Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 29. maí 1962. VISIR 13 Hverjum Naumast getur hugsazt nytja- minna starf en dund við listir virð- ist vera. Málverk á vegg safna ryki, myndastyttur í safni taka upp dýr- mætt húsnæði og eyða tíma manna við hreinsun og umhirðu, hljóðfæri gera slíkt hið sama og kosta auk þess stórfé í notkun, bækur af því tæi, sem telja verður til listaverka taka þó líklega mest fé og lengst- an tíma. Allt er þetta þó talið til menningarauka. Nú mætti spyrja hvort þar væri um blekkingu að ræða og allt þetta eða eitthvað af þvf væri jafnvel eða betur horfið og gleymt. Svo er þó ekki og sízt það, sem yngst er allra fyrirbæranna, en það eru bækumar. Þær eru í ríkustum mæli bankar og sparisjóðir allra nýti- legra hugsana og kennda mann- kynsins og helzt þær, sem til minnsta nytja sýnast á blóðvelli en það em ljóðin. Ber þar margt til, en sýnilegast og sannanlegast það, að Ijéðagerð hefir um allan aldur verið helzta málgöfgun sér- hverrar tungu, en tungumál þjóð- anna er ekki aðeins hugsanamiðill og á þann hátt óvirðandi til verðs, heldur er auk þess sérhvert tungu- mál ræktunarland greind og mann- viti, akur, sem hver fyrir sig hefir með nokkmm hætti sérstakt eðli hversu margt, sem kann að vera sameiginlegt með honum og öðr- um og er því, þótt aðeins sé um tungumál smáþjóðar að ræða, sá lausnari lýða, sem aldrei verður nógsamlega virtur eða fullþakkað- ur. Hér á landi og nú á tíma er þetta hvað augljósast, sem það getur orð ið. Yfir þjóðina hellast straumar erlendra áhrifa austan að og vest- an. Við slík skilyrði cr full ástæða til að halda fastar venju í allt, sem íslenzkt er, málfar hvað helzt, og raunar hvað annað en þékkingar- skort af því, sem auðkennir þjóð- ina og vekur athygli á samstöðu Islendinga við aðra íslendinga á- samt margsannaðri nauðsyn þeirra til að vera fyrst og fremst þeir sjálfir áður en þeir reyna til að innbyrða lífen.isháttu og aðferðir annarra þjóða. Þótt þetta kunni að þykja ein- l ..-engingslegt innilokunarsjónar- mið, þá er það eina leiðin, sem hugsazt getur þjóðinni til viðhalds og bjargar á hættutímum. Einkum er það nauðsynlegt í menningarmál um og ætti helzt að vera fram- kvæmanlegt þar, af því að ágjarnar og menningarlitlar auðsöfnunar stéttir er vandgert að sveigja frá gróðafyrirtækjum sínum hversu ill sem eru, jafnvel eiturlyfjasmygl er borið á brýn nokkrum hluta þeirra manna, sem aðstöðu hafa til slíks. Er þá vart að vita hvar staðar verður numið með auðgunarglæpi ef sú er stefnan, en ekki sýnist það heimtufrekja að ætla skáldum og rithöfundum að skilja svo auðskil- ið mál sem það er að seint verður ofalin ræktarsemi til landa sinna og varúð við að vinna þeim tjón ásamt skygni á hverjir þeir eru. Það er betra að forðast námerk- ingar þar sem mikið er rúið og rétt að gæta auðkenna sauða sinna í fjölsóttum réttum. Þessi almennu sannindi valda þv£, að hafið er máls á vandvirkni og gjörhygli um allt þjóðlegt en þó fyrst og fremst um vaxtarbrodd þjóðtungunnar: ljóðagerðina. Lítið atvik — og ef til vill ekki svo ýkja smátt þó — varð að þessu sinni til þess að æsa upp óttann við undanhald frá þeirri varðstöðu og það þá því miður ósennilega til- komið af eintómu gáleysi. Er þar um að ræða fyrsta hefti þess ár- gangs af Eimreiðinni, sem nú fór úr hlaði fyrir skemmstu með því innihaldi og efnisskipun að örðugt er að láta ómótmælt. Bókmenntatímarit hafa gott for- dæmi frá Fjölni. Fyrsta hefti fyrsta árgangs hans hófst með kvæði Jón- asar