Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 5
VISIR . Miðvikudagur 24. október 1962. 5 HS# r Pl •• O FjarlogBn — Framhald aí bls. 1. DÝRTÍÐIN ALDREI MEIRI. Að lokinni ræðu fjármálaráð- herra tóku fulltrúar hinna þing- flokkanna til máls. Fyrstur talaði Lúðvík Jósefsson fyrir hönd Al- þýðusambandsins. Hann sagði m. a.: Fyrir framan okkur liggur fjórða fjárlagafrumvarp svokallaðrar við- reisnarstjórnar. Sú stjórn tók við fyrir þrem árum, og þá átti mikið að gera. Það átti að stöðva dýrtíð- ina ,Iækka skatta og koma á stór- felldum sparnaði í opinberum rekstri. Ekki er úr vegi að íhuga þessi loforð: Dýrtiðin hefur aldrei verið meiri og gífurlegar verð- hækkanir hafa átt sér stað. Mat- vörur hafa hækkað í tíð viðreisn- arstjórnarinnar úr 23.000 í 33.000 og hiti og rafmagn úr 3900 kr. í 5300 kr. Verðgildi peninga hefur farið síminnkandi. Styrkir áttu að afnemast, en hvað kemur nú £ ljós, niðurgreiðsl- ur og uppbætur nema nú 430 .mill- jónum króna. Samtals nema styrk- ir og uppbætur í fjárlögum nú rúmum 600 milljónum. Skattar hafa stórhækkað, og þótt tekjuskattur hafi eitthvað lækkað, hafa aðrir skattar bætzt á, helm- ingi verri. Heildarskattar nú eru um 600 milljónum króna hærri nú en 1958. Tollar hafa einnig hækk- að, tvær gengislækkanir hafa átt sér stað og söluskattar íþyngja al- menningi. FJANDSAMLEG VERKALÝÐNUM. Aðgerðir stjórnarinnar hafa sýnt það og sannað að hún er á móti verkjdýðnum, hinni vinnandi stétt, hún léggur aukaskatt á bændur, hækkar verð á tækjum í báta og gerir ekki ráð fyrir neinum hækk- unum opinberra starfsmanna. Jafn- vel kratar hafa lýst því yfir að kaupgjaldsmálin hrynji til grunna. Fjárlagafrumvarpið sýnir aðeins að lítið er um framkvæmdir, kostn að við Nato, og eina milljón króna til almannavama. Og það á sama tíma og Bandaríkin ógna heims- friðnum og geyma hér á landi kjarnorkuvopn. Ríkisstjórnin er að eins að innleiða hér efnahagskerfi sem innlimar ísland f auðhringa Evrópu. Gegn því eiga vinstri menn að standa. Næstur talaði Birgir Finnsson fyrir Alþýðuflokkinn. Birgir hélt góða ræðu, drap fyrst á fjölgun landsmanna og nauðsyn þess að hlúa að uppeldismálum. Hann benti í því sambandi á, að ef ekki væri um aukin gjöld að ræða í fjárlögum, þá væri það vottur þess að um samdrátt væri að ræða. Sá áróður stjórnarand stæðinga hversu kostnaðurinn og gjöldin færu síhækkandi væri því haldlaus. Auðvitað vantar hvar- vetna fé, og kemur það bezt fram í þeim aragrúa beiðna sem sífellt berast. Stjórnarandstaðan not- færir sér hins vegar þessar eðli- legu beiðnir með ábyrgðarlausri afstöðu sinni. GOTT FJÁRLAGAFRUMVARP Birgir Finnsson sagði: Nauðsyn er að hafa jafnvægi milli gjalda og tekna, og það er ánægjulegt að sjá að fjárlög eru Iögð fram bar sem gert er ráð fyrir greiðsluaf- gangi. Þess e; j ví að vænta að frumvarpið til fjárlaga verði sam- þykkt óbreytt. Einna athyglisverðast í þessu frumvarpi er sú aukning sem gert er ráð fyrir til heilbrigðis-, mennta og félagsmála. Gert er ráð fyrir 62 nýjum kennurum og heildar- upphæðin til menntamála nemur 12°*, af heildarupphæð fjárlag- anna. En aukin gjöld stafa ekki ein-, göngu af vexti þjóðarinnar heldur | líka hækkuðum launum. í fyrstu tókst ríkisstjórninni að halda við jafnvægi í kaupgjaldsmálum, en þar kom að þau öfl sem andvíg eru stjórninni hleyptu verkföllum af stað og um verulega röskun varð