Vísir - 08.08.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 08.08.1962, Blaðsíða 1
VÍSIR 52. árg. — Miðvikudagur 8. ágúst 1962. — 184. tbl. íslenzkir leikarar eru mjög góiir segir Balling leikstjóri Töku fyrstu íslenzku kvikmyndarinnar er lokið. Eftir stanzlausa vinnu, þeysing og hamagang í heilan mánuð, hafa öll at- riðin verið filmuð, og það oftar en einu sinni. Mynda spólan er hvorki meira né minna en 12000 metrar, sem er ekki lítið þegar lit- ið er á að myndin sjálf verður aðeins 2600 metr- ar. Það hefur tekið heilar nætur að mynda þriggja mínútna senu og verkið hefur staðið í heilan mán- uð — myndin sjálf stendur í einn og hálfan tíma. Maðurinn á bak við allt þetta, skipuleggjarinn, framkvæmdar- maðurinn, potturinn og pannan, er leikstjórinn Erik Balling. Sagan er eftir Indriða, handritið er Guðlaugs Rósinkranz og linsan hefur beinst að leikurunum, en á bak við heldur Balling í taumana og stjórnar verk- inu. Það hefur verið samdóma álit allra, sem við kvikmyndunina hafa unnið að betri stjórnanda hafi ekki verið hægt að hugsa sér. Fyr- ir það þakka þeir honum og um leið það afrek að gera það „ó- mögulega mögulegt". Sjálfur segir Balling: — Það er ekkert að þakka. Ég og allir aðrir gerðu eins og þeir gátu og það er aðeins það sem krefjast verður af hverjum manni I sínu starfi. Söltun 40 þús. tunnaleyfð í morgun bárust Síld- arútvegsnefnd fregnir um að tekizt hefði að selja 6.000 tunnur af sér verkaðri Norðurlands-' síld til ísraels. Er það fyrsta síldarsalan, sem við það ríki hefir verið gerð sem nokkru nemur en fyrir allmörgum ár- um voru send nokkur sýnishorn af Suðurlands síld þangað. Upplýsingar þessar gaf Er- lendur Þorsteinsson, formaSur nefndarinnar, í morgun. Er hér um að ræða eins konar matjes- verkun, en að viðbættum sykri. Heildar-tsraelsmarkaðurinn er 25—30.000 tunnur. Nú hefir söltun verið leyfð aftur sem kunnugt er. Taldi for- maður Síldarútvegsnefndar að óhætt myndi verða að salta 35 —40 þúsund tunnur enn upp í Rússlandssamninginn. Auk þess væri ekki að vita nema tækizt að selja til Norðurlanda meiri síld ef veiðar Norðmanna og Færeyinga gengju illa á næst- unni. Heildarsíldarsöltunin mun þvi fara yfir 300 þús. tunnur. Það er samt ekki eins mikið magn og saltað var á vertíðinni í fyrra. Engin síldveiði Engin síldveiði var i nótt vegna brælu á miðunum. Veiðiflotinn ligg- ur að heita má allur í vari, flestir bátanna á Austfjarðahöfnum, en mjög fáir á vestursvæðinu. Veðurstofan spáir nú lygnandi og batnandi veðri á miðunum og menn gera sér almennt vonir um að flotinn leggi af stað síðdegis í \ dag eða með kvöldinu. Erik Balling. En hann segir líka, nú þegar hann heldur af 1 andi brott, að starfið hér hafi verið sérlega á- nægjulegt. Bæði fólk og land kom mér á óvart og enginn skuggi hef- ur fallið á samvinnu mína og ykkar manna hér. Óneitanleg reynsla. — En hvað viljið þér segja um kvikmyndina sem leikstjóri henn- ar? — Það er aldrei hægt að segja neitt fyrr en myndin er komin Framh á bls. 5 Nýr forstöðu- maður Um síðustu mánaðamót urðu forstöðumannsskipti hjá Bif- reiðaeftirliti ríkisins. Jón Ólafs- son, sem veitt hefur Bifreiða- eftirliti ríkisins forstöðu frá stofnun þess, lætur nú af starfi, en Gestur Ólafsson, sem hefur verið fulltrúi í stofnuninni, hef- ur verið settur forstöðumaður. Gestur hefur unnið við Bifreiða- eftirlitið yfir tuttugu ár. Mynd þessa tók ljósmyndari Vísis í gær, þegar verið var að landa aflanum úr Hvalfellinu við togarabryggjuna. Fyrsta togarafísknum landað í Reykjavík Reykjavíkurtogararnir eru nú þeir aflann í land og er þár mest farnir að koma af veiðum. Leggja Uppspretta taugaveikibróður í andabúi í Minni Vatnsleysu Engin hætta frá hænueggjum Skýring er fengin á upp- runa sjúkdómsfaraldurs þess, sem kallaður ^r taugaveikibróðir. Þess kon ar sýklar hafa nú verið ræktaðir frá andarungum í andabúi fyrirtækisin* Sílt’ Dg fiskur í Mmm V afn- leysu. Verður öllum fugl- um í andabúinu nú eytt og búið lagt niður. Hins veg- ar virðist engin ástæða til að óttast að sjúkdómúrinn berist með hænueggjum, þv; af þar hefur hanr ekk; fundiV þrát< fyrir víðtæk? rannsókn á hænsnabúum. Vfsi barst í morgun svolátandi tilkynning frá borgarlækninum f Reykjavík: „Eins og frá hefur verið skýrt hefur sieitulaust verið leitað að uppruna faraldurs þess, sem geng- ið hefur hér að undanförnu og al- mennt er kallaður taugaveikibróð- ir. í rannróknum, sem Rannsóknar- stofa Háskólans og Tilraunastöð- in á Keldum hafa unnið að í sam- einingu hefur ræktazt frá ný- klökturr andarungum úr ahdabú- inu í Minni Vatnsleysu á Vatns- leysuströnd samskona* sýkill (Sal- monella typhii murium) og sá er valdið hefur faraldrinum. Má með nokkurn veginn öruggri vissu fullyrða að hér sé fengin skýring á uppruna veikinnar að því er varðar flest sjúkdómstilfellin, en smitunarleiðir eru þó ekki full- kannaðar enn. Fuglum í andabúi því er hér á í hlut verður öllum eytt og anda- búið lagt niður. Er þar með tekið fyrir þessa uppsprettu veikinnar. Mjög víðtækar rannsóknir hafa verið gerðar á hænsnabúum, en þær hafa ekki leitt í ljós að sýk- ingarhættn stafi frá þeim. Nánari tlkynning um gang, máls ins verður sfðar birt um að ræða karfaafla. Tveir tog- arar eru þegar komnir inn, Narfi og Hvalfell. Sá þriðji, Ingólfur Arn- arson, er væntanlegur f höfn f kvöld eða á morgun. Það er ekki búizt við að togararnir fari að selja í erlendum höfnum fyrr en í september, því að fiskmarkaður- inn er Iíklegur þar á sumrin. Fyrsti Reykjavíkurtogarinn kom inn á mánudaginn. Var það Narfi eftir 10 daga útivist. Var hann með 143 tonn af karfa. Aflinn skiptist þannig milli frystihúsanna, að fyrst fékk frystihúsið á Kirkjusandi I helming, en hinn helmingurinn skiptist milli fjögurra frystihúsa, ísbjarnar, Bæjarútgerðar, Hrað- frystistöðvar og Sænska. Á þriðjudag kom Hvalfellið inn með 140 ’tonn einnig karfa og skiptist hann allur milli þeirra fjögurra fyrrnefndu frystihúsa, sem tóku helminginn af afla Narfa. Framb. á bls 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.