Vísir - 11.10.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 11.10.1962, Blaðsíða 2
2 tan VfSIR . Fimmtudagur II. október 1962. BikcarÍRin um helgmu: KR-ÍBA á laugardag Fram-IBK á sunnud. Ákveðið er að leikur KR og Akureyrar í bikarkeppninni fari fram á laugardaginn kemur á Melavellinum og mun hann hefjast klukkan 4. Leikur nýliðanna í 1. deild Keflavíkur og íslandsmeist- aranna úr Fram verður hins vegar að öllum likindum kl. 2 á sunnudag. Greinilegt er, að mikill áhugi er á undanúrslitum bikar- keppninnar og hefur aldrei verið meiri. Kemur þar til forvitni fólks að sjá hvort Akureyringum tekst eins vel upp gegn KR og þeir gerðu gegn Akranesi á sunnudaginn, svo og hvað Keflvíkingar geta gegn íslan'dsmeisturum Fram, en lið Keflavíkur hefur aðcins tapað einum leik í sumar, en það var gegn Þrótti í 2. deildinni, en síðan hefur liðinu vaxið mjög fiskur urn hrygg og ekki að vita, hvernig næsta barátta þeirra verður. Þessi rnynd var tekin i fyrra í einu leikfimihúsanna, þar sem ráðsettar frúr brugðu á leik eina kvöldstund, en Ieikfimin var mjög vinsæl og færri frúr en vildu fengu tíma þá. Vinsæl íþróttagrein: Frúaleikfími víðs- vegar um borgina Nýr þjálfari enska iands- liðsins Allan Wade, 36 ára ganiall í- þrótta„prófessor“ var í gær skip- aður þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu af knattspyrnusam- bandinu enska. Wade Iék um eitt skeið knattspyrnu með Notts County. Fyrrverandi þjálfari við cnska landsliðið var hinn heimsfrægi Walter Winterbottom, sem þykir einhver mesti knattspyrnuspeking- ur heimsins. Starfi Winterbottoms verður nú tvískipt og Wade tekur við þjálfunarliðinu. — Eitt starfið verður leiðtogastarfið, en það hef- ur enn ekki verið veitt. Masahiko Maraía frá Japan vann í gær heimsmeistaratitilinn í flugu- vigt í hnefaleikum í keppni við Pone Kingpetch frá Tailandi. — Marata sló Kingpetch í gólfið í 22. Iotu og gerði út um keppnina. S.I. vetur hófu nokkur íþróttafélaganna að veita konum kost á hressingar- leikfimi. Var starfsemi þessi vel þegin og sóttu fjölmargar konur þessar æfingar sér til hressingar og upplyftingar. Nú er þessi starfsemi að hefjast að nýju og verður á þessum stöð- um: Miðbæjarskóli: Í.R. hefur æfingar á mánudög- um og fimmtudögum, 2 skipti hvort kvöld, kl. 8.00 og 8.45. K.R. hefur æfingar á miðviku- dögum, báða daga kl. 8.00. Austurbæjarskólinn: K.R. hefur æfingar á mánudög- um og miðvikudögum, báða daga kl. 8.00. Brciðagcrðisskólinn: Ármann hefur æfingar á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 8.15. Laugarnesskólinn: Þar verða tvískiptar æfingar á vegum Ástbjargar Gunnarsdóttur kl. 8.30 og 9.30, mánudaga og fimmtudaga. Þær konur, sem hug hafa á a nota sér þessar æfingar, geta látið skrá sig í leikfimisölum þessara skóla á ofannefndum tímum, en námskeiðsgjald til áramóta verður kr. 250.00. Reykjavíkurmótið í hand- knattleik eftir rúma viku Eins og kunnugt er hefst handknattlcikur vetrarins um aðra helgi, að Hálogalandi sem enn cinu sinni verður aðal bækistöð og Iífæð íþróttaæsk- unnar í Reykjavík, en vonandi verður innan skamms hægt að hefja keppni f iþróttahöllinni í Laugardal. Hið vandasama og erfiða verk Glostrup ásamt Bent Mortensen til Þróttar? að raða niður leikjum hand- knattleiksmótanna er nú hafið og má vænta frétta af því starfi áður en langt um líður. Kvennarlokkar. Athyglisvert er að aðeins þrjú félög taka þátt í mótinu, Ár- mann, Valur og Víkingur, en handknattleikur kvenna hjá öðrum félögum virðist svo gott sem að lognast út af, þ.e. í eldri flokkunum, hverju sem um er að kenna. Þjálfarar ráðnir. Flest öll félögin hafa ráðið sér þjálfara og hafa nú nokkrar æfingar að baki, Framarar þó langbeztu æfinguna, sem sjá má af þvl að á sunnudaginn var léku þeir æfíngaleik gegn tveirn liðum sem fengin voru. úr Reykjavíkurfélögunum og var leikurinn í einn og hálfan tíma og skipt óspart inn á hjá „úr- valinu", sem dugði ekki til því Fram vann með yfirburðum. Víkingar verða líklegast skeinu hættastir Fram í keppninni u>" Reykjavíkurtitilinn. Fyrsta heimsóknin Glostrup á vegum Þróttar? Heyrzt hefur af samninga- umleitunum Þróttar í Danm., en þeir reyna að fá hingað danska 2. deildarliðið Glostrup ásamt styrktarmönnum, þar á meðal hinum góðkunna lands- liðsmarkverði Bent Mortensen Þróttur mun um þessar mundir hafa menn í Danmörku fyrir sig og ræða þeir málið við forráða- * .1 KVENNAHANDKNATTLEIKUR í ÖLDUDAL —- AÐEINS 3 LIÐ I MFL Á REYKJAVÍKURMÓTINU. menn Glostrup. Verði af þessari heimsókn koma Glostrup-leik- mennirnir í kringum mánaða- mótin næstu. Um síðustu helgi vann Golstrup Efterslægten I 2. deildarkeppninni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.