Vísir - 20.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 20.10.1962, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 20.'október 1962. Ekki fleiri tilfelli Jón Eiríksson læknir berkla- varnardeildar Heilsuverndar- stöðvarinnar hefur verið austur á Eyrarbakka að undanförnu, vegna þriggja tilfella af berkl- um, sem þar komu upp. Jón rannsakaði hvern einasra mann og fann ekkert nýtt til- felli, svo að útilokað er talið að um fleiri smit hafi verið að I ræða. UNDRA VIRD ÁHRIF RlKIS- ÁBYR6DARLA6ANNA Samkvæmt upplýsing- um sem komu fram í ræðu Gunnars Thoroddsen fjár- málaráðherra í umræðum á Alþingi í gær, um ríkis- ábyrgð á lánum, hefir ekki ein einasta ábyrgð fallið á ríkið, eða verið innheímt hjá því, sem veitt hefir ver- ið síðan ríkisábyrgðarlög- unum var breytt fyrir at- beina ráðherrans fyrir rúm lega hálfu örðu ári. Þýðir það raunverulega 70 millj. króna sparnað á ári eins og nánar verður að vikið. Áður en ríkisábyrgðarlögunum var breytt í marz 1961 voru ríkis- ábyrgðir veittar með sjálfskuldar- ábyrgð, en það þýðir að ef skuld- Líkið fundið Lík Valgeirs Geirssonar stýri- manns, sem fórst þegar vélbátn- um Helga Hjálmarssyni hlekkt- ist á fyrir skömmu rak á land á Eyrarbakka 1 gær. Hefur lík hans verið flutt heim til hans, i Hafnarfirði. Valgeir var 29 ára gamall og lét eftir sig konu og barn. Hinir tveir bátsverjarnir komust lífs af eftir mikla hrakn inga. ari, sem hafði ríkisábyrgð, komst í vanskil, gat skuldheimtumaður- inn gengið beint að ríkinu og inn- heimt ábyrgðina hjá því, án þess að kanna fyrst hvort skuldarinn gæti sjálfur greitt hina áföllnu á- byrgð. En núverandi fjármálaráð- herra beitti sér fyrir þeirri breyt- ingu á ríkisábyrgðarlögununi að nú eru aðeins veittar einfaldai á- byrgðir, sem svo eru nefndar. Það þýðir að ef um vanskil er að ræða á lánum tneð ríkisábyrgð, þá verð ur skuldheimtumaður að ganga fyrst að skuldaranum og getur þá fyrst krafið ríkið um ábyrgð þess, ef skuldarinn reynist sannanlega ómegnugur þess að greiða skuld- ina. Það er þessi breyting sem hefir haft þau undraverðu áhrif að ríkið hefir ekki þurft að greiða eina einustu ábyrgð sem veitt hefir ver- ið síðan breytingin var lögfest. Engu að síður féllu ábyrgðir á ríkið árið 1961 er námu samtals 70 milljón króna útgjöldum fyrir ríkissjóð, en það voru allt ábyrgð- ir, sem veittar höfðu verið með gamla laginu, þ.e. áður en ríkis- ábyrgðarlögunum var breytt. Mið- að vjð ..essa upphæð má því segja | I rigningarkaflanum undan- farið hafa orðið mörg bifreiða- slys. Sumir bílanna hafa eyði- Iagzt aðrir skemmzt mikið. En fyrst og fremst hafa mannslífin verið í mikilli hættu, þótt svo vel hafi viljað til að ekkert bana slys hafi átt sér stað. En það hefur oft ekki verið ökumönn- um að þakka. Þessi mynd er tek in í gær í rökkrinu og suddan- um niðri í Austurstræti, og gef- ur hún nokkra hugmynd um það skyggni, sem bifreiðastjór- að það sparist 7 Omilljónir króna ar hafa. Myndavélin stóð opin í á ári við þá breytingu að taka upp jj nokkrar sekúndur meðan taka einfalda rikisábyrgð. | myndarinnar fór fram. (Ljósm. Framhald