Vísir - 11.10.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 11.10.1962, Blaðsíða 15
VÍSIR . Fimmtudagur 11. október 1962. Priedrich Pisrrenmestt GRUNURINN ©o um viðbjóði þekkti Bárlach and- lit aðstoðarlæknisins, sem hann hafði hitt í skurðstofunni, ásamt hana, dauðþreyttur og titrandi Emmenberger. Han 1 starði á af viðbjóði. Án þess að kæra sig um gamla manninn, lyfti hún upp pilsinu, og stakk sprautu á kaf í lærið á sér. Síðan reis hún upp, og tók upp lítinn spegil og farðaði á sér andlitið. Stirðnað- ur af skeífingu fylgdist gamli maðurinn með því sem fram fór. Konan virtist ekki vita af nær- veru hans. Andlitsdrættirnir urðu aftur eðlilegir og húðin aftur skær og fersk, eins og hún hafði verið, er hann sá hana fyrst. Nú stóð hún þarna í her- berginu konan, sem hann hafði, við komu sína dáðst að fyrir fegurð. „Ég skil“, sagði gamli maður inn, og vaknaði af undrun sinni, enda þótt hann væri dauðupp- gefinn og ruglaður: ,,Morfín“. „Einmitt", sagði hún. „Það notar maður í þessum heimi, Bárlach lögreglufulltrúi". Gamli maðurinn starði út í morgunskímuna. Loftið var þungbúið, og það rigndi ofan í snjóinn, sem hlaut að þekja jörð ina frá því kvöldið áður. Síðan sagði hann hljóðlega: „Svo að þér vitið hver ég er?“ „Við vitum hver þér eruð“, sagði aðstoðarlæknirinn fast- mæltur og hallaði sér upp að dyrunum, með hendurnar á kafi í vösunum á kyrtlinum. „Hvernig hafið þið komizt að því“, sagði hann og var eigin- lega ekki forvitinn. Hún fleygði til hans dagblaði. Á fyrstu síðu var mynd af honum og undir henni stóð: „Lögreglufulltrúi ríkislögregl- unnar í Bern, Hans Bárlach, dregur sig í hlé“. „Auðvitað“, tautaði lögreglu- fulltrúinn. Svo leit hann forviða á dag- setningu blaðsins. Nú missti hann í fyrsta skipti stjórn á sér. „Dagsetningin", hrópaði hann æstur. „Dagsetning blaðsins, læknir“. „Nú“, spurði hún, án þess að skipta svip. „Það er 5. janúar,“ kjökraði gamli maðurinn örvinglaður, sem nú skildi, hvers vegna hann hafði ekki heyrt neinn nýárs- fagnað kvöldið áður. Aðstoðarlæknirinn spurði hvort hann hefði búizt við ann- arri dagsetningu, og hún lyfti brúnum lítið eitt, eins og hún væri undrandi, eða jafnvel j forvitin. Hann öskraði: „Hvað hafið þið gert við mig?“ og reyndi að rísa upp, en féll síðan máttfar- inn aftur á bak. Hann reyndi enn nokkrum sinnum að íyfta handleggjunum a upp, en síðan lá hann aftur hreyfingarlaus. Konan tók upp sígarettuveski, og kveikti sér í sígarettu. Hún virtist ekkert láta þetta á sig fá. „Ég vil ekki íláta reykja í herberginu mínu“, sagði Bárlach hljóðlega, en ákveðið. „Glugginn er girtur“, svaraði aðstoðarlæknirinn. „hér eruð það ekki þér, sem gefið skipan- ir“. Síðan snéri hún sér að gamla manninum, og stóð við rúm hans, með hendurnar enn í vös- um. „Insulin", sagði hún og leit niður á hann. „Læknirinn hefur látið yður í Insulin-kúr. Það er hans sérgrein“. Hún hló: „Þér ætlið að láta handtaka hann, er það ekki?“ „Emmenberger hefur drepið þýzkan. lækni, að nafni Nehle og skorið án deyfingar“, sagði Bárlach kuldalega. Honum fannst hann verða að sigra að- stoðarlækninn. Hann var ákveðinn í að hætta öllu. „Hann hefur gert miklu meira en það, læknirinn okkar“, svar- aði konan. „Þér vitið það?