Vísir - 11.12.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 11.12.1961, Blaðsíða 10
10 V 1 S I R Þr;5judagur 12. desember m Síldarsfúlkur Fyrir nokkru afhenti sendiherra íslands í Svíþjóð gjöf frá Reykjavíkurbæ til Stokkhólmsborgar líkneskið „Síldarstúlkur“ eftir Gunn- fríði Jónsdótlúr myndhöggv* ara, steypt í bronz. Myndinni hefir verið komið fyrir í ráðhúsi borgarinnar. I tilefni þessa heimsótti Gunnfríður Jónsdóttir: Síldarstúlkur. blaðamaður Vísis listkon- una og spurði hana eins og annars af listaferli hennar. — Síldarstúlkurnar hafa áður verið á sýningu ytra, var það ekki einmitt á Norð- urlandasýningu í Stokk- hólmi? — Jú, mér þykir sérstak- lega vænt um það og mikill heiður að því, að mynd eftir mig hafi verið valinn sama- staður í Stokkhólmsráðhúsi, sem eg kalla nú alltaf „Staðshúsið“ Það eitt út af fyrir sig að „eiga“ mynd í þessari byggingu, sem í mín- um augum og fleiri er sómi ráðhúsa á Norðurlöndum. Hvaða ráðhús annað getur státað af öðrum-eins hátíðar- sal og Staðshúsið með gyllta salinn, alsettan mósaík. En auk þess á eg sérstakar minn- ingar tengdar við þetta hús. Eg átti heima í Stokkhólmi árin, sem verið var að byggja það, 1922—26, rétt þar hjá, sem því var valinn staður. Eg sá það risa af grunni. Varðandi Síldarstúlkurnar eru þær orðnar alkunnar ytra, því að þær hafa verið á þrem Norðurlandasýning- um í Danmörk'CT'O'g Sviþýóð'. — Fengust þér við högg- myndalist, þegar þér voruð þar á þeim árum? — Nei, eg byrjaði fyrst á því eftir að eg kom heim til íslands árið 1931. — Satt að segja gerði eg mína fyrstu mynd ekki fyrr en eg var orðin 41 árs. Fyrstu árin mín ytra vann eg sem saumakona. En eg notaði hvert tækifæri, hvar sem eg kom ytra til að ganga á söfn- in og las flest það um listir, sem eg komst höndum yfir. Fyrst var eg í Kaupmanna- höfn, en lengst í Stokkhólmi og París. Svo lagði eg enn Gunnfríður Jónsdóttir: Guðmundur góði. í Staðshúsi. Gunnfríður Jónsdóttir: Á heimleið. land undir fót, ef svo má orða það. Fór til Þýzkalands, Frakklands og Ítalíu. Meira að segja komst eg alla leið til Grikklands og skrifaði nafn mitt í gestabókina í Delfi. — En eg var sem sagt komin um fertugt, þeg- ar fyrsta höggmyndin mín varð til. Það var lítill dreng- ur sem sat fyrir hjá mér, og árangurinn vaið myndin „Dreymandi drengur*. Hann er þunglyndislegur. blessað- ur, og á það sína sögu hjá mér. Eg var orðin fimm- tug, þegar eg sneri mér fyr- ir alvöru að listinni. Þær myndir, sem urðu til á þess- um árum, svo sem Drengur- inn, Móðúrmyndin, Síldar- stúlkurnar, hafa veríð á ýmsum sýningum ytra. Norð- urlandasýningum i Höfn, Stokkhólmi og Helsingfors. 1 Og eg get ekki verið nema ánægð • með þá dóma, sem þær hafa fengið þar. Flestar myndir mínar eru enn aðeins unnar í gibs: Og auðvitað langar alla myndhöggvara til að myndir þeirra komist í varanlegra efni. Mér þykir t. d. vænt um, að ákveðið var að setja myndina ,,Landsýn“ upp hjá Strandarkirkju. Hún er fyrsta og eina myndin er til er*í granít á íslandi. Það á eg að þakka þeim öridvegis- manni Guðmundi í Nesi í Selvogi, að þetta varð að veruleika. Enn önnur mynd af Sig- urjóni Péturssyni á Álafossi hefir verið steypt í brons og stendur í brekkunni fyrir of- an sundlaugina á Álafossi. — En mynd yðar af prest- inum hempuklædda í vinnu- stofu yðar, hver voru til- drög hennar? — Það var nú Sigurður arkitekt Guðmundsson, sem hvatti mig tú að ráðast í það. Eg fór norður að Hólum árið 1940, gerði þar fyrstu skyssuna. Myndina vann eg svo fimm árum síðar. En hvenær hann kemst í varan legt efni, hefi eg ekki hu.e- mynd um. Víst hefi eg áhuga á því, mér þykir orðið vænt um klerkinn, og eg hefi lík- lega alltaf verið dálítið ka- þólsk í méi'.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.