Hallgrímssonar ísland far- sælda Frón, ágætum athyglivaka, sem var nýnæmi í hugsun, formi og allri efnismeðferð, en þó svo harðíslenzkt að ljóðreglum að þangað verður jafnað en varla' lengra, þótt fyrir bregði afvikum frá algengustu venju Fyrsta hefti Eimreiðarinnar nú ; hefst aftur á móti með svokölluðu Hjarðljóði Jóhannesar úr Kötlum. Jónas tók erlendan bragarhátt og færði hann í þjóðbúning fs- lenzkra braga að svo miklu leyti sem hann var ekki frá upphafi í sams konar búningi og hér hafði tíðkazt og gefið góða raun. Jóhannes tekur upp framsetn- ingu erlendrar bragleysu og skýrir afrekið Ijóð, þótt þegar sé búið að benda á það með óhröktum rök- um, og að ýmsra dómi óhrekjan- legum, og það margsinnis, að ljóð hafi óbundið mál aldrei heitið á íslenzku, jafnvel ekki þótt nokkr- ir þeirra manna, sem eiga afkomu sína eða frægð — að því, er þeir virðast halda — undir því að fá að hylja nekt sína bak við ljóðs- heiti, æpi nú upp um það, að þeir séu ljóðskáld og hróðrartað þeirra Ijóð eða kvæði að nafnbót. Jóhannesi eru manna dæmin, bæði á hann sér skoðanabræður og -systur, þótt ekki sé kunnur sá fjöldi þeirra að nokkur mál- breyting frá þeim hópi geti helgazt af mergð mælenda eins og sumir umburðarlyndir málfræðingar vilja vera láta um kv-villu okkar Norð- lendinga og fleiri, ásamt öðrum málspjöllum, hann hermir aðeins eftir erlendum siði eins og Sveinn lögmaður Sölvason vildi gera láta eða gerði alkunn hermikráka ein, sem lék svo oft og lengi heima £ sveit sinni þekktan og auðkenni- legan þjóf, að hann fann að lokum ekki sjálfur hvenær hann beitti eigin rödd eða bar fyrir sig þjófs- hljóðin. Vafamál er hvort Jóhann- es og félagar hans skiljast jafnvel við uppátæki sitt og hermimeistar- inn gerði, þvi hann tók upp eigin talanda aftur þegar hann varð þess var að hinir þjófhræddari grannar hans skelltu i lás hirzlum sinum um leið og þeir heyrðu málblæ mannsins með löngu fingurna í göngunum, þótt þar væri aðeins dauðfróm eftirherma að koma. Hliðstætt þessu mætti svo fara, að minnkaði Ijóðvirðing og kvæða- kaup tækju að fæla menn frá þvi að kalla önnur rit ljóð en þau ein, sem eru ljóð og væri þá nokkru bjargað hvenær sem bætt verður að fullu úr óvirðing, sem þegar er fallin á heitin ljóð og kvæði orð- list og réttmæti til niðurdreps, og skáldum og skáldefnum til skaða, er með því ekki sagt að allt það, sem siglt hefur undir óverðskuld- uðu ljóðsheiti þurfi að vera illur skáldskapur, þótt flest sé það svo, heldur er aðeins átt við, að það felli sérhvern hlut í áliti ef boðin er í blóra við hann og undir hans nafni önnur vara, jafnvel þótt góð væri til einhvers. Væri það bæði skáldunum sjálfum, þjóðinni í heild og einkum allri orðvisi mik- il hamingja ef svo mætti takast. Matthias Jochumsson byrjaði eitt erindi sitt: Tungan geymir í timans straumi trú og vonir landsins sona ... Skyldi honum hafa orðið það til langlífari frægðar að segja: Málið geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona ... ? Þarna er þó aðeins kastað stuðlun íslenzkra braga, en nú eiga að heita ljóð það sem hvorki virðir bragliði stuðla, rím eða neitt það, i sem breytt hefur máli í ljóð. Getur hver sem vill auðveldlega valið sjálfur önnur dæmi og rannsakað hversu þeim verður við tilsvarandi umskipti. Með því að fella niður kröfuna um bragliði og týna stuðlum og höfuðstöfum er það eitt unnið að gera hagmælskusnauðum klaufum léttara fyrir en ella að sulla út einhverjum ritverkum undir ljóðs- heiti, er þá þó með öllu