Vísir - 13.09.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 13.09.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. sept. 1962. VfSIR mzmszs&æœmiatíR Það var fjölmenni á Reykjavíkurflugvelli í gær klukkan tæpiega 11, þegar forsætisráðherra ísraels, David Ben- Gurion, kom hingað í opinbera heimsókn á- samt föruneyti sínu. Forsætisráðherra ís- lands, Ólafur Thors, tók á móti gestunum af ís- lands hálfu, og sést hluíi þeirrar athafnar í mynd- sjánni í dag. Á neðstu myndinni til vinstri sést Ólafur Thors forsætisráð- Frá komu Beu-Gurions í gærkvöldi herra heilsa David Ben-Gurion. I þessu handtaki geymist fund- ur tveggja þjóða, er búa í mik- illi fjarlægð hvor frá annarri, en bera hlýjan vinarhug hvor til annarrar og gagnkvæma virð ingu. Það er bæði glæsileiki og innileiki yfir þessum fyrsta fundi forsætisráðherra íslands og ísraels. ★ Þegar forsætisráðherrarnir höfðu heilsazt, flutti Ólafur Thors ávarp til að bjóða hina erlendu gesti velkomna, og svaraði Ben-Gurion einnig með stuttu ávarpi, þar sem hann lýsti ánægju sinni yfir því að vera kominn hingað. — Efsta myndin sýnir Ben-Gurion flytja ávarp sitt. Á myndinni eru frá vinstri Ólafur Thors, forsætis- ráðherra, öryggisvörður frá ísrael, David Ben-Gurion for- sætisráðherra. Áð baki honum má sjá hluta af andliti dóttur Ben-Gurions, frú Renana Ben- Gurion Lesheim, þá er frúPauIa Ben-Gurion, kona forsætisráð- herrans ,einn úr föruneyti for- sætisráðherrans ásamt öryggis- verði og Ioks frú Ingibjörg Thors, forsætisráðherrafrú. Neðst til hægri ganga forsæt- isráðherrarnir hlið við hlið upp tröppurnar á ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu, en þar munu ísraelsku forsætisráð- herrahjónin búa, meðan á heim- sókn þeirra stendur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.