Vísir - 24.06.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 24.06.1963, Blaðsíða 1
VÍSIR Á fundi yfirnefndar verðlags- ráðs sjávarútvegsins í gærkvöldi náðist samkomulag um síldar- verðið í sumar. Verðið pr. mál verður kr. 150,00, þega síldin fer beint í verksmiðju. Þegar hún er hinsvegar flutt með flutningaskipi til fjarlægra verk unarstöðva, tekur seljandi þátt í flutningskostnaði, sem nem- ur kr. 16,00 af þessum kr. 150. Yfirnefndin hefur haft ákvörð un síldarverðsins til meðferðar nú um nokkurt skeið, en ekkl náð samkomulagi fyrr em í gær kvöldi. í fyrra var síldarverðið pr. mál, kr. 145,00. ánuda 24.J 1963 Menntamálaráðherra: Listaverk / opin- berum byggmgm — Ég vona fastlega, að hér eftir verði ekki reistar opinber- ar stórbyggingar án þess að á- kveðið verði að verja nokkurri upphæð til að greiða íslenzkum Iistamönnum fyrir skreytingar á þeim, sagði dr. Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra, í sam tali við Vísi í morgun, um þá ákvörðun að fela listamönnun- um Gunnlaugi Scheving og Vai- tý Péturssyni, að skreyta nýja Kennaraskólann með málverk- um og mósaikmyndum. Gunnlaugur mun leggja til málverkin og Valtýr mosaik- myndirnar. Verkið mun taka þá báða hálft annað ár. Þeir hafa að ósk menntamálaráðuneytis- ins ákveðið skiptingu fjárins, sem veitt er til þeirra fyrir verk ið, fjögur hundruð þúsund krón- ur. Kafa þeir með bréfi óskað eftir að því verði skipt ná- kvæmlega til helminga. Lista- mennirnir eru þegar byrjaðir að velja sér fleti í byggingunni til að skreyta. Ráðherrann sagði í samtali sínu við Vísi í morgun, að menntamálaráðuneytið hefði lagt tillögur um val listamanna fyrir ríkisstjórnina í heild, sem hefði einróma fallizt á þær. — Gunniaugur Scheving væri einn fremsti listmálari okkar, og Val- týr Pétursson væri annar af tveimur Islendingum, sem lært hefðu gerð mósaikmynda og lagt stund á hana. Hinn er Ferro sem býr í París. Menntamálaráðherrann kvað frumv. um skreytingar opin- berra bygginga hafa verið til athugunar 1 menntamálaráðu- neytinu. Taldi hann sjálfsagt að reyna að skapa reglur um þetta mál. Hann taldi -SÖUJegast að menntamálráðuneytið veídi sjálft, með samþykkj ríkisstjórn arinnar, þá listamenn, sem skreyta ættu byggingar hins op- inbera. Með því móti væri aug- ijóst hvar ábyrgðin lægi. Svartaþoka á miðunum Svartaþoka er nú á Raufar- höfn, og þurftu bifreiðar að aka með fullum ljósum um hádegis bilið í gær. Er þvl að vonum lítið um síldveiðar, þar sem þok an grúfir sig einnig yfir miðin. Síldin er þar að auki stygg og stendur djúpt. Sl. sólarhring til- kynntu 11 skip afla, samtals um 6000 mál. Það er helzt í tíðindum, að verksmiðjan á Raufarhöfn hef- ur nú tekið til starfa og geng- ur bræðslan sæmilega. Hefur hún tekið á móti 32 þús. mál. í gær kom Amarfellið til Rauf arhafnar með 33 þús. tómar tunnur til síldarsaltenda, en fyrir vom þar 15-20 þús. tn. Má nú segja að allt sé til taks, nema síldin. Á laugardaginn kl. að ganga 5 e. h. lenti bifreið út af veginum fyrir ofan Gljúfrastein og valt. Auk ökumanns voru tveir far- þegar í bifreiðinni — slasaðist ann- ar og var fluttur í Slysavarðstof- una, en meiðslin ekki talin alvar- leg. Ekki var lögreglunni kunnugt um skemmdir á bifreiðinni. Annað slys varð sama dag í Slippnum. Ölvaður maður sem þar var á ferii datt og meiddist í and- liti. Hann vai; og fluttur í Slysa- varðstofuna. Ágæt humarveiði Sjö humarbátar eru að landa á Akranesi í dag, 5 heimabátar og 3 aðkomubátar. Þeir eru með á- gæta veiði, 3-7 