Vísir - 02.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 02.10.1962, Blaðsíða 4
V 1 S I R . Þriðjudagur 2. október 1962. -x Hér er staddur um þessar mundir ítali, Gigi Dellepiane að nafni, sem er búsettur í Danmörku. Hann var fyrr á árum blaðamaður fyrir ítölsk blöð í Danmörku, en fæst nú við að flytja ny- lonsokka og regnkápur til Skandinavíu og lifir á því góðu lífi að eigin sögn. Hann er giftur einni þeirra kvenna, sem hlotið hafa titilinn Ung- frú Danmörk. Dellepiane vann fyrir ýmis dagblöð og vikublöð á Ítalíu og skrifaði mikið af greinum frá Norðurlöndum. Eitt sinn skrif aði hann grein um Jón Ar.- biskup. Við spurðum hann fyrst hvenær hann hafi fyrst kynnzt þeirri sögu. — Þegar maður þarf að skrifa 3—4 greinar á viku, er maður alltaf að leita að efni. Ég hitti einu sinni íslending f Kaupmannahöfn og fór að spyrja hann um landið. Þá kom komið á og þykjast vera þar. Hótaði hann að ég fengi aldrei framar aðstoð hjá honum, ef þetta skeði oftar. — Hvernig eru blaðamenn launaðir á Ítalíu? — Mjög illa. Þab hæsta, sem þeir borga fyrir greinar, er 66 danskar krónur. Ef menn vinna á stóru blaði, er mögulegt að vinna sig upp i 1500—2000 danskar krónur á mánuði. Til þess að fá þessi laun, varð hann samt að skrifa undir samning við blað sitt, þar til hann yrði níræður. — Auk þess er mjög erfitt að skipta við blöðin, vegna þess hve treg þau eru til að borga. Ég á inni hjá blöðum á Ítalíu fyrir 24 greinar, auk þess sem ég hafði keypt mikið af mynd- um með þeim. Þetta fæ ég aldrei borgað. Ég held að það sé óhætt að segja að blaðamennska sé með erfiðustu störfum. Sérstak- lega reynir hún á ímyndunarafl- ið, þegar þarf að skrifa 3—4 greinar á viku og aldrei má skrifa um það sama. — Hvernig lízt þér á Island? — Það kemur upp í mér blaðamaðurinn þegar ég kem hér. Þetta er brautryðjendaland og hér má finna óþrjótandi efni. Það verður gaman að.koma hér eftir 20—30 ár og sjá hvað þá hefur skeð. Möguleikarnir eru ótrúlega miklir, sér í lagi ef þið hleypið erlendu fjármagni inn f landið. — Þið hafið hér ódýran hita og rafmagn og ódýrt vinnuafl. Þetta er eins og lítil útgáfa af Ameríku, eins og hún var í Dellcpiane: „Ég myndi láta lifið gleymzt. Aftur voru aðrar vei kveðnar og urðu vinsælar og jafn- vel landsfleygar, svo sem þessar tvær alkunnu vísur, sem ég vil setja hér til gamans, þar sem gamla frúin er látin ávarpa gesti sína og væntanlega komumenn: Sækir að mér sveinaval, svo sem væru óðir. Kúri eg ein á Kaldadai, komið þið, piltar góðir. Verið þið allir velkomnir, við mig spjalla í tryggðum. Eg get varla unað mér ein á fjallabyggðum. Heimsókn til frúarinnar. Það var einhvern tíma í sumar, að við fórum nokkrir félagar um Kaldadalsveginn, og þegar við komum að vörðunni, var ákveðið að stanza og rétta úr stirðum skrokknum og „hafa viðtal við frúna“, stakk einhver upp á, og þar sem allir voru í góðu skapi og léttir i lund, var tillagan sam- þykkt. Þetta var líka heidra manna, ja, að minnsta kosti blaða manna háttur, að elta upp hvern