Vísir - 28.05.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 28.05.1962, Blaðsíða 2
VISIR Mánudagur 28. maí 1962. V///áMmZáM!Z?////£ ta Akranes- Valur 1:1 í rigningarleik Fram vann á mun betra úthaMi Akurnesinga., sem fyrir rúinum mánuði voru sagðir vera búnir að glata tilverunni, krcektu sér í stig strax í fyrsta leik sínum í úrhellis- rigningu á heimavelli sínum á Langancsi við Akranes. Það voru Valsmenn sem sóttu Akurnesinga heim og varð jafntefli 1:1. Ríkharður með. Fyrri hálfleikurinn var jafn en síðari hálfleikinn voru Valsmenn í nokkurri sókn að marki ÍA, eða þar til síðustu 10 — 15 mínúturnar að þeim tókst að ná nokkurri „pressu“ á Valsmarkið. Það vakti mikla athygli að Rík- harður Jónsson lék nú aftur með liði sínu og enda þótt hann hreyfði sig ekki mikið var hann liðinu ó- metanlegur stuðningur „móralskt" auk þess sem hann átti sinn þátt í góðu spili. Akurnesingar urðu fyrri til að skora í fyrri hálfleiknum og var það beint úr hornspyrnu að Ingvar Elísson, miðherji Akraness, skall- aði laglega í mark, 1:0 fyrir ÍA. Valsmenn svöruðu ekki nema nokkrum mfnútum síðar með marki Bergsteins úr vítaspyrnu. Hafði Valsmaður verið kominn inn fyrir vörn Akraness, en varn- armaður beitt hann ólöglegum brögðum. 10 áhorfendur stóðu Er leikurinn á Akranesi fór fram var ausandi rigning og leiðinda- veður til keppni. Voru t .d. aðeins 10 manns, sem stóð í rigningunni á áhorfendapöllunum, en margir voru í bifreiðum utan vallar. Leikmenn áttu engir nema sæmi- lega frammistöðu, og ekki umtals- verðir, en lið Akurnesinga stendur sig mun betur en vænta mátti, Hannes Þ. Sigurðsson, Fram, dæmdi leikinn, og fórst það vel úr hendi. KR skoraði eftir 80 mínútna leik Það tók KR 80 mínútur að skora hjá frískum, fljótum og ákveðnum ísfirðingum á laugardaginn. KR átti heldur meira í leiknum en yfir- leitt komu ísfirðingar á óvart með getu sinni í leiknum. Garðar skoraði. Það var Garðar Árnason, sem skoraði fyrra mark KR-Iiðsins, en það var þrumuskot úr aukaspyrnu efst í markhornið á 35 mín. síðari hálfleiks. Síðara markið skoraði Halldór Kjartansson úr þvögu, sem myndaðist við mark ísafjarðar er 3 mínútur voru eftir af leik_ Unnu KR-ingar þannig 2:0, sem má telja sanngjörn úrslit. Áhorfendur voru margir á Isa- firði eða um 700 og skilyrði allgóð, þurrt veður en allsterkur hliðar- vindur á völlinn. Völlurinn hefur Nóg af góðum mönnum, en enginn völlur til uð æfo eða keppa á fyrir norðan - senir Reynir Karlsson Resynir Karlsson, íþrótta- kénnari, er nýlega farinn norð- ur til Akureyrar þar sem hann mun dveljast í sumar með fjöl- skyldu sína og þjálfa 1. deild- arlið Akureyrar. Við hittum Reyni inn á Laugardalsvelli á Iaugardaginn, en hann kom hingað með liðinu til keppni við Fram. Sagði Reynir okkur m. a. að aðstæðurnar á Akureyri hefðu aldrei verið jafn slæmar og ein- mitt nú í sumar. Hinn glæsilegi grasvöllur væri gjörsamlega dauður af kali og líkle^a yrði ekki hægt að keppa eða æfa á honum fyrr en um miðjan júlí mánuð. Á Akureyri er ekki í annað hús að venda, þar eð malarvöllur fyrirfinnst ekki lengur þar í bæ. Hefði hann orðið að fara með piltana nokk- uð út fyrir Akureyri í svonefnt Grafarholt þar sem þeir hafa æft af miklum áhuga milli þúfnakollanna á allt of litlum velli, en með mörkum þó. Sagði Reynir að lið sitt hefði aðeins 6 — 8 æfingar að