óvíst að hugmyndir þeirra hafi fengið þá rannsókn, sem höfundurinn mátti vel veita þeim eða þann þroska að eiga sér lifs von „í vetrarhríð vaxinnar ævi“. Snöggsoðnar hugdettur orðauka eru sjaldan áhrifamiklar eða lang- lífar, en harðmótuð, hljómsnjöll og þaulhugsuð ljóðlína getur valdið stórvirkjum og verið viti á leið mannlegrar hugsunar og málsnilli um aldir. Liggur við að það sé móðgandi að segja þetta, þar sem það hlýtur að liggja öllum viti- bornum mönnum í augum uppi, að því lausara í reipunum, reglu- snauðara og grautarlegra sem hvert það efni er, sem fram kann að vera borið, því miður tollir það í minni og því lakar nær það áhrifum í bráð og lengd, gildir það bæði um form og innihald. Samkvæmt þessu og samkvæmt flestra manna reynslu verður því laust mál nytjaminna til flutnings hvaða boðskapar sem er heldur en ljóðmælið, auðvitað þó að öðrum kostum jöfnum, lausa málið rekur erindi sitt lakar en ljóðið, heldur skemur við virðingu höfundar síns og geymir lakar orðmyndir móður- málsins sökum þess að það lærist síður. Það veynir minna á orð- þiinni æfir miður orðmyndun- aríiæfni notenda en bundna málið svo að bæði sniðganga þeir höf- undar stundarhag sinn og sneiða hjá þroskaleiðum, er afrækja ljóð- form séu þeir á annað borð óð- færir, og er þá með orðinu ljóð- form átt við fullburða kveðandi: bragliða rétta, stuðla rétta, með rétt settar ljóðlínur og vitaskuld rétt rímaðar ef rimi er beitt. Ekki er kauplágum verkamanni eins og þeim, sem þetta ritar ráð- legt nú um sinn, að birta sýnishorn þess skáldskapar ,sem kallar sig Ijóð án ýmissa auðkenna ljóðanna. Það kynni að valda reikningum með ritlaunakröfum og málaferl- um, ef ekki yrði viðstöðulaust greitt það, sem krafizt er. Hér verður því látin nægja sú fullyrð- ing, seiT- begar er fram komin að Jóhannes iiafi birt undir nafninu: Hjarðljóð eitthvað það, sem ekki er ljóð, hvað sem það annars kann að vera. Því afbroti á móti öllu rétt mæli fylgir svo eins og til samlætis danskborin orðaröð, þar sem höf- undurinn - einn hinn hagorðasti maður þjóðar sinnar, hefur að ástæðulausu sett eignarfornafnið á undan eigninni, þótt hitt sé frekar reglan í islenzku máli að haga innbyrðis afstöðu slíkra orða eins og í þulunni: Eg skal dilla syni mínum sælum og ljúfum þangað til að kýr mínar koma af fjöllum ... Þarna stendur ekki mínum syni eða mínar kýr. Þetta orðskynjunar atriði er að vísu margbrotið af öðrum áður, en fátt þykir jafn vel sagt með þeirri brotalöm eins og án hennar og óalgengt mun það vera að orð- listarmenn setji niður slíka ómaga hjá lesendum sinum nema goldið sé meðlag, t.d. með bættu hljóm- falli hvað bragliði snertir, stuðlun eða rím. Væri vitleysan rímbundin eða stuðluð föst var reynt að um- bera hana eins og valbrá á annars ánægjulegu barni. Að maðurinn sleppir frá sér um- getinni orðaröð til útskits á mál-! kennd annarra og til eigin laging- ar eða yfirhöfuð kemur hún í hug, getur átt sér ýmsar orsakir svo sem þá yfirlýstu trúarjátningu að ljóðbönd öll séu nytjalausar hindr- anir hugmundaauði og frumleik og að engu hafandi, er þá stutt í að fella niður fleiri reglur á eftir j og láta allt fljóta, „sem heimskum manni getur dottið í hug“. En ef litið er á bókahlaða bóka- markaðanna nú þessa dagana og athugað hve fátt þar er bætandi rita, þá mætti fara svo að það yrði niðurstaðan að hér sé ofmikið gefið út og meiri vandvirkni og meiri kröfur höfunda og lesenda til tilgangs og frágangs hvers rits væri hvað nauðsynlegust breyting og