Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 1
EEV*" Nýr bor hefur verið keyptur til borana vegna leitarinnar að bæjar- stæði Ingólfs. Vísir átti í morgun viðtal við Þorkel Grímss., forleifafræðing. Hann hafði í júní s.l. með höndum. yfirumsjón með borunum í Ieit að bæjarstæði Ingólfs Arnarson eins og kunnugt er og hefur í sumar farið tvær ferðir út á land til þess að rannsaka kuml frá heiðnum tíma, svo sem fyrr hefur verið get- ið, í Skarðsvík vestra og á Gríms- stöðum, en bein þau sem fundust á þessum tveimur stöðum verða tekin til rannsókna af Jóni Steff- ensen prófessor. Þorkell Grímsson kvaðst búast við, að faraf ram á við borgar- arráð, að það veitti stuðning til framhaldsborana á hausti kom- anda, eins og það styrkti boranirnar í júní. Yrði þá borað á þeim svæð- um, þar sem áður var ákveðið að bora, og þyrfti borunum að vera lokið áður en frost kemur í jörðu. Þorkeil kvað safnið hafa keypt nýjan bor, léttan handbor, sömu gerðar og annar þeirra var, sem jarðboranir ríkisins lánuðu til keyptur í Svíþjóð og kominn til landsins. Sýnishorn þau, sem tekin voru við boranirnar í júní, hafa ekki enn verið tekin til rannsóknar, og ekki heldur ráðgert að taka þau til rannsóknar strax, en það verður gert innan tíðar, en þau eru í vörzlu safnsins og vel geymd. Siðvæðingin hefir nú hafið nýja sókn á ís- landi. Til landsins eru komnir þrír af forystu- mönnum hennar á Norð- urlöndum og munu þeir gista Reykjavík í nokkra daga, og ræða við all- marga menn. Eru þeir hingað komnir til þess að vinna í samræmi við hvatningu Frank Buch- mans, er hann gaf skömmu fyrir andlát sitt: Bjargið íslandi! • Þekktastur þessara Siðvæð- ingamanna er sænski þirigmað- urinn James Dickson, kammer herra Gústavs konungs. Hefir Dickson oft komið hinenð áður Frank Buchman í erindum Siðvæðingarinnar — (Moral Rearmament) og er hinn merkasti maður. Þá er hér í för með honum Bror Johans- son sem einnig hefir verið hér áður og þriðji maður. Þeir félagar munu eiga tal við allmarga áhrifamenn ís- lenzka, ráðherra, þingmenn, j; bankastjóra, ritsjóra o.fl. og | kynna fyrir þeim hugsjónir Sið J; væðingarinnar, en eins og kunn § ugt er byggir hreyf ingin á kristi legum grundvelli og miðar að mannrækt og mannbótum. Hef- ir hreyfingunni vaxið ásmegin á undanförnum árum, einkum í Asíu og Afrílcu. Telia ráða- menn hennar að hugsfón Sið- væðingarinnar megni að bera klæði á vopnin í kalda stríðinu og sætta hina tvo hatrömmu heima. Nokkrir íslendingar hafa að- | hyllzt fekoðanir Siðvæðingar- manna og má m.a. nefna hinn kunna iðjuhöld Sveinbjöm Jóns son í Ofnasmiðjunni, Unnar Ste fánsson alþm. og fleiri. Siðvæðingarmennimir munu dveljast hér fram í næstu viku, en nú stendur yfir mikið þing Siðvæðingarinnar í aðalstöðv- um hreyfingarinnar i Evrópu f Caux í Svisslandi. f' 1 ...... 1,1....... 