Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Þriðjudagur 16. október 1962. Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Samstaða til góðs 1 gærkvöldi var haldinn aðalfundur í félagi ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, Varðbergi. Voru þar ungir og vaskir menn kjörnir til forystu, en fé- lagið hefir nú starfað í rúmt ár. Á þessu eina ári hafa undraverðir hlutir skeð. Félaginu hefir tekizt tvennt, sem jafnvel bjartsýnustu menn hefðu dregið í efa við stofnun þess og fyrstu göngu. Fyrsta afrek þess er að hrekja þá perfidusa, sem nefna sig „hernámsandstæðinga“, á flótta. Varð- berg skar upp herör um land allt og efndi til funda- halda í bæjum og byggðum og ræddi þar varnarmálin. Víða úti á landi höfðu þau verið mjög mistúlkuð fyrir fólki. En það brást ekki, að í kappræðum fóru Varð- bergsmenn jafnan með sigur af hólmi, því þeir áttu þann málstað, sem betri var og sannari. í öðru lagi hefir sú víðtæka pólitíska samvinna náðst í utanríkismálum innan Varðbergs, sem ennþá skortir því miður meðal lýðræðisflokkanna þriggja. Þar hafa ungu mennirnir sýnt meiri pólitískan þroska en sumir hinna eldri. Er það vel og vonandi verður fordæmisins gætt og eftir því breytt á breiðari víg- stöðvum. Varðberg hefir sýnt þjóðinni að öflugar varnir eru hvorki flokksmál né feimnismál. í því felst styrk- ur þess. Málin skýrb Það er erfitt að vanmeta þýðingu þeirrar ákvarð- anar landbúnaðarmálaráðherra EBE landanna að Ieyfa þeim löndum, sem sótt hafa um aðild að bandalaginu, og þá væntanlega þeim, sem einnig hafa óskað eftir tengslum við það, að koma á framfæri sjónarmiðum sínum í fiskveiðimálum. Mun það verða á ráðstefnu EBE landanna um sjávarútvegsmál, sem fram fer snemma á næsta ári. Það liggur ljóst fyrir, að engu landi er það jafn mikil- vægt og fslandi að þessi mál verði vel og skörulega túlkuð í Brussel. Þau eru kjarni atvinnulífs okkar og á þeim byggist sú sérstaða, sem við munum óhjá- kvæmilega fara fram á í samningum okkar við banda- iagið. Því er mikils um vert, að við fáum tækifæri til að túlka mál okkar og gerum það vel og skörulega þegar á hólminn kemur. Slysin mörgu í grein hér í blaðinu í dag er skýrt frá því, að sex sinnum fleiri umferðarslys verði hér í Reykjavík en í jafn stórri bandarískri borg. Hver er orsökin? Þurfum við að bæta umferðar- kerfi okkar? Eða ganga strangar eftir því hverjir fá ökuréttindi? Eða taka harðar á brotum við akstur, m. a. ölvun við akstur? Hvað segja sérfræðingar vorir um þetta mikla alvörumál? Ráð til Hvernig verða Rússar sér úti um njósnara? Þörf þeirra fyrir njósnara fer sívaxandi. Starf- semi rússnesku leyniþjónustunn ar hefur margfaidazt eftir styrj-' öldina og njósnararnir týna töl- unni. Sumir þeirra hafa verið teknir fastir, aðrir hafa orðið að fara í felur. Sumum hefur rúss- neska leyniþjónustan sjálf kom- ið fyrir kattarnef. Það eru hinir handteknu á Vesturlöndum, sem hafa varpað ljósi á aðferðir rússnesku ieyniþjónustunnar til að fá menn og konur til að njósna fyrir sig. Þegar um er að ræða komm- únista, reynir leyniþjónustan að eins að telja þá á sitt band, og býður þeim góða greiðslu fyrir. Skilyrðið er þó að þeir séu ekki kunnir að sínum kommúnistisku tilhneigingum, svo að grunur geti ekki fallið á þá af þeim sökum. Ef þeir, sem