Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 11
Neyðarvaktin simi 11510. hvern virkan dap nema laug daga kl 13—17 Holtsapótek og Garðsapótek eru opin virka daga kl. 9—7, laugar a'aga kl. 9 — 4. helgidaga kl. 1-4 Apótek Austurbæiar er opið virka daga kl 9-7 laimnrdasa kl 9-^ Næturvarzlr vikunnar 13 — 20. október er i Reykjavíkurapóteki. Útvarpið Miðvikudagur 24. október. Fastir liðir eins og venjulega. 20.00 Varnaðarorð: Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi talar aftur um fyrstu hjálp á slysstað. 20.05 Tónleikar. 20.20 Erindi: Nám og námsaðferð- ir (Magnús Gíslason námsstjóri). 20.45 Einsöngur: Ivar Andrésen syngur. 21.05 Ferðaþáttur frá Mall orka (Hugrún skáldkona). 21.25 ís- lenzk tónlist: Píanólög eftir Magn- ús Bl. Jóhannsson.^1.40 Or ýms- um áttum (Ævar R. Kvaran). 22.10 Kvöldsagan: „í sveita þíns andflíís11'eftir Moniku Dickens, XVI (BríýRMéðinsdóttir). 22.30 Najtpr- hljómleikar: Frá tónlistarhátíðinni í Salzburg í sumar. 23.10 Dagskrár lok. Flugferðir Pan American flugvélar komu til Keflavíkur frá New York og Lon- don og héldu áfram eftir skamma viðdvöl til þessára sömu borga. Tímarit Nýtt tímarit hefur hafið göngu sína f Reykjavík. Nefnist það Ó- regla — tímarit um bókmenntir og menningarmál, ritstjóri og ábyrgðarmaður er Steinar Sigur- jónsson, og er fyrsta heftið allt ritað af honum sjálfum, 32 bls. Efni tímaritsins er sem hér segir: Fylgt úr hlaði, Hamingjuskipti, upphafskafli úr óprentaðri skáld- sögu, Þjóðina vantar heimili, Tjall inn og Kaninn, Bókarkafli, „slitra úr svo að segja glataðri bók“ og Hugleiðingar um þurrk og dinga- ling. Tímaritið Óregla hefur engan fastan útgáfutíma, og mun það vera ein ástæðan fyrir nafngift- inni. Söfnin Árbæjarsafn lokað nema fyrir hópferðir tilkynntar áður < síma 180" Bæjarbókasafn Reykjavíkur Sími 12308. Aðalsafnið Þingholtsstræti 29A: Útlánadeild opin 2-10 alla daga nema laugardaga 2-7 og sunnu- daga 5-7. Lesstofan er opin 10-10 alla daga nema laugardaga 10-7 og sunnudaga 2-7. Útibú Hólmgarði 34: opið 5-7 alla daaa nema laugardaga og sunnudaga. Útibú Hofsvallagötu 16: opið 5.30-7.30 alla daga nema laugar- daga og sunnudaga. Otto Rieder í heimsókn Meðal farþega með áætlunar- vél Flugfélagsins frá Kaup- mannahöfn í fyrrakvöld var góðvinur íslenzkra skíðatnanna, Austurríkismaðurinn Otto Ried- er, sem hér var síðast fyrir rúmum tveim árum. Var margt skíðamanna til að taka á móti Rieder á flugvellinum. „Ég tók skíðin með til vonar og vara“, sagði Rieder, sem er ferðaskrifstofumaður að at- vinnu í heimalandi sínu, Austur- yerðlaun krossgátubókar > ifuÉíliíö Dregíð hefár vérið um verðlaúri í Verðlauna-krossgátubókinni nr. 1 Vinninga hlutu að þessu sinni: 1. Flugfar til Kaupmannahafnar. Gísli Þórðarson, Brekkugötu 9, Keflavík. 2. Sindrastóll. Friðrik Jóelsson, Herjólfsgötu 6, Hafnarfirði. 3. Transitor-viðtæki. Árni Óli Ólafsson, Suðurgarði Vestmanna- eyjum. Vinninganna má vitja til forlags- ins — Ljósvallagötu 20, Reykjavík ríki, „en hins vegar mun ég sinna einkamáium i heimsókn minni að þessu sinni og m. a. sýna kvikmyndir sem ég hef í fórum mínum fyrir skíðaáhuga- menn hér og e. t. v. víðar“. Ellen Sighvatsson, formaður Skíðaráðsins sagði okkur að Rieder mundi sýna myndirnar til styrktar íslenzkum skíða- mönnum, til að komast til Vetr- ar-OL í Innsbruck, veturinn 1964. Um síðustu helgi