baki og Reynir Karlsson Framh. í bls. 5 verið lagaður talsvert frá því í fyrra, stækkað(ií!llög,',énddH}teYtur og er hinn sæmilegasti af malar- velli að vera, en nokkuð láus í sér. ísfirðingar vöktu athygli fyrir frískleika, spretthörku og gott út- hald og eru taldir geta staðið sig í sumar í 1. deildinni, en eflaust verður baráttan hörð hjá þeim að halda sér frá botninum. Fram vann fyrsta sigurinn á 51. íslandsmótinu í knattspymu, sem hófst á Laugardalsvelli kl. 4 á laugardagseftirmiðdaginn. Það varð þó Iangt frá því að vera léttur sigur fyrir Fram yfir æfinga- litlu liði Akureyringa, sem voru mjög harðir í horn að taka meðan þeim entist úthald, en 2:0 sigur þeirra var þó mjög sanngjarn. Akureyringar voru hættulegri í byrjun. Akureyringar sóttu fast að marki Framara fyrstu mínúturnar og hraðar sóknir þeirra ógnuðu hvað .eftir annað og átti Halldór Lúðvíksson í mestu vandræðum með Steingrím, sem ásamt Kára og Páli Jónssyni voru hættulegustu menn Akureyrarsóknarinnar. Fram tókst þó að ná tökunum á leiknum eftir 15 — 20 mínútur. Framarar áttu góð tilþrif og mark, er Guð- mundur Óskarsson skoraði á 22. mínútu var mjög fallegt, en var dæmt réttilega rangstaða, en vörn Akureyrar hafði gott lag á að leika framlínu Fram rangstæða og mörg tækifærin voru á þann hátt eyði- lögð fyrir þeim. Eina markið £ fyrri hálfleik skoraði svo Guð- mundur Óskarsson laglega af stuttu færi á 33. mínútu. Fram átti síðari hálfleikinn. Síðari hálfleikinn átti Fram að mestu enda þótt það gæfi aðeins É dag Kl. 8.30 fer fram leikur í 2. deild íslandsmótsins I knattspyrnu og leika þá á Melavelli Þróttur — Breiðablik. eitt mark. Mark þetta kom snemma í síðari hálfleik, er Guð- mundur Óskarsson gaf fyrir til Grétars Sigurðssonar, sem skoraði örugglega. Framarar verða hættulegir í sumar, Ekki er nokkur minnsti efi á að Framarar eru nú eitt af þeim lið- um, sem gerir hvað mesta kröfu til hins nýja íslandsbikars, enda er liðið að breytast til mikilla muna og er að eignast einhverja hættulegustu og beztu framlínu, sem sézt hefur lengi. Leikur lið- anna nú er ekki mikill mælikvarði vegna hinna óhagstæðu vallarskil- yrða, sem Laugardalsvöllurinn í rigningu býður upp á. Hjá Fram átti beztan leik Geir í markinu, og má þakka honum að ekki kom mark, bæði fyrir ágætar staðsetn- ingar og grip á hálum boltanum. Framlínan var og ágæt og menn nokkuð jafnir, en Grétar og Guð- mundur þó mest afgerandi í mörk- unum. Akureyringarnir voru of út- haldslitlir en eru mjög lofandi. Er það slæmt að leikirnir nú I íslands- mótinu skulu vera hálfgerðir æf- ingaleikir fyrir þá eins og Reykja- víkurmótið er liðunum hér I Reykjavík. Steingrímur, Kári og Páll voru hættulegastir í framlínu liðsins, en framverðirnir Magnús Jónatansson og Guðmundur Jóns- son eru báðir mjög góðir og Sig- urður Víglundsson, bakvörður, sterkur og traustur. Öllum er þess- um mönnum eitt þó sameiginlegt að hafa ekki nema hálft úthald í 90 mínútna leik. Einari Helgasyni, aldursforseta liðsins má þakka að. ekki varð stærra tap, þvf víst „pressuðu" Framarar nokkuð fast £ si'ðari hálfleik og þá varði Einar mjög vel og lék skynsamlega með Framh. á bls. 5 Frá fyrsta leik deildarkeppninnar sunnanlands sl. laugardag. Fram og Akureyri áttust þá við. Reykjavíkurliðið sigraði 2:0.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.