að ræða í efnahagsuppbygg- ingu stjórnarinnar: Launahækkun opinberra starfsmanna er nú sann- gjörn ef miðað er við kauphækk- anir annarra stétta, en hins vegár breytir það ekki því að mesta vandamálið í dag er að stöðva kapphlaupið, til að eyðileggja ekki það sem unnizt hefur. Á næstunni standa þó vonir til að hægt verði að hækka laun og mæta afleið- ingum þess, vegna aukinnar þjóð- arframleiðslu, hyggilegri vaxta- pólitfk og annarra ráðstafana við- reisnarinnar. HVAÐ SKEÐUR Á ÞINGI ASÍ? Brátt verður haldið þing ASÍ Alþýðusambandsins, og er nú að vita hvort þar verður tekin upp ný kjarastefna sem skapar varan- legar kjarabætur. Talið er eðlilegt að um 4—5% kauphækkanir geti verið að ræða í venjulegu þjóðfé- lagi, þannig að kaupmáttur launa hækki um a. m. k. 30% á 10 árum. Hvað gerðardóminum viðvíkur, þá var öllum mönnum Ijóst að einhver varð að höggva á þann hnút sem myndazt hafði í kjaradeilum sjó- manna og útvegsmanna. Hins veg- ar vissi enginn fyrirfram að dóm- urinn tæki algjörlega afstöðu með öðrum aðilanum, og það er þess vegna sem Alþýðuflokksmenn hafa látið óánægju sfna f ljós að undanförnu. Hvað sparifé viðvíkur þá skal Eysteinn Jónsson minntur á þau orð sem hann viðhafði með fjár- lagafrumvarpi sínu 1958, en þá talaði hann einmitt um að grípa þyrfti til vaxtahækkana til að örva fólk til að auka sparifé sitt. Nú bers. Eysteinn á móti þessari sömu stefnu. Alþýðuflokkurinn hefur staðið í samstarfi með Sjálfstæðisflokkn- um að þessari ríkisstjórn heill og óskiptur og gerir vissulega út kjörtfmabilið. FJÁRLÖG HÆKKAÐ UM 1 MILLJARÐ. Eysteinn Jónsson talaði fyrir hönd Framsóknarflokksins. Hann benti í fyrstu á að reikn- ingsskil væru ekkert fyrr nú en áður, eins og fjármálaráðherra hafði talað um. Greiðsluafgangur sá sem myndazt hafði á síðasta ári, væri blekking, þvf ríkisstjórn- in hefði gripið til þess að taka 70 milljónir frá sjávarútveginum, og útbúið þannig tölur sínar. Þessar 70 milljónir væru þó tilkomnar vegna gengislækkunarinnar, tekn- ar beint af útveginum. Heildarút- gjöld, sagði Eysteinn hafa hækkað um 370 milljónir og fjárlögin eru nú um einum milljarða hærri en 1958. . Öngþveitið er algjört hjá þeim mönnum sem ætluðu að koma á jafnvægi í peningamálum. Nýr inn- flutningstollur hefur verið lagður á, beinir skattar hafa hækkað og sérskattar hafa verið lagðir á bændur. Sáralítið af ríkistekjum fara til verklegra framkvæmda, svo sem til vega Og brúa. Vegakostnaður hefu. þó hækkað að mun vegna lítils viðhalds, þannig að það fé sem áætlað er að fari til vega- gerðar, hrekkur vart fyrir við- haldinu nú. Ráðherra hefur mikið talað um sparnað, og gaf út í því tilefni 59 sparnaðarliði sem skyldi fara eftir. Skattamál og breytingar á þeim eiga eftir að hafa í för með sér mikinn aukinn kostnað, vegna nýrra skattstjóra. Bolaði þar ráð- herra i burt fjölda úrvalsmanna Nefndum hefði fjölgað og kostnað ur við þær og mörg ný embætti og stofnanir hafa verið sett á fót I svo sem embætti saksóknara og. | efnahagsmálastofnunin. Hér sést hið glæsilega 2000 á mánudaginn. SVÖR RÁÐHERRANS. Gunnar Thoroddsen tók að lok- um til máls og svaraði & naumum tíma nokkrum helztu fullyrðingum andstæðinga sinna. Hann byrjaði á því að gefa upp nákvæmlega hvenær ríkisreikningarnir í tíð Ey- steins hefðu verið lagðir fram í tilefni af fullyrðingum Eysteins í því máli. í ljós kom að á árunum 1954 til 1959 var ríkisreikningur- inn lagður fram öll árin 3 árum á eftir áætlun. Ríkisreikningur árs- ins í fyrra liggur nú fyrir þinginu eins og kunnugt er. Lúðvfk Jósefsson hélt því fram og reyndar Eysteinn líka, æ ofan í æ, hversu útgjöld hefðu hækkað mikið frá þvi þeir fóru með völd. Á árunum 1958 — 1963, sagði Gunnar, hafa útgjöld hækkað um 1.029 milljónir króna. I hvað hafa þau útgjöld farið? 