Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 1
 VISIR 52. árg. — Laugardagur 18. ágúst 1962. — 193. tbl. Fyrsía flugkeppnin Fulltrúi Islands í dag ú Langasandi Annan sunnudag eða 26. þessa mánaðar fer fram á Reykjavíkurflugvelli flug- keppni, ef veður leyfir, á vegum Flugmálafélagsins. Keppni þessi er þrenns konar, flugleiðsögn, lend- ingar og sérþrautir. Þetta er tvímenningskeppni og er öllum íslenzkum flugliðaskír- teinishöfum boðin þátttaka, en annar keppenda verður að vera flugmaður. Keppni þessi mun mjög reyna á hæfni þátttakenda, þeir fá upp- lýsingar hvert fljúga skal hálf- tíma áður en þeir fara í loftið. Síðan eiga þeir að gera flugáætl- un og verða gefin stig fyrir hve nákvæm hún er og gilda þau 6/10. Framh. á bls. 5. 1 DAG fer fram úrslitakeppnin í alheimsfegurðarsamkeppninni á Langasandi. Fulltrúi íslands i henni er María Guðmundsdóttir. Verður spennandi að vita hvort hún kemst í úrslitin. Mynd sú sem Vísir birtir i dag af Maríu var tekin daginn áður en hún lagði af stað í förina vestur um haf. Er hún þar klædd 1 fagran og allt að því drottningarlegan íslenzkan skautbúning. Búningur- inn er grænn kyrtill sem frú Dýr- leif Ármann saumaði af sinni snilld. Sprotabeltið og koffrið fékk María að láni hjá frænku sinni. 1 sjálfri fegurðarkeppninni á Langasandi verður María í baðföt- um en einnig fer fram aukakeppni í þjóðbúningum. Skyldi dómnefnd inni ekki þykja talsvert koma til stúlkunnar og þjóðbúningsins? Arkitektínn bannar loft- net á Bændahöllinni Bandaríska upplýs- ingaþjónustan USIS, er fluíti starfsemi sína fyr- ir skömmu í BændahöII- ina, hefur mætt þar mikl um erfiðleikum, þar sem hún hefur ekki fengið að festa loftnet upp á hús- ið né heldur leggja loft- netslínu yfir í næstu hús. Það er nauðsynlegt fyrir starfsemi hennar að hafa loftnet til þess að taka niður nýjustu fréttatilkynningar frá bandarískum útvarps- stöðvum. VALD ARKITEKTS. En þegar hún ætlaði að fara að reisa loftnet sín, lagði arki- tekt hússins blátt bann við því að loftnetin væru sett á þak hússins og sömuleiðis bannaði með öllu að loftnetslínur yrðu festar í næstu hús. Það er ein- ungis bann arkitektsins, Hall- dórs H. Jónssonar, sem kemur f veg fyrir þetta. Telur hann sig hafa fulla heimild til þess, þar sem þetta valdi lýtum á út- liti hússins. Munu húseigendur í Reykjavík ekki fyrr hafa vit- að það að arkitekt geti bannað að setja útvarpsloftnet upp. RÖÐ SEX TRÉSTAURA. Sæmundur Friðriksson sem er í hússtjórn Bændahallarinn- ar skýrði Vísi frá þyi í gær- kvöldi, að hússtjórnin hefði ekk ert haft við það að athuga, þótt USIS setti upp nauðsynleg loft net. Hér hefði einungis ráðið vilji arkitektsins. Það virðist nú ætia að verða eina ráðið að USIS fái að reisa nokkra háa tréstaura einhvers staðar á lóð hússins, sennilega fyrir austan það og strengja loftnet sín þar. USIS vinnur gott starf við að dreifa til ís- lenzkra fréttastofnana nýjustu Tvö innbrof I fyrrinótt voru tvö innbrot framin hér í borg, en litlu stolið. Annað innbrotið var í verzlun Á. Einarsson & Funk að Höfðatúni 2. Brotin hafði verið rúða í glugga og farið með þeim hætti inn í hús- ið. Þarna hafði þjófurinn rúmlega 200 krónur í peningum upp úr krafsinu, en ekki sjáanlegt að neinu öðru hafi verið stolið. Hitt innbrotið var í húsakynnum Sölufélags garðyrkjumanna á Reykjanesbraut 6. Þjófurinn hafði komizt inn í afgreiðsluherbergi á bakhlið hússins og rótað mikið i ýmsum hirzlum, skápum og skúff- um, sýnilega i leit að verðmætum, en ekkert fundið sem hann hefur talið sér hag í að taka með og farið slyppur á brott. fréttum af því sem er að gerast í Bandaríkjunum og fær þessar fréttir gegnum útvarpsviðtæki. Greco kemur mónudaginn Á mánudagskvöld kemur hinn heimsfrægi Greco-ballett til Reykjavfkur með leiguflugvél Fiugfélags Islands. Dansflokkurinn, 26 manns, kemur á vegum Þjóð- leikhússins. Fyrsta sýning Gerco-ballettsins verður á þriðjudagskvöld og hefst miðasala kl. 1.15 í dag. Selt verð- ur á þrjár sýningar. Eins og áður hefur verið sagt frá í blöðum, er hér um að ræða einn þekktasta og vinsælasta spánska ballettflokk, er nú starfar og hefur hann sýnt f flestum stórborgum Vestur-Evrópu og Ameríku. Góðar horfur með síldveiði Frá Raufarhöfn var símað í gærkveldi að útlit væri fyrir góða síldveiði í nótt, en meginhluti flot- ans er nú á miðjum Héraðsflóa, j þar sem Pétur Thorsteinsson fann j allmikið síldarmagn í morgnu, 58 niílur út af Glettingi. Strax er skipið gaf út tilkynn-, ingu um að það hafi fundið síld | v mai *»» j H ...... Útlit hússins má ekki lýta með loftneti, segir arkitektinn á þessu svæði streymdu síldarskip- in þangað og þegar síðast fréttist í gærkveldi voru mörg þeirra bú- in að kasta og allar líkur fyrir góðri veiði í nótt. Sjómennirnir sjálfir telja, að þetta sýni eitt með öðru hve mik- ilvægt hlutverk síldarleitarskip- anna er, en þau hafa hvað eftir nnað komið að verulegu gagni í umar og á síldarflotinn þeim mik- ið að þakka. Skipstjórinn á Pétri Thorsteinsson er Jón Einarsson, sem áður var skipstjóri á Fann- eyju og hefur verið við síldarleit- ina um fjölda ára. Hann hefur reynzt afburða vel í starfi sínu, sem hans var von-og vísa. 1 dag barst tilkynning um það frá varðskipinu Ægi að það hafi fundið allmikið magn af ungri og vaxandi rauðátu á utanverðu Strandagrunni, og má vænta þess, að rauðátan verði þroskuð orðin og góð eftir nokkra daga. Þessi fundur gefur sjómönnun- um von um að sumargotssíldin, sem kemur vestan að inn í Húna- flóa, komizt þarna í æti og að þarna geti orðið um allgóða síld- veiði að ræða eftir nokkurn tíma. Fanney hefur nú verið send á þetta svæði til að fylgjast með rauðát- unni og væntanlegri síldargöngu. Sjöstanga- veiðimynd Kl. 5,30 í dag verður sýnd kvik- mynd í sjónvarpinu á Keflavíkur- flugvelli er tekin var á sjóstanga- veiðimótinu er fram fór um síðustu helgi frá Keflavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.