Vísir - 07.06.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 07.06.1963, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Föstudagur 7. júní 1963 Framkvæmdaráætlun ríkisstjórnar- innar markar stefnu framtíðarinnar í marz í veíur lagði ríkisstjórnin fyrir Alþingi þjóðhags- og framkvæmdaráætlun til ársins 1966. Með áætlun þessari hefur verið stigið nýtt spor, sem valda mun straumhvörfum í allri efnahags- legri uppbyggingu á íslandi. En áætlunin gerir meir — hún felur í sér viðleitni núverandi ríkisstjórnar til að ná heildarmynd yfir fjárfestingu og f járöflun helztu atvinnuveganna. — Hún felur í sér raunhæf- ar tillögur byggðar á þeim staðreyndum sem fyrir liggja. í áætluninni er m. a. gert ráð fyrir: Ákveðnum vexti í þjóðarframleiðslunni. Að byggðar verði að meðaltali 1400 íbúðir á næstu árum. Aukinni fjárfestingu í atvinnuvegunum, á þessu ári einu, 1565 millj. kr. Einnig aukinni fjárfestingu í rafvæðingu í sam- göngum og opinberum byggingum, allt að 26% þjóðartekna. Öflun erlendra lána, allt að 600 millj. kr. ár- lega til uppbyggingar. 100 millj. kr. aukning gjaldeyrisforðans á ári. valda og beint fjárfestingum sínum í þaer áttir, sem þróunin stefnir í. Núverandi ríkisstjóm kom á með efnahagsráðstöfunum sín- um 1960, þeirri viðreisn, sem nú blasir hvarvetna við. Þær ráðstafanir, hvort sem mönnum líkar betur eða ver, hafa nú haft sín áhrif í efnahagsmálun- um. Tekizt hefur að byggja upp f samræmi við þær ráö- stafanir það, sem miður hafði farið á fyrri árum. Á næstu árum, verður hægt að halda þeirri uppbyggingu áfram og samkvæmt því, hefur ríkis- stjórnin lagt fram áætlun, sem hún hyggst fylgja ef hún verð- ur áfram við yöld. Hvað felst í áætluninni. Og hvað felur þessi þjóð- hags- og framkvæmdaráætlun í sér? Það skal skýrt tekið fram að hún kveður ekki á um þró- unina í einstökum atriðum né ákvarðanir um einstaka fram- kvæmdir. Hún mótar hins veg- ar stefnuna, beinir heildarþró- uninni í ákveðnar áttir og á- ætlar opinberar framkvæmdir og starfsemi og fjárfestingar- sjóði og fjáröflun þeirra. Á þessari áætlun, er síðan hægt að gera sérstakar, sund- urliðaðar áætlanir um einstakar framkvæmdir. Einnig ‘er mikil- vægt, að f áframhaldi af þessari áætlun taki smærri opinberir aðilar upp þá stefnu að skipu- leggja störf sín og fjárfestingar á líkan hátt. Hlýtur það að sjálfsögðu að vera sérlega mikilsvert, að at- vinnuvegirnir geti stuðzt við fyrirframgerðar áætlanir stjóm- íkveikja af mannavöldm í fyrrinótt urðu miklar skemmdir af völdum bruna á húsi Nýju sendi bílastöðvarinnar fyrir sunnan Miklatorg. Sterkar líkur benda til að þama sé um íkveikju af manna- völdum að ræða. Slökkvilið og lögregla voru kvödd á vettvang á 5. tímanum í fyrrinótt og var þá mikill eldur í norðurenda hússins. Hafði hann komizt upp í þakið og urðu slökkviliðsmennirnir að rjúfa það til að komast að honum. Alls tók slökkvistarfið um eina klukku- stund og urðu verulegar skemmdir á húsinu og því sem inni i því var, bæði af völdum elds, reyks. vatns. ‘WBBfmBBsz-------------- Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni í gær benda sterkar líkur til að kveikt hafi verið í húsinu af mannavöld- um. Gáfu tveir menn sig fram við lögregluna, sem staddir voru á efri hæð hússins að Suðurpól 2 um það leyti sem kviknaði í sendibílastöð- inni. Kváðust þeir hafa verið við glugga sem sneri f vesturátt og veitt þá drukknum manni athygli sem hafði ýmislegt undarlegt hátt- erni í frammi og var m. a. að snúast kringum hjólbarða rétt ryrir austan Nýju sendibílastöð- ina. Þama var maðurinn að flækj- ast drykklanga stund og gekk fram og aftur án þess þó að haf- >-----------------1---------------- ast nokkuð sérstakt að og þótti mönnunum háttalag hans allt und- arlegt. Að nokkrum tíma liðnum sjá þeir hann hverfa á bak við norðurgafl hússins, þar var hann í hvarfi litla stund, en birtist þá aftur, fyrir vestan húsið. Hélt hann þá á pappa í höndunum, sem hann reif sundur og varpaði frá sér. Að því búnu hélt maðurinn á brott vestur