karl og kerlingu, sem höfðu eitt- hvert þekkt nafn til að fá „við- tal“. Veðrið var dásamlegt, logn og friðsæl nótt, eins og bezt getur verið að sumarlagi á fjöllum uppi. Við röðuðum okkur á klappirnar umhverfis vörðuna, og fórum að ræða um, hvernig viðtalinu skyldi hagað. Brátt fóru menn að heyra mtmmm. eitthvert uml eða suð inni í vörð- unni, þrátt fyrir alla kyrrðina og lognið, og fór það brátt að taka á sig mynd orða og setninga, með dimmum, óskýrum ellirómi. Brátt _ __ varð ekki um það villzt, að frúin jáT £9 Æ9 5 B var sjálf byrjuð á viðtalinu. Hún m JL ^ _ 9 __ 1 ----- _ -m/rn J- -m I var að rifj’a upp minningar sínar || i 9 é ffi | 7^ H Z~ | | W* 1(9 é ■ £ m fyrir gestum sínum, og varð ár- ^ Jfc. % W fej 9 9 ám 111 1 9 9 9 9 £ 9 9 V angurinn nokkurn vegmn á þessa 99 W ^ -M- -HL _HL -M- JL vl-4M_ M M _M_ leið, eftir því sem skilningur ' ' þeirra og hugvit náði til: ?#eIÍlS prestur44 Hljóð við uni holtin ber, hrellir enginn leiði, og aðganginn að austan hér að Bláskógaheiði. meðal annars þessi saga fram. Ég fór svo á bókasafnið til að kynna mér þetta betur og skrif- aði svo um þetta grein. Ég vand aði mig mikið við hana og ég held að hún hafi verið góð. — Mig langar mjög til að koma að Si.álholti og sjá af- tökustaðinn. Þetta er mjög dramatísk saga. — Einu sinni skrifaði ég grein um hvaiveiðar á Græn- landi. Skrifaði ég það sem við- tal við Johannes Larsen, sem er færeyskur hvalveiðiskipstjóri. Fyrst ætlaði ég að fá myndir hjá Anton Mielcke, sem er þekktur ferðalangur. Hann vildi fá 150 dollara fyrir hverja mynd, en svo mikið vildi blaðið ekki borga. Ég fékk því mynd- irnar hjá blaðafuiltrúa utanrík- isráðuneytisins. — Nokkru seinna kom svo greinin i blaðinu og þá hafði hún verið umskrifuð, þannig að hún var frá fréttaritara blaðsins í Grænlandi, Dellepiane að nafni. Mér mislikaði þetta held- ur, þar sem ég hafði aldrei til Grænlands komið. Auk þess fékk ég skammir hjá blaðafull- trúanum fyrir að skrifa greinar um staði, sem ég aldrei hafði byrjun fyrra striðs. Ég býst við að ég standist það ekki að skrifa eitthvað, mér til gamans, þegar ég kem heim. — Hvernig kemur fólkið þér fyrir sjónir? — Mér þykir það einkenni- legt hvað fólkið hér er ólíkt öðrum Norðurlandabúum, þó að þið séuð af sama stofni komin. Fólk er hér miklu frjálslegra og minna bundið af reglum. Danir lifa tii dæmis flestir eft- ir mjög ákveðnu kerfi, en Is- lendingar hafa miklu meiri sveigjanleik. — Það er mjög gaman að sjá íslendinga skemmta sér. Mér kemur það mjög á óvart hvað þeir þola mikið vín. Það er al- veg sama hvað þeir dreklca, þeir verða aldrei annað en glaðir og skemmtilegir. Skemmtanalífið í Danmörku er hreinasti barna- leikur miðað við Reykjavík. Ég myndi láta lífið, ef ég drykki eins og íslendingur. — Kvenfólkið þykir mér sér- lega fallegt hér og ég býst við að óvíða hafi það eins mikið jafnrétti og hér. Á Ítalíu, sér- lega sunnanvert í Iandinu, er kvenfólkið í algerri þjónsstöðu. Þær búa til matinn fyrir mann- inn og ef hann er ekki tilbúinn