Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. maí 1962. VISIR 3 Sigurborg Friðgeirsdóttir, Guðbjört Erlendsdóttir, Guðný Þórðardóttir og Kristín Þorsteins- dóttir í setustofu símastúlknanna. Vilborg Bjömsdóttir, varðstjóri, hellir kaffi I bolla hjá Rósu Þorláksdóttir. Á þriðju hæð í Landsímahús inu er eitt mesta kvennabúr sem finnst í Reykjavík. Þar er til húsa langlínustöðin, upp- lýsingar og skiptiborð fyrir 11000 númer. Við númer 02, 03, og 11 þús- und yinna ellefu stúlkur, en auk þess eru í sama sal margar aðrar stúlkur ,sem sjá um af- greiðsluna út á land. Þegar vakt er fuliskipuð, eru alls milli 30 og 40 stúlkur þarna. Við tókum tali stúlkurnar á upplýsingum og spurðum þær hvað þær væru helzt spurðar um. Það algeng'asta er að sjálf sögðu símanúmer. Mjög algengt er að fólk byrji á að segja ann- aðhvort, ,,ég finn ekki síma- skrána“, eða ,,ég finn hvergi gleraugun mín“. Eitt af því er veldur þeim þó mestum erfið- leikum er hvað fólk er lengi að skilja sem sagt er við það. Ef þær ættu að svara öllu því sem þær eru spurðar um, yrðu þær að vita svo að segja alla skapaða hluti. Fólk hring- ir gjarnan og spyr um sfmanúm er, án þess einu sinni að vita hvað fólkið heitir, sem hefur númerið, eða hvað maðurinn heitir, sem það er að leita að. Mjög algengt er að fólk lýsi húsum ,sem sfminn á að vera í og vill þá fá að vita um sím- ann í gula húsinu á þessu og þessu horni. Meðan við stóðum við, hringdi til dæmis einn og spurði um sfmann f húsinu á Lindargötunni með trjánum fyrir framan. Og svo er það síminn sem gufaði upp. Fjölskylda nokkur hafði fengið tvo af hinum nýju símum ,sem hafa heyrnartól og skífu í einu lagi. Eitt barnanna á heimilinu tók sig til og tróð tyggigúmmí í allar holurnar á taltækinu, svo að ekkert heyrð- ist úr því. Húsmóðirin reyndi öll möguleg ráð til að hreinsa þetta burt ,en gekk illa. Náði hún loks f einhverja efna- blöndu og bar hana á símann til að vita hvort hún myndi ekki losa þetta af. Skildi hún síðan tækið eftir um stund. Henni brá þó illilega í brún þegar hún kom aftur. Síminn var horfinn sporlaust. Það sem hefur skeð er, að efnablandan hefur verið of sterk og leyst símann upp. — Stúlkumar á upplýsingum með símaskrár á spjöldum fyrir framan sig. Talið frá vinstri: Unnur Kristjánsdóttir, Guðný Hjartardóttir, Margrét Ársælsdóttir, Ebba Bjamhéðins, Ágústa Hafberg og Kristín Þorsteinsdóttir. Hann var bókstaflega gufaður upp. Eitt af því sem stúlkurnar þurfa að vita ,er hvaða símum er lokað. Fá þær yfir það langa lista, í hvert skipti sem sfminn fer að rukka. Er mikið spurt, um það leyti sem sfmunum er lokað. Einnig er mikið spurt um leyninúmerin, en þau fá þær ekki einu sinni að vita um. Stúlkur þessar reyna að leysa vanda fólks eftir beztu getu. Ekki er þó allt mjög áríðandi sem þær þurfa að gera, því að þær segja að aðeins um 20% þeirra sem hringja, þurfi þess raunverulega með. Alls taka upplýsingar við um 2200 upp- hringingum á dag. Séð yfir afgreiðslu langlínustöðvarinnar. 2200 HRINGINGAR Á DAG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.