á bls. 5 £ Vísis I.M.) Tolleringar aftur Bjarni Beinteinsson kjörinn formnður Heimdnllar Aðallundur Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykja- vík, hélt aðalfund sinn í fyrra- kvöld. Þar bar það ! : til tíðinda að Birgir ísbxfur Gunnarsson, lög- fræðingur, Iét af störfum for- manns, en í hans stað var kjör- inn Bjarni Beinteinsson, lögfræð- ingur. Birgir ísleifur Gunnarsson setti fundinn, en skipaði Ólaf Egilsson, fundarstjóra. Síðan gerði Birgir grein fyrir störfum félagsins á sl. starfsári, en það hefur verið fjöl þætt og gróskumikið með afbrigð- um. Síðan gerði Magnús L Sveins son grein fyrir reikningum félags- ins. Eftir það var gengið til stjórn arkjörs. Formaður var kjörinn Bjarni Beinteinsson. Níu menn aðr ir voru kjörnir í stjórn Heimdallar og skiptir þannig með sér verk- um: Styrmir Gunnarsson varafor- Framh. á bls. 5. með einu atkvæii í gær var samþykkt á kennara- fundi í Menntaskólanum í Reykja- vík að Ieyft skyldi að tolleringar færu fram að venju. Var það sam- þykkt Hefur því verið leyft að nýju að halda við þessari venju, sem er sá elzta í Menntaskólanum. Fyrir nokkru síðan voru toller- ingar bannaðar af kennarafund1. Var það gert að ráðum leikfimis- kennara, sem á undanförnum árum hafa haft eftirlit með hvernig toller ingar færu fram. Mæltist þetta bann KIRKJUÞING SETT ÍDAG mjög illa fyrir, bæði hjá nemendum og öðrum. Tolleringar verða nú leyfðar und- ir mjög ströngu eftirliti, til að tryggja að ekki hljótist slys af. Nú verður tekin ein bekkjardeild einu og verður kennari viðstaddur í stofunni. Mun hann skipta nem- endum í tvo hópa, þá sem vilja láta tollera sig og þá sem ekki vilja það. Skal enginn þurfa að láta tollera sig nauðugur. 1 dag klukkan tvö verður kirkju- þing sett í Neskirkju. Við setning- arathöfn mun síra Þorgrímur S'g urðsson flytja ræðu og verður þing ið síðan sett af biskupinum yfir íslandi Sigurbirni Einarssyni. Á fyrsta fundi þingsins mun verða kosin kjörbréfanefnd og verð ur síðan næsti fundur á mánudag. Verða þá kosnar nefndir og tekið fyrir frumvarp um veitingu presta kalla, sem meðal annars felur í sér að prestskosningar verði lagðar nið ur. Ekki liggur fyrir heildardagskrá þingsins og mun hún verða boðuð á hverjum fundi fyrir sig fyrir næsta fund. Fyrir þingið munu þó koma frumvörp um sóknarnefndir og kirkjugarða. öll framanskráð frumvörp eru flutt af biskupi og kirkjuráði. Kjörnir fulltrúar á kirkjuþingi eru 15, þar af sjö leikmenn, sjö prestar, einn fulltrúi guðfræðideild ar og er biskup lögskipaður forseti þess. Auk þess hefur kirkjumála- ráðherra rétt til setu á þinginu og kirkjuráðsmenn. r Arni Thorsf@insson jnrðseffur i cSag Árni Thorsteinsson tónskáld verð- ur jarðsettur hór í bænum í dag, en hann andaðist vegna afleiðinga slyss, er hann hrasaði á götu. Árni Thorsteinsson varð u2|a ára gamall og var hann löngu þjóðkunnur maður fyrir tónsmíðar sínar og afskipti af tónlistarmál- um. Þessa frumherja á sviði tón- listarlífsins og mikla ljúfmennis verður nánar getið hér í blaðinu síðar. i i i J » . .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.