“ „Svo sannarlega". „Þér viðurkennið, að Emmen- berger hafi verið fangalæknir í Stutthof, undir nafninu Nehle?“ spurði hann forviða. Það er alveg eftir þér að kaupa sæti á þannig stöðum að við verðum síðust þegar við förum út. „Auðvitað“. „Viðurkennið þér einnig morð ið á Nehle?" „Hvers vegna ekki?“ Gamli maðurinn, sá nú grun sinn orðinn að veruleika. Þenn- an óheillavænlega og óljósa grun, sem valdið hafði Hunger- tobel svo miklum áhyggjum, og sem aðeins var byggður á einni, ógreinilegri ljósmynd. Hann starði út um gluggann, uppgef- inn á sál og líkama. Silfraðir regndropar runnu eftir endi- löngu grindverkinu. Þetta andar tak fullvissunnar hafði hann þráð, eins og hann þráði hvíld. „Fyrst þér vitið allt, eruð þér meðsek", sagði hann. Rödd hans var þreytt og sorg- bitin. Aðstoðarlæknirinn leit niður á hann, svo furðulegu augna- ráði, að þögn hennar olli honum 1 A ns JUAÚ TOeHES CUT TAKZAN'S KOPE AN7 SENT Hl/A eLUNSINS THKOUSH, SPACB! THE SPANIAfcF tVATCHEr INTENTLY AS HIS ENEMY SPIRALEP' POWNWAeP-' SUT INSTEAP OP 5EINS P'ASHEP’ ASAINST JASSEÞ KOCk, THE APE-MAN LUCKILy LAN7E7 IN A P'EEP SNOW SANIc! Juan Torres hjó á reipi Tarzan, sem þeyttist niður á við. Spánverjinn fylgdist vel með hvernig óvinur hans hringsnérist í loftinu á leiðinni niður. En I stað þess að lenda á beittri klettanibbu, lenti apamaðurinn heilu og höldnu í snjóskafli. Barnasagan KALLI jg græm páfa- gaukur- inn í engum hinna fjögurra flokka leitarmanna var nú lengur hugsað um gull eða auðæfi. Daprir en ákveðnir á svip þrömmuðu þeir í átt til rjóðurs, var á miðri eyjunni. En þar var þegar fyrir stór hópur páfagauka. Að sjálf- sögðu hafði engum mannanna komið til hugar að líta upp í trén, sem voru þakin sams konar málhnetum og stýrimaðurinn hafði notað til að fá Jakob til að tala. Það var Jakob sjálfur sem tilkynnti hárri röddu að nú kæmi fyrsti hópurinn. áhyggjum. Hún dró hægri erm- ina upp. Á framhandleggnum voru brennimerktir tölustafir í holdið, eins og gert er við kvik- fénað. „Á ég kannske líka að sýna yður bakið á mér?“ spurði hún. „Voruð þér í fangabúðunum?“ hrópaði hann angistarfullur og starði á hana og reyndi með erfiðismunum að rísa upp. „Edith Marlok, fangi nr. 4466 í eyðingarbúðunum Stutthof v. Danzig“. Rödd hennar var dauð og köld. Gamli maðurinn hpeig aftur á bak. Hann fann sárt til sjúk- Ieika síns og vanmáttar. „Ég var kommúnisti", sagði hún og dró ermina aftur niður. „Og hvernig gátuð þér lifað af stríðið?" „Það er mjög einfalt", svaraði hún og horfði svo kæruleysis- lega í augu við hann, að það var því líkast sem hún hefði engar mannlegar tilfinningar. „Ég gerðist ástkona Emmen- bergers“. „Það er ómögulegt“, hrópaði lögreglufulltrúinn. Hún leit undrandi á hann. Loks sagði hún: „Möguleik- ana til að verða ástkona SS- læknis höfðu aðeins fáar okkar kvenfanganna í Stutthof. Sér- hver leið til sjálfsbjargar var góð. Þér reynið líka allt núna, til þess að komast burt frá Sonn enstein, ekki satt?“ Skjálfandi af hitasótt, reyndi hann enn einu sinni að rísa upp. „Eruð þér enn ástkona hans?" „Auðvitað. Hvers vegna ekki?“ r Odýrar barnaúlpur Verzlunin ■iíÁiit laqkaupl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.