stórum betri en aukin fram- Ieiðsluleyfi til að velta upp enn meiri leir og enn lakar hnoðuðum en þegar hefur lengi tíðkazt. Að vísu er Jóhannesi úr Kötlum nokkur vorkunn. Hann hefir bitið sig fastan í ákveðna skoðun og honum er sem öðrum rétt að fara eftir því, sem hann hyggur rétt- ast. Hann lifir þá eða deyr sæll £ trú sinni og það er ekki að öllu illur kostur, þótt að vísu væri betra að trúin væri rétt en röng. Ritstjóri Eimreiðarinnar er tor- skildari, að setja grein Bjarna M. Gíslasonar um hrörnun og hættu íslenzkrar orðlistar og bókmennta falda innan um alls konar dót en Iáta Hjarðljóðið hreykja sér í stafni eins og einhverja helvízka Hölga- brúði, það er furðulega skipað til öndvegis fyrst ekki veldur stein- blind óljóða ást, sem varla mun vera eftir viðhöfn við setningu að dæma. Eimreiðin kemur þeim, sem þetta ritar sem og öðrum meðlim- um félags þess, er hluta á £ henni, nokkuð meira við en önnur tímarit. Því er smekkleysi hennar þeim hópi meiri mótgerð en ávirðingar annarra, og því er hér eytt orðum um það, sem þar þykir miður fara, hvort sem það felst í þvi að þéra hundinn eins og Björn Gunnlaugsson kvað hafa gert í ógáti eða óvirða manninn eins og mörgum hefir orðið um sakleysi. En mjög er það táknandi að sá maðurinn skuli nú hefja upp raust sína á móti ljóðaspjöllum og tóm- hyggju, sem manna bezt og mest hefir unnið að endurheimt þjóð- verðmæta okkar úr herleiðingu þeirra. Það er samræmi í því að heimta íslenzk menningarverðmæti heim aftur úr útlegð þrátt fyrir til kostnað, vanda og ábyrgð og hinu að krefjast nú geymslu og viðhalds þess, er aldrei var frá okkur tekið en er komið í hættu sökum leti, fyrir ásókn í annarlega muni, vegna afrækjuháttar við forna siði, af montviprum eða fyrir þá litil- mennsku að telja sér skylt að herma allt eftir öðrum t. d. að kasta bragliðum og stuðlum að hætti margra erlendra þjóða án þess að hætta að kalla vanskapn- inginn, sem út af þvi kemur sama nafni og réttskapað fullburða af- kvæmni á eitt og hefir ætíð gengið undir. í ekki glæstara samkvæmi en fyrsta hefti 68. árgangs Eimreið- arinnar hefir að bjóða hæfir Bjarna M. Gíslasyni enginn staður nema stafnbúans, en meinlokum, lang- lokum og lokleysum ásamt höf- undum þeirra er staðurinn hent- astur þar sem minnst ber á þeim þótt þeir fái að fljóta með. Þeir eru þá bezt komnir í miðjum flokki eins og kálfar sauðnauta, varðir og huldir af sér verklegri gripum. Sigurður Jónsson, frá Brún. AÐALFUNDUR H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundar- salnum í húsi félagsins laugardaginn 2. júní 1962, kl. 1Y2 e. h. Dagskrá samkv. samþykktum félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins kl. 1—5 e. h. þriðjudag 29. og miðvikudag 30. maí og föstudag 1. júní. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. AÐALFUNDUR Sölusambands Isl. fiskframleiðenda verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 14. júní 1962 kl. 10 f. h. D A G S K R A : 1. Formaður stjórnar setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfa- nefndar. 3. Skýrsla stjórnarinnar fyrir árið 1961. 4. Reikningar Sölusambandsins fyrir árið 1961. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál. 7. Kosning stjórnar og endurskoðenda. Stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda. Skrifstofur r'ikisféhirðis og rikisbókhalds verða lokaðar til hádegis miðvikudaginn 30. þ. m. vegna útfarar Ástu Magnúsdóttur fyrrv. ríkisféhirðis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.