Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 14
Linux Það er rétt að geta þess hér, að til að setja upp tinux á tölvu þarf svolitla tölvukunnáttu og menn þurfa að lesa leiðbeiningar, sem ýmist fylgja viðkom- andi Linuxdreifingu eða er hægt að nálg- ast á Vefnum Oberon, Ada95, Pascal, Fortran, ML, scema, Tcl/Tk, Perl, Python, Common Lisp og mörg önnur • grafísk notendaviðmót: X11R5, X11R6, MGR, KDE, Gnome • ritlar: GNU emacs, XEmacs, Microemacs, jove, ez, epoch, elvis, vim, vile, joe, pico, jed og fleiri • skeljar: bash, zsh, pdksh, tcsh, csh, rc, es, ash og fjöldi annarra • samskiptaforrit: Taylor(GNU UUCP), SLIP, CSLIP, PPP, kermit, szrz, mini- com, pcomm, xcomm, term, Seyon(X- forrit) ýmis fax og talpóstsforrit • fréttavefs og póstforrit: C-news, innd, trn, nn, tin, smail, elm, sendmail, mh, pine, tkmail og fleiri • örugg samskipti: ssh og pgp • textavinnsluforrit: TeX/LaTeX , Lyx, groff, doc, ez, Lout, Linuxdoc-SMGL og fleiri • miðlarar: ftp, nfs, samba, www, app- letalk • leikir: sjá t.d. á tsx-11 og sunsite undir games • skrifstofupakkar: StarOffice, siag office, Applixware og fleiri • töflureiknar: oleo, sc og fleiri • reikniforrit og tól fyrir vísindalega út- reikninga af ýmsu tagi • í allt eru sennilega yfir 5000 forrita- pakkar til fyrir Linux þegar þetta er ritað Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi, heldur aðeins smá brot af þeim þús- undum forrita og tóla, sem eru til fyrir Linux. Mönnum er bent á Vefinn en þar er að finna ágæta vefþjóna sem hafa upplýs- ingar um forritapakka fyrir Linux. Vegna þess að Linux er þróað af not- endum er mest áhersla lögð á þá hluti, sem notendur hafa þörf fyrir. Ef einhverjum finnst vanta forrit fyrir Linux þá er bara að drífa í að skrifa það og láta aðra njóta af- rakstursins. Hvernig er GNU/Linux selt upp? Þessi þáttur er líklega sá sem vefst hvað mest fyrir mönnum. Það er misjafnt hver- su mikið mál er að setja upp Linux, allt eftir tölvubúnaði, getu viðkomandi og þeim uppsetningartólum sem fylgja Lin- uxdreifingunni sem notuð er. Oft er Linux sett upp á vél, sem hefur fyrir stýrikerfi eins og t.d. DOS/Windows og þá þarf að byrja á því að búa til pláss á harða diskin- um fyrir Linux eða fá sér nýjan disk fyrir Linux. Linux er alveg sama á hvaða diski það er ólíkt DOS/Windwos. Þegar Linux er sett á sama disk og DOS/Windows er byrjað á því að keyra scandisk og defrag á DOS/Windows til að undirbúa diskinn undir skiptingu. Næst er keyrt forrit (t.d fips.exe sem fylgir með Linuxdreifingum) til að skipta DOS hluta disksins í tvennt, fyrir DOS og fyrir Lin- ux. Þá velur maður hvað mikið pláss er haft undir DOS hlutann og notar afgang- inn fyrir Linux. Að því loknu er Linux keyrt upp af diskettu eða CD-ROM og maður notar Linux tólin til að skipta diskinum upp, best er að skipta Linuxpartinum í hluta fyrir swap, /, /usr, /var og /home. Svo er grunnkerfi sett inn á harða diskinn og maður setur það upp, skilgreinir netbúnað og þess háttar, kerfið er síðan endurræst á harða diskinum og er það eina endurræs- ingin, sem þarf að gera. Loks eru pakk- arnir settir inn af CD-ROM eða frá neti, allt eftir því hvernig tölvan er uppsett. Allt þetta getur tekið frá hálftíma og upp í nokkrar klukkustundir eftir hraða tölvunn- ar og færni viðkomandi. Eftir uppsetningu er Linuxkerfið tilbúið til notkunar. Það er rétt að geta þess hér, að til að setja upp Linux á tölvu þarf svolitla tölvu- kunnáttu og menn þurfa að lesa leiðbein- ingar, sem ýmist fylgja viðkomandi Lin- uxdreifingu eða er hægt að nálgast á Vefn- um. Einnig er gott að hafa tiltækan lista yfir vélbúnað svo sem gerð netkorts, mús- ar, skjáa og skjákorta. Það auðveldar inn- setningu og gerir kleift að svara spurning- um innsetningaforrita. í nýjustu Linux- dreifingum er innsetning kerfisins gerð að mestu á sjálfvirkan hátt án aðstoðar not- andans. Erfiðast hefur mér gengið að setja upp Linux á kjöltutölvur vegna þess að þær hafa oft vélbúnað sem illa er studdur af Linux, meðal annars vegna þess að framleiðendur vilja ekki láta af hendi upp- lýsingar um búnaðinn. Bendi ég mönnum á að skoða á Vefinn, þar er að finna lista yfir kjöltutölvur sem Linux gengur á. Hverjir nota GNU/Linux? Margir hafa reynt að giska á fjölda GNU/Linux notenda í heiminum, en það 14 Tolvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.