400 milljónir í auknar almannatryggingar, 282 milljónir til vega-, hafnar, land- búnaðar- og sjávarútvegsmála, og 65 milljónir vegna launauppbóta opinberra starfsmanna. Ef þeir Lúðvfk og Eysteinn vilja lækka útgjöldin, af hvaða lið skal þá tekið? spurði ráðherrann. FALSAÐAR TÖLUR. Gunnar Thoroddsen skýrði einn- ig með nokkrum orðum þann meinta misskilning Eysteins, að tekið hefði verið af sjávarútveg- inum hagnaður af vörubirgðum, til að rétta við greiðsluhallann. Þeg- ar gengislækkunin átti sér stað, voru vörubirgðir í Iandinu sem námu 140 milljónum. Tilviljun olli því hver var eigandi að þessum vörubirgðum og þá um leið hver hefði tapað og hver hagnast á þeirri tilviljun, því ekki vissu menn um væntanlega gengislækk- un. Ríkisstjórnin tók því það ráð að setja lög um ráðstöfun á mis- muni sem yrði á sölu vörubirgð- anna vegna gengislækkunarinnar. Það var allt og sumt. Enginn tap- aði á þeim viðskiptum. Rfkisstjórn- in ráðstafaði mismuninum til að greiða áfallnar ábyrgðarskuldir sem stöfuðu af smíðum báta og annarra aðgerða sjávarútvegsins. Lúðvík Jósefsson kom með þær barnalegu staðhæfingar að tölur fjárlaganna boðuðu hækkun skatta sem næmu 350 milljónum. Hingað til hefur það aldrei verið talin aukning á sköttum þótt inn- flutningur ykist. Tollamir eru auð- vitað þeir sömu, tölurnar verða aðeins hærri af þvf að innflutning- ur hefur aukizt. Vegna þeirra staðhæfinga Ey- steins Jónssonar um lág framlög til vegagerða benti ráðherra á, að f síðustu fjárlögum Eysteins sjálfs, hefði hann ekki gert ráð fyrir neinum hækkunum á framlögum til vegagerðar. Gunnar Thoroddsen vék nokkr- um orðum að þeim óskammfeilnu dylgjum Eysteins, að úrvalsmönn- um hefði verið vikið úr starfi sem skattstjórar. Hrakti ráðherr- ann þau svigurmæli með einföld um skýringum. Þá falsa háttvirtir stjórnarand- stæðingar þær tölur, sem þeir tonna norska strandferðaskip Sanct Svithun, sem fórst svo skyndilega 41 hefur farizt Sjóslysið við Noregsstrendur, þegar norska strandferðaskipið Sanct Svithun sigldi á sker rétt frá Namsos og sökk er eitt mesta sjóslys í sögu Noregs. Það er nú ljóst orðið að 89 manns voru með skipinu. Þar af hefur 48 verið bjargað. Nú þegar hafa fundizt 35 Ifk, en sex er ennþá saknað og búizt við að þeir hafi og farizt. í gær fannst loks staðurinn, þar sem Sanct Svithun sökk, en vegna illviðra og rigninga og rangrar staðarákvörð- unar skipsmanna gekk illa að finna slysstaðinn. Þar liggur skip ið nú á 30 metra dýpi. Það má segja að þjóðarsorg riki Söngskemmt- un endurtekin Vegna mikillar aðsóknar að söngskemmtun Guðmundar Guð- jónssonar á mánudagskvöld, verð- ur söngskemmtun hans endurtekin í Gamla bíó kl. 7.15 í kvöld. Við hljóðfærið er Atli Heimir Sveins- son. Á mánudaginn var algerlega uppselt og komust færri að en vildu. Var bæði söngvara og undir- leikara mjög vel fagnað af áheyr- endum. í Noregi vegna þessa sviplega og mikla sjóslyss. Undrast menn það að slíkt skuli geta