Vísir - 19.05.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 19.05.1962, Blaðsíða 1
52. árg. — Laugardagur 19. maí 1962. — 112. tbl. Útsvcr borgarbáa hafa stórlega fækkaS Meðalfjölskyldn sparar jiásundir króna i Undir stjórn Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hafa útsvör Reykvíkinga lækkað mjög verulega, svo að ! mörgum þúsund krónum nemur á meðalf jölskyldu. ★ Árið 1958 greiddu hjón með 3 börn, sem höfðu 80 þús. krónur í hreinar tekjur 9.643 krónur í útsvar til bæjarins. I fyrra greiddu þessi hjón ekki nema 6.500 krónur í útsvar. Lækkunin nemur hvorki meira né minna en 3.143 krónum. ★ Gildandi útsvarsstigi í Reykjavík er lægri en í nokkrum öðr- um kaupstað á landinu. ★ Það var fyrir atbeina Sjálfstæðismanna á þingi og í stjórn 1960 sem þessi mikla lækkun kom til framkvæmda. Héðinshöfði — hin nýja miðstöð Æskulýðsráðs. Æskulýðsráð Reykjavíkur fær Héðinshöfða til umráða ★ Borgarstjórn Reykjavíkur hef ir ákveðið að afhenda Æsku- lýðsráði Reykjavíkur nú í haust húsið Héðinshöfða við Borgar- tún til afnota fyrir aðalstöðvar sínar. ★ Með þessu er enn eitt fram- farasporið stigið í þá átt að tryggja æsku borgarinnar skil- yrði til þess að verja tómstund- um sínum við þroskandi við- fangsefni. ★ Tjarnarbær hefir þegar ver- ið afhentur æsku borgarinnar. Æskulýðsráð hefir að undan- fömu verið til húsa að Lindar- götu 50 en það er mjög ófull-1 nægjandi húsnæði. Héðinshöfði er stórt hús og glæsilegt. Nokkurrar við- gerðar þarf það þó við, áður en það verður tekið í notkun. Skýrði Bragi Friðriksson, framkvæmdarstjóri Æsku- lýðsráðs, blaðinu svo frá að ráðið gæti sjálft annazt við- gerðir þær að talsverðu leyti, með aðstoð unglinga sem starfa innan vébanda ráðs- ins. Ráðgert er að hægt verði að flytja þangað, áður en starfsemi hefst af kraft; næsta haust. Nokkuð hefur • verið um það rætt að undan í förnu hvað gert skyldi við: Héðinshöfða. Kom meðal annars fram uppástunga um að flytja þangað listasafn borgarinnar. Segir séra Bragi að húsið henti mjög vel til starfsemi ráðsins og verði hin mesta umbót. Ekki er fyllilega ákveðið I enn hvort áfram verður not- að húsnæðið á Lingargötu 50. Það er þó talið líklegt, þar sem starfsemi ráðsins hefur aukizt svo mjög á undan- förnum árum að húsnæði hef ur skort. Ráðið hefur haft starfsemi sína á ýmsum stöð um í borginni að undanförnu og er ætlunin að halda því áfram þó að þetta aukna hús næði fáist. Telur séra Bragi líklegt að unglingar vilji held ur sækja staði, sem eru í þeirra hverfum. Héðinshöfði verður þá frekar notaður fyr- ir starfsemi þeirra sem lengst halda áfram, auk þess að þar verður skrifstofa ráðs ins. ar eru ókomnar Dagsbrún hefur ekki lagt fram neinar kröfur í kaupgjaldsmálun- um ennþá, sagði Eðvarð Sigurðs- son formaður Dagsbrúnar í við- tali við Vísi í gærkvöldi. Eðvarð sagði ennfremur að við- ræðurnar færu að þessu sinni fram með nýstáriegri hætti en áður og iiggja til þess ýmsar ástæður, m.a. þær að nú eru það aðeins kaup- gjaldsákvæðin, sem sagt hefur verið upp og eru til umræðu. Önn- ur atriði samningsins eru bundin og þeim hefur ekki verið sagt upp. Þá gat Eðvarð þess að eftir í samninga þá ,sem gerðir voru á j Akureyri núna í vikunni, hafi nokkuð annar blær komið á samn- ingaviðræðurnar hér syðra. Þó nafi þar komið fram atriði, sem ekki henta hér, einkum í sambandi við sérflokkataxta. Viðræður milli verkamanna og vinnuveitenda hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Eru það 3ja manna nefndir að’ háífu launþega og Vinnuveitendasambandsins, sem ræðst hafa við og munu halda þeim viðræðum áfram Meðal ann- ars var viðræðufundur ákveðinn kl. 9 árdegis í dag. í gær ræddu fulltrúar launþega einnig við bæj- aryfirvöldin. Sjálfstæðisflokkurinn hefir lengi barizt fyrir því að bæjar- og sveitarfélög fengju nýja tekju stofna, svo hægt yrði að lækka útsvörin. Fyrir forgöngu