Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Miðvikudagur 19. desember 1962. — 286 tbl. Olíubrák drap æðar- fugl á Álftanesi Nauðsynfegt að fá reglugerð um hreinan sjó við ísland Það vandamál fer nú æ vax- andi hér við strendur landsins, að olia frá olíustöðvum og skip um óhreinkar strendumar. Snemma á þessu ári gerðist ís- land aðili að alþjóðasamþykkt- um um bann við óliumengun sjávar. Hins vegar hefur það nokkuð dregizt að reglugerðir um þetta efni séu samþykktar og skýrði Þorsteinn Einarsson ritari Samb. ísl. dýraverndunar félaga Visi frá því að sambandið legði mikla áherzlu á það, að regiugerð þessi væri sett hið bráðasta, því að stöðugt færi í vöxt mengun sjávarins við strendur og hafnir. M. a. kom það fyrir nú í nóv- ember s. 1. að olía fór í sjóinn frá olíuskipi í Skerjafirði og drap hún talsvert af æðarfugli á Álftanesi. Og greinilegt er að allmikil brögð hafa verið að því að olía færi í sjóinn við Faxaflóa, því að sjórinn er all mengaður. I reglugerðinni sem búið er að semja en hefur ekki fengizt stað fest endanlega er svo fyrir mælt að setja skuli upp sérstaka geyma í höfnum til að taka við úrgangsolíu. Þá er þar ákvæði um að olíu megi ekki dæla í sjó inn nær Iandi en 100 mílur. Nú eru hins vegar mikil brögð að því að olíuskip dæli olíu í sjóinn t. d. þegar þau þurfa að hreinsa tankana, hafa verið að flytja olíu og ætla að flytja benzín. Einnig er það alvarlegt mál, að svo virðist sem olía leki við all- ar stóru olíustöðvarnar. Það sést greinilega að olíutaumar eru út frá þeim bæði í Skerja- firði, Örfirisey og Kletti. Æðarfugl á sundi. Eiga bændur að bera ballann af SÖGU? Uggur í þingmönnum Eins og getið er um á öðrum stað í blaðinu í dag varð 4ra ára framlenging á Bændahallargjald- inu að lögum á Alþingi í gær. Hér er um að ræða hálft prósent af bú- vöruverði bænda. í sambandi við afgreiðslu máls- ins í Efri deild urðu allmiklar um ræður um hótelrekstur ( Bænda- höllinni, og létu ýmsir þingmenn í ljós ugg um að bændahallargjald ið myndi ekki renna til sjálfra byggingarframkvæmdanna heldur til að standa undir hallarekstri af Hótel Sögu, sem rekið er á kostn- að bændasamtakanna, a.m.k. með- an byggingin er ófullgerð. Töldu sumir þingmenn sannað að hótel- ið væri rekið með tapi og ófært að binda bændastéttinni bagga með þeim taprekstri. Það kom fram í þessum umræð- um að þingmenn voru yfirleitt þeirrar skoðunar að mjög vafa- samt hefði verið að byggja þetta hótel í sambandi við nauðsynlegar 'skrifstofur fyrir stofnanir landbún- aðarins, en úr því sem komið væri yrði að freista þess að komast út úr ófærunni með því að stuðla að því að bændasamtökin hefðu fjár- hagslegt bolmagn til þess að ljúka byggingunni og koma henni f rekstrarhæft horf. En þegar þar kæmi sögu yrði farsælast fyrir bændasamtökin að bjóða hótelið út til leigu, en ef svo færi að eng- inn vildi taka það á leigu væri ekki nema tveggja kosta völ og hvorugur væri góður, úr því að lagt hefði verið út í þessa hótel- byggingu: Annað hvort væri þá að selja húsið, eða reka það, og þá að líkindum með tapi, sem Framh. á bls. 5. Síldveiðihlé veðurs vegna Enn er hlé á síldveiðinni veðurs vegna. Logn var í nótt, en undir morgun rokhvessti, sagði fréttarit- ari Vísis á Akranesi í morgun, og enginn hreyfir sig eins og er. — Spáð hafði verið SV, en Iygndi í bili sem að ofan segir, og hvessti svo á SA í morgun, og spáin slæm. Síldveiðibátar munu hafa haldið kyrru fyrir í öllum verstöðvum. Þessi mynd var tekin í morg- un í Bókav. Sigfúsar Eymunds- sonar, og sýnir allar jólabæk- urnar og fallega stúlku, sem vinnur í jólafríinu. Þótt mikið hafi verið gefið út af bókum að þessu sinni eins og jafnan endrtjnær fyrir jólin, er bókaútgáfa mun minni en oft áður eða að minnsta Frh á bls. 5 4000nýir áskrifendur Vísis Útbreiðsla blaðsins stóreykst Nýlega er lokið áskrif endasöfnun Vísis hér í Reykjavík. Safnazt hafa alls 3.432 nýir áskrifend ur að Vísi á tímabilinu 15. maí til 1. desember í ár. Er það mjög góður árangur, betri en dæmi eru til hjá nokkru ís- lenzu blaði fyrr. Það var seint síðasta vetur að stjórn Visis ákvað að hef ja skipu lagða söfnun nýrra áskrifenda að blaðinu. Bar það til að blað ið hafði nokkru áður, í júní í fyrra, verið stækkað i 16 sfður og flutti nú gjörbreytt og vand- að efni. Var áskrifendasöfnunin síðan skipulögð til hlítar og verkið hafið. Undirtektir fólks voru frá byrjun mjög góðar, betri en búizt hafði verið við. Bættust iðulega allt að 50 nýir áskrifendur í hópinn á kvöldi. Og nú í haust bættust yfir 300 nýir áskrifendur við f Keflavík og jafnmargir á Akur- eyri. Áskrifendasöfnunin er nú lok ið í bili. Enda hefir útbreiðsla blaðsins aukizt mjög mikið á ár inu. Vísir er nú orðið annað stærsta blaðið hér i Reykjavík, og er meðaitalsupplag blaðsins um 13,000 eintök. Hefir upplag blaðsins vaxið um allmiklu meira en helming síðustu þrjú misserin. Og enn er blaðið í ör- um vexti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.