komið fyrir ný- legt og glæsilegt skip, sem er bú- ið öllum nýjustu siglingatækjum. r Isétópa— Ljósafoss — F amhaio at 16 síðu: ræðismenn Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, raforkumálanefnd og ráðunautar hennar, verkfræðingar, sem unnið höfðu við mannvirkið, ýmsir starfsmenn bæjarins og Raf- veitu Reykjavíkur, svo og þeir, sem unnið höfðu við Sogsvirkjunina eða í sambandi við hana. Þegar athöfninni var lokið, var ekið til bæjarins, þar sem snædd- ur var hádegisverður að Hótel Borg í boði bæjarstjórnar. Stjórn Sogsveitunnar minntist afmælisins á laugardaginn og sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Vísir hefir fengið, mun ýmsu starfs fólki Rafmagnsveitu Reykjavíkur verða boðið austur á sjálfan af- mælisdaginn, og auk þess mun stöðin verða flóðlýst til hátíða- brigða. Hér er ekki kostur á að rekja nánar þau straumhvörf í atvinnu- lífinu, sem smíði stöðvarinnar gerðu kleif og fylgdu á eftir skömmu síðar, en væntanlega gefst tækifærin til þess sfðar. nefna í sambandi við kaupmátt launa. Þeir gæta þess að minnast aldrei á fjölskyldubætur, og lækk- un á tekjuskatti og útsvörum. Koma þeir liðir vissulega inn þeg- ar talað er um kaupmátt launa, sagði Gunnar. Ai lokum benti fjármálaráð- herra á þá staðreynd að það hefði verið markmið viðreisnarinnar að tryggja öllum sem mesta atvinnu. Það hefði tekizt, það væri öllum ljóst. Fran.nald aí bls. 1. hér meira af joði í fæðunni en annars staðar. Af niðurstöðum þess ara rannsókna á fólki almennt verða dregnar ályktanir um það hvað sé eðlileg skjaldkirtilsstarf- semi og síðan gerðar sérstakar rannsóknir á þeim, sem víkja veru lega frá hinni almennu reglu. Hin geislavirku efni eru síðan stundum einnig potuð til lækninga. Rannsóknastarf ísótópastofunnar hefir einnig verið í sambandi við blóðsjúkdóma og meltingartruflan- ir. Þar eru einnig gerðar sjálfstæð- ar rannsóknir, aðallega sem standa í sambandi við koparefnaskipti líkamans. ísótópastofan sjálf er samkvæmt eðli sínu hrein rann- sóknastofnun, tæki hennar eru ein- vörðungu rannsóknatæki, en ekki Iækningatæki. Þau eru notuð til að mæla geislavirkni (Radioaktiviet), aðallega gamma-geisla. Hins vegar eru sjálf hin geisla- virku efni svo sem joð, fosfór, kóbolt og radíum notað bæði við rannsóknirnar með tækjunum og einnig beint til lækninga ýmissa sjúkdóma, sem fyrr greinir. Milljónir— Framhald af bls. 16 búsins en í tölum verði talin svo óyggjandi sé, en þó má vissulega ætla að um milljóna- tugi sé að ræða. Og allt situr við sama. Síldveiðideilan hefir nú verið til meðferðar hjá Sátta semjara í nær tvær vikur og aðeins haldnir tveir fundir, hinn seinni sl. föstudag. — Enginn fundur hafði verið boðaður í morgun. Hér er enn eitt dæmi þess hvað hinar óbilgjörnu kjaradeilur kosta þjóðfélagið í heild og bending um það að það er ekki síður atvinnustétt- unum en atvinnurekendum fyr- ir beztu, að samið sé um kaup- gjaldsmál f heild og til langs tíma í einu. Leiðrétting í Vísi í gær var sagt frá því að jarðýta sem verið hafi að verki á Seltjarnarnesi hafi komið niður á vatnsæð og slitið í sundur píp- una. Þetta er ekki rétt, skurðgrafa sem var að grafa u mótum Hofs- vallagötu og Nesvegar á vegum Reykjavíkurborgar sleit í sundur vatnsæð sem þar liggur en frá henni liggur svo æðin út á Sel- tjarnarnes. BW

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.