar í mjölhúsi S.R., en verða nú senn hvað líður flutt- ar á síldarstövarnar. Starfslið verksmiðjunnar fer nú til ann- arra starfa, á síldarstöðvarnar, síldarskipin o. s. frv. voru frá Cabot Lodge, aðalfull-, trúa þeirra á vettvangi Samein- uðu þjóðanna, sem sagði að meiri þörf væri að ræða orsakir þess, að njósnaflug hefðu verið stunduð, og finna ráð til þess að uppræta þær orsakir. Þetta hefði vakað fyrir Eisenhower forseta og verið einlægur ásetn- ingur hans, að bera fram tillög- ur í þvi efni fram á fundi æðstu manna. Samkvæmt þeim tillög- um væri eftirlit falið Samein- uðu þjóðunum og auk þess byð- ust Bandarikin til að leggja Sameinuðu þjóðunum allt það til, er til slíks eftirlits þyrfti. Með því að ganga af fundi æðstu manna hefði Krúsév kom ið i veg fyrir að slíkar tillögur væru lagðar fram í París. í París búast höfuðkapparnir til heimfarar í dag. Eisenhower forseti leggur leið sína til Lissa bon, höfuðborg Portúgals, og dvelst þar sólarhring. Harold Macmillan neytir hádegisverð- ar með De Daulle Frakklands- Framh. á 5. síðu. Þeyar K. á- kallar Gu5! S.I. mánudag reyndi Krús- év að leggja áherzlu á orð sín og einlægni með því að klykkja út með þessum orð- um: „Eins og guð er mitt vitni.“ í tilefni af þessu er minnt á, að Krúsév er guðleysingi, eins og hann hefur lýst yfir sjálfur á liðnum tíma. — Pravda hafði eftir Krúsév í nóvember 1957: „Nafn guðs er oft notað til dulbúnings — til þess að blekkja menn, með því að slá á strengi til- finninganna og við kommún- istar erum guðleysingjar — og ef við, í ræðum, notum orðatiltæki eins og til dæmis „guðs sannleikur“ (þ. e. heilagur sannleikur eftir ísl. málvenju), þá verður þetta aðeins af göntlum vana — við Iítum svo á, að trúin á guð sé í mótsögn við komm- únistiskt viðhorf.“ Áhrif Krúsévs heima í fyrir dvínandi. Rauði herinn sagður sfyðja Sfalinista. Tilkynnt hefir verið í Amm- an, að 600 manns hafi boð- izt til að berjast með sveit- um Serkja í Alsír. 'jff Látin er í Portúgal Maria do Rosario, 116 ára, sem tal- in var elzta kona lands- íns. Fyrir nokkru voru laun Iiðs- foringja í Rauða hernum lækk- uð. Er talið að þetta bitni á samtals um 350.000 foringja af öllum „gráðum“ og er kurr í liðinu, sem kvað hafa magnast í seinni tíð. Af ýmsum er talið, að ó- ánægja liðsforingjanna hafi leitt til þess, að stalínistar geti vænzt meiri stuðnings frá Rauða hernum, og þar með fá sterkari aðstöðu til baráttu gegn „friðarstefnu“ Krúsévs, sem alla tíð hefir verið þyrnir í augum stalínista — og kín- verskra kommúnista. Hefir af óánægju stalínista og kin- verskra kommúnista leitt, að þrýst er að Krúsév úr tveim áttum óþyrmilega til stefnu- breytingar, og að margra áliti |er þetta hin sanna orsök þess, að Krúsév notaði njósnaflugið 'til að ónýta fund æðstu manna, Jsem hann þar að auki vænti sér leinskis af? Viðræðurnar við De Gaulle á dögunum eru taldar hafa sannfært hann um, að engra tilslakana væri að vænta af hálfu vestrænna leiðtoga varðandi Berlín og Þýzkaland. Hann hefði því ekki getað kom- ið heim og hrósað neinum sigri og heldur valið að koma heim og skella allri skuld á Eisen- hower. Athygli mikla vekur, að víð- tæk mannaskipti hafa orðið í Sovétríkjunum svo að „hreins- un“ er um að ræða að ýmsra áliti. — Mikojan heyrist nú vart nefndur. - !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.