Vísir - 22.10.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 22.10.1962, Blaðsíða 15
V í SIR . Mánudagur 22. október 1962. /5 ©© Læknirinn þagnaði. Hann reis hægt upp og settist á sk\irð- borðið. Yfir honum vantaði klukkuna þrjár mínútur í tólf, tvær mín- útur í tólf. Og loks var hun tólí. „Sjö stundir,“ heyrðist íivísl- að í rúmi gamla mannsins „Segið þér mér nú frá yðar trú,“ sagði Emmenberger Rödd hans var nú aftur róleg og til breytingarlaus, en ekki ástriðu- full og hörð eins og áður Bárlach svaraði ekki. „Þér þegið," sagði læk,nirinn dapurlega. „Enn þegið þér“. Sjúklingurinn svaraði engu. „Þér þegið, og þér þegið,“ sagði iæknirinn og studdi báð- um höndum á skurðaborðið. „Ég legg skilyrðislaust allt undir. Ég var voldugur, vegna þess að ég hræðist aldre:, vegna þess að mér var alveg sama hvort upp um mig kæmist eður ei. Og enn er ég reiðubúinn að hætta öllu á einn vinning. Ég ve '5 að við- urkenna mig sigraðan, ef þér eigið jafn ákafa og skilyrðis- laúsa trú og ég.“ Gamlt ifiaðurinn pag'1.. „Segið eitthvað," hélt Emm- enberger áfram eftir nokkra þögn og horfði spenntur og á- kafur á sjúklinginn. „Svarið þó einhverju. Þér eruð kristinn. Þér hafið verið skírður. Segið þér, að þér trúið af sannfæringu, af krafti, sem ber langt af trú smánarlegs fjöldamorðingja, eins og sólin ber af skini vetr- ar tunglsins, eða segið aðeins: af krafti. sem er jafn trúarkrafti hans. Klukkan tifaði. „Ef til vill er þessi trúarjátn ing of erfið,“ sagði Emmenberg er, þegar Bárlach þagði enn, og gekk að rúmi hans. „Ef til vili eigið þér aðra auðveldari og al- gengari trú. Segið: Ég trúi á réttlæti og mannkærleika sem þjóna skal réttlætinu Þess vegna og aðeins þess vegr.a hef ég, gamall og sjúkur, kastað mér út í það ævintýri að fara til Sonnenstein, án þess að hugsa út i það vald, sam einn maður getur haft yfir öðrum. Segið þér að minnsta kosti þetta Þetta er auðveld og sæmandi trúarjátning, sem hæg* er að ætlast til af nútímamanmnum. Segið þetta og þér eruð frjáls. Ég skal láta mér næ ;ja trúar- játningu yðar, og þegar þér seg- ið það, mun ég hugsa, að yðar trú sé jafn sterk minrii.“ Gamli maðurinn þagð' „Þér trúið mér ef til viirekiri, þegar ég segi, að þér munuð verða frjáls?" spurði Emmen- berger. Ekkert svar. „Segið þér það upp á von og óvon,“ sagði læknirinn og skor- aði á lögreglufulltrúann. „Játið trú yðar, jafnvel þótt þér trúið ekki orðum mínum. Ef til vill er það seinasta tækifærið til að bjarga sjálfum yður, og jafnvel Hungertobel. Enn er tími til að gera honum viðvart. Þér hafið fundið mig og ég hef fundið yður. Einhvern tíma hlýtur mín- um leik að ljúka. Einhvers stað- ar hlýtur útreikningur minn að reynast rangur. Hvers vegna skyldi ég ekki tapa. Ég get drep- ið yður og ég get látið yður lausan, en þá yrði ég sjálfur drepinn. Ég hef náð því marki, að geta umgengizt sjálfan mig sem manneskju mér óviðkom- andi. Ég vernda sjálfan mig, eða ég tortími sjálfum mér.“ Hann þagnaði og virti lög- reglufulltrúann fyrir sér. „Það skiptir ekki máli,“ „agði hann, „hvað ég tek mér fyrir hendur. Vald mitt getur ekki orðið meira en það þegar er. Ég hef náð hinu æðsta marki, sem maður- inn getur öðlazt, hinu eina, sem skiptir máli í þessum einskis- verða heimi, í þessum leyndar- dómi hins dauða efnis, sem stöð ugt getur af sér nýtt líf og dauða. Samt bind ég lausn yð- ar aðeins einu barnalegu skil- yrði, því, að þér sýnið mér að þér eigið jafnsterka trú minni. — Trúin á hið góða hlýtur að minnsta kosti að vera jafn- sterk trúnni á hið illa. Segið mér frá trú yðar. Ekkert mun gleðja mig meira en förin til helvítis." Ekkert heyrðist nema tifið í klukkunni. „Segið það vegna sjálfrar trú- arinnar á guðs son,“ hélt hann áfram, „vegna trúarinnar á rétt- lætið.“ Aftur þögn. „Játið trú yðar,“ hrópaði lækn irinn. „Segið mér frá trú yðar.