voru gefin sam an-ungfrú-Ásdís Sigrún Guðmunds dóttiiU'&g Þórður Bjarkar Árelíus- son. Heimili þeirra verður að Holta gerði 14 Kópavogi. Faðir brúð- gumans séra Árelíus Níelsson fram kvæmdi hjónavígsluna. Nýlega gaf séra Árelíus Níelsson saman í hjónaband ungfrú Ástu Mary Brekkan og Indriða Björns- son. Heimili þeirra verður að Egils götu 10 Borgarnesi. Skipin Hafskip: Laxá lestar á Norðurlands höfnum. Rangá fór frá Flekkefjord 20. þ. m. til íslands. Stjörnuspá morgundagsins Hrúturinn, 21. marz til 20 apríl: Það er mikið undir því kom ið í dag að þú takir fullt tillit til ráðlegginga annarra, sérstaklega maka þíns og náinna félaga. Nautið, 21. april til 21. maí: Gamlir vinir gætu reynzt þér vel síðari hluta dagsins við að fram- fylgja málefnum varðandi starf þitt. Rómantíkin er undir góðum afstöðum í kvöld. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Flestum Tvíburamerkingum mun finnast deginum bezt varið í þágu félagslifsins og jafnvel á einhverri skemmtun með kvöld- inu. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Ágætt væri að verja nokkrum tíma dagsins til bréfaskrifta til þeirra, sem þú hefur látið sitja á hakanum að svara að undan- förnu. “ET 7® Xi i li J $a I / m Þú baðst mig svo ákveðið að koma í bláum fötum í veizluna — og þetta eru einu bláu fötin, sem ég á---------- Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú ættir að vera talsvert vel fyrir kallaður til vinnunnar nú í dag. Afstöður eru mjög hagstæðar fyrir unga ijónsmerkinga f ásta- málunum f kvöld. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þér ættu að bjóðast tækiiæri til fjárhagslegs ágóða í dag og jafn- vel að auka tekjur þínar til fram- búðar. Þú ættir að leita ráðlegg- inga eldri vina í kvöld. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Endurkoma mánans í merki þitt gefur þér aukinn líkamsmátt. Þú ættir að notfæra þér persónulegt aðdráttarafl þitt til að greiða veg inn til velgengninnar. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú ættir ekki að gefa neinum tækifæri til að bera persónulegan hagnað á þinn kostnað í dag. Þú ættir að leitast við að taka Iffinu með ró í kvöld. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú ættir að halda þig vel að störfum þínum í dag og ljúka þeim. Þér ættu að bjóðast góð tækifæri til þátttöku f félagslíf- inu í kvöld. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú kannt að þurfa að vera frem- ur íhaidssamur með peningana í dag sakir ásóknar annarra í pen- ingaveski þitt. Þú getur hagnazt vel af réttum samböndum. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú ættir að sinna öllum mikilvægum bréfaviðskiptum í dag, hvort sem um verzlunar- og viðskiptabréf eða kunningjabréf er að ræða. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Þú ættir að tryggja þér fullan stuðning annarra, svo sem maka eða náinna félaga í sambandi við sameiginleg fjármál ykkar. Leit- aðu ráðlegginga reynds fólks. Árnað heilla Ýmislegt i I „Bráðum er röðin kominn að atriðinu þínu, Rip.“ „Ef ég stöðva sýninguna alveg, mundu þá, að þetta er þín hugmynd . . . . . Og Kirby kemur f fyrsta skipti fram á sviði . . . „Þú ert jafnléttur á fæti og ég í skapi.“ „Þakka þér fyrir Stella" „Ef hana grunar að erfiðleikar séu í nánd, þá leynir hún þvf mjög vel.“ EESEiaa r:23r3Bi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.