á réttum tíma, má búast við hverju sem er. Á kvöldin fer svo maðurinn gjarnan út og aldrei að vita hvenær hann kem ur aftur. Konurnar dirfast ekki einu sinni að spyrja hvert hann fer. Ég hugsa að íslenzku stúlk- unum myndi bregða við. — Hafðir þú áhuga á blaða- mennsku í æsku? — Það er langt því frá. Ég ætlaði alla tið að verða prestur. Ellefu ára var ég sendur I skóla til undirbúnings prestsnámi, en var rekinn þaðan skömmu seinna. Þeir sögðu að ég væri allt of frakkur til að geta orðið heppilegur prestur. Ég er enn rómversk-kaþólskur, þó að kona min sé lúthersk. Ég varð að fá sérstakt leyfi páfa til að giftast, i og þó aðeins með því skilyrði að kona mín skrifaði undir að börnin yrðu alin upp í kaþólskri trú. Frúin á Kaldadal \ ' Frúin á Kaldadai, sem svo hef- ur verið nefnd, hefur verið holl- vættur öræfanna i umhverfi sínu langt aftur i aidir, og á heima á mótum Kaldadals og Bláskóga- heiðar að austan, eða þar um bil. (Landamerki þessarar víð- áttumiklu og sögufrægu heiðar við umhverfi hennar hafa að sjálf sögðu aldrei verið nákvæmiega á- kveðin og skráð, heidur aðeins i stórum dráttum, eins og titt er um óbyggðar heiðar eða lands- svæði. En það er önnur saga, eins og þar stendur). En hver er frúin á Kaldadal? mun einhver spyrja. Hún er hálf- hrunin varða, þar sem áður er sagt, og liklega1 þekktust undir nafninu ,,beinakerlingin“, og segja fróðir menn (þeir, sem teija sig fróða), að nafnið sé þannig til komið, að ferðamenn, sem áttu þar leið um, hafi gert talsvert að því fyrr á timum að yrkja vísur til þeirra, sem síðar mundu fara þar um. Visurnar voru skrifaðar á blað, sem síðan var vafið sam- an og stungið inn i hross- eða kindarlegg, eftir ástæðum, svo að bJaðið vöknaði ekki, en siðan var settur i tappi og leggnum stungið inn ’í vörðuna til geymslu næstu vikur eða mánuði, eftir atvikum. Eins og menn eru misjafnir að skapgerð, svo voru og vísur þess- ar ærið misjafnar að vandvirkni og smekk, sumar jafnvel svo ó- smekklegar, að lítt var á loft haidið, og munu því frekar hafa Hér hef eg trúan haldið vörð við harðan kost um aldir. Löngum voru veðrin hörð og vetrardagar kaidir. Fylgzl hefi eg með firða reið á fákum allvel búnum, haldið vörð og vísað leið vegfarendum lúnum. Hvorf sem -var i hörkubyl, hægviðri eða gjósti, gætt ég hefi góð með skil að gamanvisna pósti. Menn eru hættir hópferðum með hesta að fornu lagi. Nú geysast þeir á gandreiðum af galdravéla tagi. Hætt er einnig hér um storð að heyrast gamánvisa, nú gnauða í eyrum ógeðs orð: „Atóm“, „gæi“, „skvísa". Titt mig angrar á að sjá þó aðra kunni ei gruna, að enginn lengur litur á ijótu kerlinguna. Mér finnst eg eiga ínni laun um útlit mitt og búning. Það mundi engum mikil raun og miklu siður rúning. Vegfarandi um veginn hér, viltu ei að þvi hyggja, hvort vilja ekk'i vinir mér vörðuna endurbyggja. Hér vil eg áfram halda vörð sem hollvin ferðamanna, hvar sem þeir um hæð og skörð heiðina Vilja kanna. Frh. á 10. bls. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.