“ Gamli maðurinn lá grafkyrr með hendurnar krepptar á á- breiðunni. „Játið trú yðar,“ öskraði lækn irinn. Rödd hans hljómaði eins og hvellur lúðrablástur í óend- anlegu rúmi. Gamli maðurinn þagði. Þá varð andlit Emmenbergers kalt og sviplaust. Aðeins örið á hægri augabrúninni var enn rauðleitt. Það var eins og hann skylfi af viðbjóði, þegar hann sneri sér frá sjúklingnum, þreytt ur og kærulaus, og hélt út um dyrnar, sem lokuðust hljóðlega á eftir honum. Blikandi blámi herbergisins umkringdi sjúkling inn. Ekkert heyrðist nema tifið í klukkunni, — eða voru það hjartaslög gamla mannsins. BARNAVÍSA. Og þarna lá Bárlach og beið dauða síns. Tíminn leið. Vísarn- ir færðust áfram jafnt og þétt, skriðu saman, greindust hvor frá öðrum, skriðu saman á ný og greindust enn í sundur. — Klukkan varð hálf eitt, eitt, fimm mínútur yfir eitt, hálf tvö, tvö, hálf þrjú. Allt var dauða- kyrrt í herberginu, sem sveipað var skuggalausu, bláa ljósinu. Skáparnir voru yfirfullir af furðulegustu tækjum, en í gleri þeirra spegluðust ógreinilega andlit og hendur Bárlachs. Allt var óbreytt, hvíta skurðaborð- ið, mynd Dúrers af hinum svip- mikla, stirðnaða hesti, málm- 1 A R Z A Mánuðir liðu, og ekid frétt' En einu sinni þegar hann fór friðsælt varð hann vitni að mikl- hafði verið rænt og allir íbúar Tarzan af brunanum Cirkusn- um nágrennið, sem v.rtíst svo um hörmungum. Þorp innfæddra þess drepnir. um. Barnasagan KALLB »9 super- filmu- fiskurinn Á sjómannakránni Flaututunn unni beið Kalli óþolinmóðui „Nú er kiukkan orðin korter yfir fjögur, tautaði hann, hann er þegar orðinn korteri of seinn ‘ ,,Eru þér að bíða eftir einhverj um viðskiptavini okkar?“ spurði ,'eitingamaðurinn. „Já“, svar aði Kalli, en hann átti að koma hingað fyrir einu korteri. Hann er auðvitað einhver bölvaður landkrabbi". Um leið heyrðist vélasuð fyrir utan, og kráareig- andinn starði undrandi út um gluggann Guð minn góður, þetta verður góður viðskiptavinur, hrópaði hann. Sjáið bílinn. Kalli þaut út að glugganum og gleymdi alvc hve reiður hann var. Úti fyrir kránni rtóð stærsti og fi'nasti bíll, sem hann hafði nokkurn tíman séð. skjöldurinn fyrir glugganum, auður stóllinn, sem sneri bak- inu að gamla manninum. Ekk- ert merki um líf nema tifið í klukkunni, sem varð þrjú, sem varð fjögur. Ekkert heyrðist, hvorki hósti né stuna, ekkert fótatak, ekkert hljóð barst til eyrna gamla mannsins, sem lá hreyfingarlaus í rúmi sínu og dró varla andann. Fyrir honum var enginn umhéimur til lengur, engin jörð, engin sól og engin borg. Ekkert var honum raun- veruleiki, nema kringlótta skíf- an með vísunum, sem stöðugt héldu áfram, breyttu afstöðu sinni hvor til annars, skriðu saman og urðu eitt, en greind- ust síðan sundur á ný. Klukkan varð hálf fimm, fimm, eina mín- útu yfir fimm, tvær mínútur yf- ir fimm, sex mínútur yfir fimm. Með erfiðismunum hafði Bár- lach risið upp í rúmi sínu. Hann hringdi bjöllunni einu sinni, tvisvar, mörgum sinnum. Hann beið. Ef til vill gæti hann talað við systur T" i. Ef til vill gat tilviljunin enn bjargað honum. Hálf sex. Hann sneri sér á aðra hliðina. En þá datt hann á gólf- ið. Lengi lá hann kyrr á rauðu teppinu við rúmið, og einhvers staðar yfir honum yfir glerskáp- unum tifaði klukkan jafnt og þétt. Vísarnir snigluðust sleitu- laust áfram, og klukkuna vant- aði þrettán mínútur í sex, tólf mínútur í sex, ellefu mínútur í sex. Þá skreið hann hægt til dyranna, með því að draga sig áfram með höndunum. Svo reyndi hann að rísa upp og grípa í handfangið, en datt aftur á bak, lá kyrr nokkra stund, en reyndi síðan á ný, og f þriðja skipti, í fjórða skipti, en árang- urslaust. Hann klóraði í hurð- ina, vegna þess, að hann hafði ekki afl til að berja. Eins og rotta, hugsaði hann. Svo lá hann hreyfingarlaus. Loks dróst hann aftur inn í herbergið, lyfti höfðinu og leit á klukkuna. Tíu mínútur yfir sex. „Enn fimmtíu mínútur,“ sagði hann hátt og skýrt og rauf kyrrðina, svo hann skelfdist. „Fimmtíu mínútur." Hann langaði aftur upp í rúmið, en fann, að hann hafði engan kraft til þess. Þess vegna lá hann þarna við skurðarborðið og beið. Herbergið hringsnerist um hann, skáparnir, hnífarnir, rúmið, stóllinn, klukkan og aft- ur klukkan. Hún var eins og út- brunnin sól á bláleitri, rotnandi hvelfingu, eins og tifandi skurð- goð, eins og andlit án vara, augna og nasa, en með tvær hrukkur, sem nálguðust hægt og silalega, uxu saman í eina heild — klukkuna vantaði tutt- ugu mínútur í sjö. Vísarnir virt- ust ekki ætla að greinast að, — og samt gerðu þeir það. — Ódýr barnanærföt Verzlunin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.