gamla Laufásveginn unz hann hvarf mönununum tveim bak við hús og eftir það sáu þeir hann ekki meir. Manninum lýsa þeir þannig að hann hafi verið fremur lítill vexti, Ijóshærður og með afturgreitt hár að þeim sýndist, klæddur dökk- brúnum fötum, frakkalaus og ber- höfðaður. Um það bil stundarfjórðungi eftir að mennirnir f Suðurpól 2 sáu drukkna manninn hverfa vest- ur Laufásveginn gamla, varð þeim að nýju litið út um gluggann og sjá þá hvar reykjarmökk lagði upp frá Nýju sendibflastöðinni. Hlupu þeir þegar út að húsinu og logaði þá eldur glatt í norðvestur- herbergi stöðvarhússins. Var þá slökkvilið og lögregla kvödd á vettvang. Við athugunina hefur komið í ljós, að sams konar pappi og sá, sem drukkni maðurinn var með í höndunum, hafði verið notaður til að byrgja með glugga f norð- vesturherberginu þar sem eldurinn kom upp. Hafði einhver bllstjór- anna haft þar bækistöð fyrir ljós- myndagerð og notaði m. a. bylgju- pappa til að byrgja gluggann á her berginu. Bendir állt tíl að drukkni maðurinn hafi orðið þarna valdur að íkveikju og hefur rannsóknar- lögreglan mikinn áhuga að fá nán- ari upplýsingu um náunga þennan hjá þeim sem gefa kunna. Ovissa m hópferð Vísir hefur átt stutt viðtal við Þorleif Þórðarson forstj. Ferða- skrifstofu ríkisins og spurði hann um ferðamannahópa sem væntan- legir eru á vegum Ferðaskrifstof- unnar. Bakkafoss komimt til Reykjavíkur Magnús Þorstelnsson skipstjóri um borð i hinu nýja skipi sfnu Bakkafoss. Myndin var tekin í gær. (Ljósm. Vísis B.G.) Bakkafoss nýjasta skip Eim- skipafélags lslands kom til Reykja- vfkur á hvftasunnumorgun eftir að hafa losaö á 10 öðruni höfnum á ströndinni. Skipið hafði komið fyrst tll Reyðarfjarðar 26. maí s.l. með fullfermi af timbri og síma- staurum frá Hamina og Gauta- borg. Losaði skipið helming farms- ins í höfnum úti á landi en hitt í Reykjavík. Skipstjóri á hinu nýja skipi E.I. r Magnús Þorsteinsson. Hann var ð skipstjóri á Reykjafossi. sagði fréttamanni Vísis f ■’m, sér líkaði prýðilega við 'ki, það virtist vera mjög gott sjóskip'. Skipið er 4>/2 árs gamalt, smíðað úr stáli, búið ágætum tækjum. Aðalvél skipsins er 1580 hestöfl. Skipið á að geta komizt 12.5 sjómflur. Kvaðst Magnús hafa siglt að meðaltali 11 sjómílur á heimleiðinni. Skipinu er ætlað að bæta þjón- ustu Eimskipafélagsins við strönd- inaö Sama er og um Mánafoss, sem félagið eignaðist skömmu áð- ur en Bakkafoss kom. Ákveðið hefur verið að félagið kaupi þriðja skipið, en hins vegar hefur endanleg ákvörðun um hvort það verður smíðað sérstaklega fyrir félagið eða hvort það kaupir ný- Iegt skip. Skipastóll Eimskipafélagsins er nú 29.302 brúttósmálestir, og hef- ur aukizt um ca. 8% með Bakka- fossj og Mánafossi. Hann kvað fyrir verkfallið hafa verið horfur á að mikill fjöldi ferða manna kæmi til landsins loftleiðis nú f júníbyrjun, m. a. var nú í dag og á morgun búizt við mörgum náttúruskoðurum frá ýmsum Iönd, um, m. a. fuglafræðingum sem ráð- gert var að fara með f hópferð 7. júnf. er standa skyldi 14 daga. Á þessu fólki,, sem gert var ráð fyr- ir að safnaðist hér saman til ferðarinnar á vegum Ferðaskrif- stofunnar, var von í dag og á morgun, en til marks um rlkjandi óvissu vegna verkfallsins er, að ekki er enn vitað hv.ort þetta fólk kemst hingað. Það kemur hingað sem einstaklingar og gert var ráð fyrir að um 20 færu í hópferðum. Þorleifur kvað mikla röskun og erfiðleika leiða af flugmannaverk- fallinu, sem væri mikið áfall og kæmi á versta tíma. Margir sem ætluðu hingað í sumarleyfi yrðu að hætta við íslandsferð, sem á- kveðin var — og sumt af þvf fólki kannski komið ’angleiðis að á flugstöð til að fara hingað, — ferðaskrifstofur erlendis kynnu að hvekkjast og þyrðu ekki að taka við pöntunum vegna óvissunnai o. s. frv. Það er eklci hægt að gera séi grein fyrir ofannefndum afleiðing- um verkfallsins eins og er, en fyr- irsj'anlega hætta margir við Is- landsferð, og afleiðingin er röskun erfiðieikar og tjón fyrir alla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.