1« Nýtt feik- rit Jökuls Fyrsta verkefni Leikfélags Reykjavíkur á komandi leikári verður leikrit eftir Jökul Jakobs- son, sem ekki hefur verið sýnt áður. Leikrit þetta nefnist „Hart í bak“ og er úr Reykjavíkurlíf- Iinu. Leikritið gerist á okkar tím- um og er drami, sem fer aðal- lega fram við höfnina. Leikrit þetta er samið vorið 1961 og hafði höfundur allmikla samvinnu við leikhúsið við samn ing þess. Æfingar á leikritinu fóru að mestu fram á síðasta vori og eru langt komnar. Tekur því stuttan tíma að koma því upp í haust. Er reiknað með að það verði frumsýnt snemma í október. Leikstjóri er Gísli Halldórsson og fara þau Helga Valtýsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson og Birg ir Brynjólfsson með aðalhlut- verkin. » iii i ii W'M-- VISIR 52. árg. — Laugardagur 25. ágúst 1962. — 199. tbl. SiBvæðingin kemur aftur til ísiunds NÝR JARÐBOR I INGÓLFSLANDI ♦ Lesendur Vísis gætu haldið FeitarísíU en nokkru sinni, ísumar Hún er ekki aldeilis búin, síldveið in í ár. Nú berast fréttir um áfram- haldandi veiði á Ægisslóðum, mok- afla og feita og stóra síld. Eru 30 skip búin að tilkynna um afla og vitað er um fjölda annarra skipa sem veitt hafa. Flest stefna þau til Siglufjarðar, því að allar þrær eru fullar á Raufarhöfn. Öll síldin fer í bræðslu. Af þeim 30 skipum sem tilkynnt hafa um afla eru velflest með full- fermi og þau segja síldina stærri og feitari en nokkru sinni fyrr í sum- ar. Meginhluti flotans er kominn á Ægissióðir og þar sem veður er gott er allt útlit fyrir mikla veiði næstu sólarhringa. Nokkur skip eru einnig út frá Glettingi en þar er síldin léleg og ekki mikil veiði. Ástandið er nú þannig á Raufar- höfn að fjöldi skipa liggur í höfn og bíður löndunar, og er svo auð- vitað einnig í öðrum höfnum. Er allt upp í sólarhrings bið. Aldrei hefur verið brætt jafn mikið á Raufarhöfn síðan 1944 og má segja að í ár hafi Raufarhöfn sett pers-! ónulegt met. Hér kemur listi yfir þau skip sem tilkynnt hafa afla. Tvö þeirra sprengdu nætur sínar, Jón Garðar og Ólafur Magnússon, en náðu þó nokkrum afla. Tölurnar eru mál og tunnur: Helgi Flóventsson 800, Víðir II. 700, Draupnir 350, Helga 1400, Mánafell 600, Árni Geir 500, Sæ- þór 1000, Jón Garðar 700, Huginn 900, Þingver 700, Ól. Magnússon AK 300, Bjarni Jóhannsson 650, Þor björn 500, Sigurður Bjarnason 900, Gísli lóðs 1050, Pétur Sigurðsson 1150, Muninn 750, Fjarðaklettur 400, Björn Jónsson 1200, Eldborg 1150, Akraborg 1500, Fagriklettur 1100, Ól. Magnússon, Akureyri 1300 Sæfaxi 500, Stefán Árnason 700, Baidur 750, Þorlákur 700, Álftanes 850, Auðunn 1000, Leifur Eirfksson 1000. að þessi mynd væri tekin í greniskógum Noregs, en svo er þó ekki, því hún var tekin í gær suður við íþróttavöllinn á Mel- unum, en þar voru gróðursett fyrir nokkrum árum örsmáar greniplöntur, sem hafa dafnað svo vel að þær eru nú orðnar að mannhæðarháum trjám. — Brosmildu iaugardagsstúlkum- ar okkar hafa annars þann starfa að hlúa að gróðrinum í borginni og þar á meðal að þess um fagra trjálundi við Meiatorg svo enginn skyldi lengur furða sig á hversu vel öllum gróðri í borginni fer fram um þessar mundir. — Ljósm. Vísisr I. M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.