lestir hver bátur. Humarinn hafa bátarnir veitt á Eldeyjarsvæðinu. Lagarfoss er að lesta 5-6 hundr- uð lestir af hvalkjöti á Akranesi um þessar mundir. Hvalkjötið fer á Evrópumarkað. Það er að vonum að þessi Volkswagenbifréið sé illa farin, því hún rann nær 30 metra á hliðinni, en fór að því búnu 2 eða 3 heilar veltur, unz hún hafnaði á hjólunuin. Tvær stúlkur, sem í henni voru, slösuð- ust alvarlega. Slysið skeði í Glerárþorpi við Akureyri í fyrrinótt! Tvær stúlkur stó rslasast Mynd þessi var tekin á Akureyri um helgina af íslenzku fiskifræðingunum Jakobi Jakobssyni og Ingvari Hallgrímssyni ásamt leiðangursstjóranum á norska síldarleitarskipinu „Johan Hjort“ frá Bergen. Hann heitir Johann Östvedt. Með þeim á myndinni er Haraldur Björnsson skipherra á Ægi. Myndin var tekin áður en rússneska síldarleitarskipið kom til Akureyrar, en því seinkaði um heilan sólarhring og fyrir bragðið hófst ráðstefnasíldarleitarmanna seinna en áætlað var. Hún stend- ur nú yfir á Akureyri. I að fara strax út af veginum. Svo var ferðin á henni mikil, að hún rann 29 metra eftir veginum, en fór að því búnu tvær eða þrjár heilar veltur og hafnaði á hjólun- um spottakorn fyrir utan veginn. Á þessari ferð féll stúlkan, sem ók, út úr bifreiðinni og mun hafa höf- uðkúpubrotnað. Hin stúlkan í biln- um var talin með brotinn eða brák- aðan hálslið og voru þær báðar fluttar meðvitundarlausar í sjúkra- húsið. Pilturinn, sem með þeim var í bifreiðinni, var einnig fluttur til læknisskoðunar i öryggisskyni, en hann var ómeiddur talinn og var leyft að fara heim til sín að lækn- isskoðun lokinni. Stúlkurnar komust báðar til með vitundar í gær og læknar töldu þær úr lífshættu. Bíllinn líktist meir brotajárns- hrúgu heldur en farartæki eftir þetta og talinn ónýtur með öllu. Bifreið valt •• Onnur höfuðkúpubrotin, hin hálsbrotin Akureyri í morgun. Tvær stúlkur slösuðust alvarlega í Glerárþorpi við Akureyri aðfara- nótt s. 1. sunnudags, hálsbrotnaði önnur, en hin höfuðkúpubrotnaði, og liggja nú í sjúkrahúsinu á Akur- eyri. Hvorug þeirra er þó talin í lífshættu. Tildrögin að slysinu voru þau, að um kl. 2.30 eftir miðnætti var Volkswagenbifreið á ferð gegnum Glerárþorp á leið til Akureyrar. í bílnum voru tvær stúlkur og einn piltur og ók önnur stúlkan. Bif- reiðin var á mikilli ferð og ætlaði stúlkan sem ók að taka fram úr annarri bifreið á blindhæð sem framundan var. En þegar upp á hæðina kom bar að leigubifreið úr gagnstæðri átt og til að forðast árekstur sá stúlkan ekki önnur ráð heldur en að snarbeygja frá bif- reiðinni, sem á móti kom. Við þetta valt bifreiðin á hliðina án bess bó Víkingur mei bilaia vél Vél togarans Víkings frá Akra- nesi bilaði sl. fimmtudag, er hann hafði verið 3 sólarhringa að veið- um við Austur-Grænland og fiskað um 140 Iestir. Togarinn hélt þá heim á leið með tæplega hálfri ferð, eða 6 sjómilna hraða á klst. en hann getur farið 12-14 mílur þegar bezt lætur. Ekki er búizt við að skipið komi til Akraness fyrr en annað kvöld eða á miðvikudag. Togarinn Víkingur er eign Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðju Akra- ness hf. og hefir fiskað ágætlega og farið mjög góðar söluferðir það sem af er þessu ári. Hann er í hópi stærstu og nýjustu togaranna um 1000 lestir, skipstjóri er Hans Sigurjónsson. Það hefði orðið afar kostnaðarsamt að fá skip til þess að draga togarann alla leið til Is- lands af Grænlandsmiðum, enda kemst hann leiðar sinnar þótt hægt fari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.