Vísir - 25.06.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 25.06.1964, Blaðsíða 1
V VISIR 54. árg. — Fimmtudagur 25. júní 1964. — 142. tbl. Lögreglan kom tveimur konum til hjólpor í nótt 1 nótt var lögreglan í Reykja vík kvödd á vettvang til að bjarga tveim illa stöddum kon- um, önnur fannst liggjandi á götu, hin hafði varpað sér í sjó inn. Um klukkan hálfeitt í nótt var símað til lögreglunnar og henni tjáð að kvenmaður væri liggjandi á götu í Hlíðahverfi. Þegar lögreglan kom á staðinn, fann hún stúlku, rænlausa eða rænulitla liggjandi á götunni. Var samband haft við föður hennar og fylgdi hann dóttur sinni í Slysavarðstofuna. Töldu læknar að stúlkan myndi hafa drukkið einhverja ólyfjan. Röskum tveim klukkustundum síðar var lögreglan aftur beð- in um aðstoð við að bjarpa kven manni. Hafði kona varpað sér í sjóinn fram af eystri Verbúða- bryggjunni, undan Hafnarbúð- um. Þrír lögreghiþjónar fóru á vettvang og varpaði einn þeirra sér í sjóinn eftir konunni. Hann náði haldi á henni og hélt henni uppi, unz félagar hans tveir komu honum til aðstoðar og drógu konuna á land. Hún hresstist fljótlega við og tók lögreglan hana í vörzlu sína í nótt. Umfangsmikil jarðhitaleit við kaupstaði landsins Aldrei hefir verið umfangs- nieiri leit að heitu vatni við ýmsa helztu kaupstaði landsins en í sumar, að því er isleifur Jónsson verkfræðingur, forstöðu maður Jarðborana ríkisins, tjáði Vfsi í morgun og kvað hann méga rekja þessa stórauknu starfsemi beint til Jarðhitasjóðs, en lán voru fyrst veitt úr hon- um í hitteðfyrra. Auk borana eftir hcitu vatni er sem alkunn ugt er verið að bora eftir neyzluvatni i Vestmannaeyjum og síðar í sumar verður borað eftir jarðgasi austur á Fljóts- dalshéraði, við Urriðavatn. Jarð boranir ríkisins eiga 10 bora, sem allir eru í gangi. Stóri gufu- borinn, sem er eign ríkisins og Reykjavíkurborgar, er þó ekki í gangi eins og er. BORAÐ VIÐ MARGA KAUPSTAÐI. Norðurlandsborinn, sem er notaður í Vestmannaeyjum, er nú kominn niður á 1020 metra Framhald á bls. 6. I GROANDANUM Fjórar telpur voru að hlúa að ung um hríslum við Tjörnina í morg- un. Sólin er hæst á Iofti um þetta leyti árs (Jónsmessa), og nú í gró andanum „lifnar allt og kætist“. Telpurnar voru eitt bros — sól- skinsbros — þegar myndin var tekin af þeim við þessa skapandi iðju þeirra. Margir unglingar vinna allt sumarið að fegrun borg arinnar með garðvinnu og ræktun, og sýnir það, að heilbrigðar hvat- ir eru ennþá sterkasti þáttur í ís- lenzkri æsku í dag — guði sé lof Hin myndin er af einni úr hópn- um (Ásdísi Borg), sem fann þrast- arunga i grasinu. Hún strýkur hann mjúklega og fer um hann móðurlegum höndum. (Ljósm. Vísis: I. M.). BLAÐIÐ í DAG BIs. 3 Skemmtilegur en erf- iður gestur. — 4 Svipmyndir frá fiski- málaráðstefnunni. — 8 Skákþáttur. — 9 Hljómlist og hárkoll- ur. Viðtal við Þor- vald Steingrímsson og frú, sem komin eru heim frá Banda- rfkjunum. KEMUR A ÞRIÐJUDAG Eins og Vísir skýrði frá í vetur kemur Filip- pus hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, í einka heimsókn tii íslands þriðjudaginn 30. júní, það er á þriðjudaginn kemur. Hann kemur hingað á snekkju sinni, Britannia, verður aðal- lega gestur forsetahjón- anna, sem hann þekkir persónulega síðan í vet- ur, og heldur aftur til Bretlands með Comet- þotu, sem sækir hann á ReykjavíkurflugvöII á föstudag í næstu viku, 3. júlí. Ekki hefir enn verið birt op- inberlega dagskrá yfir heimsókn þessa. Blaðinu er þó kunnugt Framh. á bls. 6 Hvers vegsa hefur síldveiðimagnið þrítug-fertugfaldazt á sl. árum? Jakob Jakobsson, talar á norrænu fiskimálarábstcfnunni i dag Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur flytur erindi á norrænu fiski málaráðstefnunni í hátfðasal Há skólans kl. 14.30 I dag. Þar mun Jakob ræða meginástæðumar fyrir stórvaxandi síldveiði Is- lendinga og nota kvikmyndir og skuggamyndir til skýringa. Fyr irlesturinn er opinn aimenningi. Á tímabilinu 1945-1955 veiddu íslendingar árlega 10-14 þús. tonn síldar en veiðimagnið jókst ört upp úr þvf og hefur sl. þrjú ár verið 300-488 þúsund tonn á ári. 1 erindi sínu leitast Jakob Jakobsson við að skýra hina miklu veiðiaukningu. Meginskýr ingar hans eru í fáum orðum sagt, aukin þekking á siidar- göngum, síidarleitin, notkun as dictækja, notkun kraftbbkkar og lenging vertíðar. Ræðir Jakob hvert atriði sérstaklcga Hann mun flytja erindi sitt á norsku. Sýndar verða kvikmyndir og skuggamyndir til skýringar m. a. kvikmynd Árna Stefánssonar af vel heppnuðu síldarkasti, tek- in um borð í Jóni Garðari Sandgerði árið 1962. 1 þessu erindi Jakobs kemur fram að íslendingar hafi aldrei verið betur undir það búnir að mæta örðugleikum, sem skapast geta á síldveiðum vegna óvið- ráðanlegra ástæðna ,eins oe t d. breytinga á síldargöngum o.s, jj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.