leyniþjón- ustan hefur augastað á, eru hins vegar ekki kommúnistar eða með tilhneigingar í átt til hans, þá er að nota fortölur, mútur eða Iiótanir. Nýlega var enn einn njósnar- inn tekinn fastur í Bretlandi. Njósnarinn er 38 ára gamali starfsmaður í flotamálaráðuneyt inu brezka, William John Vassal að nafni. Hann hefur skýrt frá því hvernig hann flæktist í net leyniþjónustu Rússa. Vassal hafði verið boðið f veizlu í veitingahúsi nærri Bolshoi-leikhúsinu. Eftir lokun var haldið til eins af gestgjöf- unum og drukkið þar fram eftir nóttu. Drykkjan snerist upp í kynferðissvall, þar sem allir fóru úr fötunum. Vassal leið út af í ofdrykkjunni. Daginn eftir kom einn af gestgjöfunum með myndir af Vassal, þar sem hann lá með einum veitendanna í mannorðsspillandi stellingum. að fá njósnara Vassal féllst á að njósna fyrir Rússa, sem hótuðu því að senda myndirnar til Bretlands og koma af stað hneyksli, sem myndi vekja athygli um allan heim. Vassal er nú fyrir rétti í Lond- on, sakaður um að hafa selt leyniþjónustu Sovétríkjanna ljós myndir af þýðingarmiklum skjöl um. Þúsundir annarra gerast njósn arar. Tuttugu og þriggja ára gamall danskur sjómaður, Ole Christensen var nýlega dæmdur i sex mánaða fangelsi fyrir njósnir I þágu A.-Þýzkalands. — Ég var í Rostock með skip- inu. Mér var boðið út af tveim- ur mönnum, sem töluðu sænsku. Við urðum drukknir, og Iitlu síðar kom ung og falleg stúlka. Okkur var leyft að vera einum. Næsta dag töluðu þeir sænsku- mælandi um margt, sem gat komið sér illa fyrir mig. Ég gerði það, sem þeir báðu mig um. Það eru til mörg dæmi um þessa aðferð til að fá menn til njósna, Það mun ekki óþekkt að kvennjósnarar séu sérstaklega þjálfaðir til að afvegaleiða menn í þágu leyniþjónustunnar En það eru líka til fleiri að- ferðir. Irmgard Smidth bjó í Austur-Þýzkalandi og var tekin föst ásamt piltinum, sem hún elskaði. Lögreglan hótaði henni fangelsi og kærastanum dauða- dómi, ef hún neitaði að njósna fyrir þá. Hún lét undan og var send til V.-Þýzkalands sem flóttamanneskja, undir dulnefn- inu Stefanie. Hún var nýlega dæmd í fjögurra ára fangelsi. Eitthvað þessu líkt er að segja um hermanninn Horst Ludwig, sem átti foreldra í A.-Þýzka- landi. Faðir hans var handtek- inn og hótað öllu illu, ef sonur hans gerðist ekki njósnari. Sá gamli var síðan sendur til son- arins með hótanirnar og Horst Ludwig fékk fimm ára fangelsi nokkru síðar. Svo eru auðvitað þeir, sem eru í peningakröggum og leið- ast út í vel borgaðar njósnir til að geta greitt skuldir sínar. Daninn Blechenberg, sem hand- tekinn var fyrir nokkrum árum síðan, hafði lent í kröggum, fékk Ián hjá Pólverja og ánetj- aðist leyniþjónustu Pólverja. Rosenberg-hjónin voru einnig meðal þeirra, sem njósnuðu — fyrst og fremst vegna pening- anna. Hvalveiðar brugðust Færeyingar urðu fyrir sárum vonbrigðum af hvalaveiðum sín um í sumar, því að veiði varð engin. Menn hafa tekið eftir því síðustu árin, að hvölum hefir farið ört fækkandi umhverfis eyjarnar, og í sumar sást aðeins einn og einn hvalur á stangli Reyndir hvalveiðimenn geta ekki gefið neina skýringu á þessu — og þetta vekur enn meiri athygli fyrir þá sök, að hvalveiðar Islendinga gengu með sérstökum ágætum í sum ar, eins og mönnum er kunn ugt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.