Gunn- ars Thoroddsen fjármálaráð- herra var mikilvægt skref stigið í þessum efnum á þingi 1960 er fimmtungur söluskattsins var Iátinn renna til sveitarfélag- anna. Gerði það útsvarslækkun- ina mögulega. Fjölmargar Iáglaunafjölskyld- ur í Reykjavík eru nú algjör- lega tekjuskattslausar, en Sjálf stæðismenn höfðu forgöngu um að fjölskyldufaðir með 3 börn greiðir engan tekjuskatt af hreinum tekjum undir 100 þús. krónum. Eftirfarandi tafla sýnir hve borgarbúar greiða miklu lægri útsvar nú en fyrir þessar mikil- vægu breytingar, sem samþykkt ar voru fyrir atbeina Sjálfstæðis manna. Hreinar tekjur hjóna með 3 börn. ÚtsVar 1958 Útsv. 1961 60 þús. kr. . . 4.453 kr. 3.000 kr. 70 — — . . 7.048 — 4.900 — 80 — — . . 9.643 — 6.500 — Hreinar tekjur hjóna með 5 börn. Útsvar 1958 Útsv. 1961 60 þús. kr. . . 1.650 kr. 1.200 kr. 70 — — . . 4.245 — 3.100 — 80 — — . . 6.840 —- 4.800 — EFTIRSÓTTAR LAXVEIÐIÁR Tvær dýrustu laxveiðiár lands- ins, Miðfjarðará og Vatnsdalsá eru nú að fullu leigðar. Tíu manna hóp- ur hefur tekið Miðfjarðará á leigu og greiðir fyrir 561.000. Vatnsdalsá hefur Guðmundur Ásgeirsson tekið á leigu fyrir 311.000 krónur. Veiðitíminn í Miðfjarðará hefst 1. júní og stendur til 31. ágúst. Áin er mynduð af þrem ám sem renna saman, Vesturá, Núpsá og Austurá og fylgja þær með í leigunni. í þessum ám öllum er leyft að hafa átta stengur, um aðalveiðitímann. I ánni veiddust í fyrra um 1940 laxar, en stangardagar eru um 660. Fyrst munu aðeins verða fjórar stangir í ánni, síðan sex, en eftir 24. júní verða þær átta. Stafar þetta af því að laxinn gengur ekki jafnfljótt á öll veiðisvæðin. Undarleg atvikakeðja varð til þess að þrennt slasaðist í gærdag á mótum Réttarholtsvegar og Soga vegar, tveir drengir og einn full- orðinn kvenmaður. Kvenmaðurinn var þarna á ferð í bifreið, en tveir 6 ára gamlir drengir voru hjólríðandi á götunni. Varð annar þeirra, Þór Sigurbjörns son, Hólmgarði 19, fyrir því óhappi að hjóla á bifreiðina. Kastaðist hann af hjólinu í götuna og meidd- ist lítilsháttar. Kvenmaðurinn í bif- reiðinni, Guðbjörg Þórarinsdóttir, Vesturbrún 25, fór út tii að koma drengnum til hjálpar. En á meðan hún var að stumra yfir honum kom hinn drengurinn, Ársæll Ár- sælsson, Hólmgarði 29, aðvífandi á hjóli sínu, hjólaði á Guðbjörgu með þeim afleiðingum, að hún hlaut áverka á hálsi, en sjálfur skrámaðist Ársæll litli á höfði. — Ekkert þeirra mun þó vera alvar- lega meitt. Rétt eftir hádegið í gær varð harkalegur árekstur a Laugatungu Framh. á bls. 5 Veiðimönnum verður séð fyrir gistingu og fæði á Skeggjastöðum við Vesturá. Veiðitíminn í Vatnsdalsá hefst þann 15. júní og stendur til 15. september. í ánni eru sex veiði- svæði, þrjú silungssvæði og þrjú laxasvæði. Á þessi hefur ekki verið leigð út undanfarna áratugi og er því ekki vitað nema eins mikill lax muni reynast á silungssvæðun- um, eins og á laxveiðisvæðunum. Tryggvi Ófeigsson hefur haft ána á’leigu undanfarin 5 — 10 ár og hún aðeins verið notuð af honum og gestum hans. Þar áður hafði ána á ieigu Englendingur að nafni Fort- esque, sem hafði hana um áratugi. Tryggvi Ófeigsson gaf upp 399 laxa veiði í fyrra, en ekki er að miða við það, þar sem áin var langt frá því fullnotuð. í Laxá í Ásum, sem rennur £ sama ós og Vatnsdalsá, veiddust £ fyrra um 1200 laxar, en hún er mun vatns- minni. Mikil eftirspurn var eftir ánni og buðu 16 aðilar £ hana £ vor. Þeirra á meðal voru Tryggvi Ófeigsson og Fortesque. Englendingur að nafni Stewart, sem skrifaði bók um lax- veiðar á Islandi sagði £ grein £ ensku blaði f vetur að Vatnsdalsá væri eina áin á íslandi, sem ekki hefur verið fullnýtt svo árum skipt ir (underfished for years). Ekki liggur þvi ljóst fyrir enn, hver veiðin verður þegar hún loks verð- ur nýtt. Gistingu mun veiðimönnum séð fyrir £ Kvennaskólanum á Blöndu- Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.