Vísir - 06.10.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 06.10.1965, Blaðsíða 2
2 VISIR . IwrKWmi-Tagnr «. V.'i RITSTJÓRI: JON BIRGIR PETURSSON ::: iii; i ■ : ,Nóg komiB af speanunm — segir Hannes Þ. Sigurðsson sem dæmir i Evrópubikarkeppninni á Parkhead á morgun — Guðmundur Guðmundsson og Magnús Pétursson verða linuverðir með honum Hannes — vonandi ekki meira af svona nokkru! Það lítur út fyrir rólegan og afslappandi leik fyrir Hannes í „Ijóna- gryfjunni" í Glasgow Parkhead-vellinum. 1 morgun lögðu þeir af stað til Glasgow, Hannes Þ. Sigurðs- son og Guðmundur Guðmunds- son úr Fram. Hannes á að dæma leik skozka liðsins CELTIC og hollenzka liðsins x GO AHEAD. Lelkurinn er liður í Evrópubikarkeppni bikarmeist- ara, en fyrri leik llðanna í Hoi- landi lauk 6:0. Úrslitin í Glas- gow verða vart nema á þann veg að Skotarnir sigri með yfir- burðum. Magnús Pétursson verður ásamt Guðmundi linu- vörður hjá Hannesi, en Magnús er kominn til útlanda og kemur til móts við þá félaga. „Ég hef heyrt að þetta sé hin mesta ljónagryfja, völlurinn hjá Celtic", sagði Hannes Þ. Sig- urðsson i viðtali f gærkvöldi. ,.Ég fékk bréf frá Knattspymu- sambandi Evrópu og þar var það brýnt fyrir mér af einstakri samvizkusemi að framlengja um tvisvar fimmtán mínútur, ef Hollendingarnir skoruðu 6 mörkum fleira en Skotamir 1 þessum leik. Satt að segja vona ég að þess þurfi ekki með. Ég er búinn að fá nóg af spenn- unni undanfarið". Líklega verður Hannesi að ósk sinni. Undanfamar tvær helgar hefur hann dæmt erfið- ustu leiki sumarsins, fyrst Framh. á 6. síðu. HANS SfÐASTI LEIKUR? Ríkharður telur ólíklegt að hann verði með framar DANIR UNDIR- BÚA SIG VEL Ríkharði Jónssyni líður orðið mun betur eftir slysið sem hann varð fyrir á Laugardalsvellinum á sunnudaginn. Sagði kona hans tíðindamanni íþróttasíðunn- ar í símtali í gær að hann væri verkjalaus þegar hann lægi kyrr, en fyrst í stað var hann viðþolslaus og ferðalagið upp á Akranes var afar erfitt. Ríkharður hefur látið hafa eftir sér að þetta hafi verið sinn síð- asti leikur og eru það slæmar fréttir. Kona hans var á sama máli. „Þetta var áreiðanlega hans slðasti leikur“, sagði hún. Ríkharður verður frá vinnu í margar vikur, en það er lán í óláni að forráðamenn knatt- spyrnumanna á Akranesi hafa haft það fyrir sið að tryggja leik menn fyrir leiki og verður Rík- harður og fjölskylda hans því von andi ekki fyrir miklu fjárhags- tjóni af þessum sökum. Talsverð ólga er i Akurnesing- um vegna þessa atburðar, enda er knattspyrnuliðið þeirra í mikl um metum og þá ekki sízt Rík- harður, sem hefur verið fyrirliði í fjölmörg ár og stýrt þvl hvað eftir annað til sigurs. Það væri þvi sjónarsviptir af Ríkharði, ef hann hætti nú. Hins vegar má segja sem svo að Ríkharður mundi verða að miklu gagni sem þjálfari og stjórnandi liðsins, sem hann hefur komið upp og hefur | sýnt góða leiki, ekki hvað sízt I seinni hluta sumarsins. Ef Ríkharður hætti i knattspyrnu eftir slysið mundi þetta verða ein síðasta myndin, sem af honum var tekin £ knattspyrnu. Þama átti hann í höggi við tvo KR-inga og hafði betur. Ríkharður var mjög góður í þessum leik sínum. Senn líður að landsleikjum Is- lands og Danmerkur í handknatt- leik kvenna. íslenzka liðið hefur verið valið og nöfn keppenda birt í blöðum. Danir undirbúa sig af kostgæfni og um næstu helgi keppa Danir og Norðmenn og var danska liðið val- ið og nöfn keppenda birt um helg- ina. Þessar stúlkur skipa liðið: Helga Hansen, Anne Christian- sen, Anna Hansen, Birthe Hansen, Frida Jensen, Hanna Lagerbon, Jytte Skött Mikkelsen, Anne Marie Nielsen, Kirsten Nilsson og Birgit Rasmussen. Keppt verður í Næstved og Roskilde á laugardag og sunnu- dag. Líklegt er að danska Hðið verði eitthvað svipað gegn íslend- ingum. Mólamiðlun vegna þótttöku Þjóðverja í Olympíuleikum? Það er talið sennilegt að alþjóða olympiunefndin, sem kemur saman til fundar á fimmtudaginn í Mad- rid, komi fram með málamiðiunar- tillögu varðandi þátttöku Þjóðverja í Olympíuleikunum, en það mál er mjög erfitt viðureignar eins og kunnugt er. Sennilegt er að nefndin muni stinga upp á að Þjóðverjar sendi sameiginlegt iið á vetrarolympíu- leikana í Grenoble í Frakklandi, en Frakkland mundi ekki gefa A.- Þjóðverjum vegabréfsáritun þar eð Frakkar eru í NATO. Hins vegar hefur NATO viðurkennt sameigin- legt lið Þjóðverja. Hins vegar mundu Þjóðverjar senda lið sín sitt í hvoru lagi á sumarleikana í Mexikó 1968. A.-Þjóðverjar munu vera þessari lausn meðmæltir, en V.-Þjóðverjar kveða sig mótfallna nokkurs konar málamiðlun. Þeir vilji að sent sé eitt þýzkt lið, — en ekki tvö lið frá sömu þjóð, og gildi þetta bæði um sumar og vetrarleikana jafnt. ERLENDAR KNATT- SPYRNUFRÉTTIR Aþena: Rússar unnu Grikki um helgina með 4:1 í undankeppni HM I knattspyrnu. I hálfleik var staðan 2:1. í riðli 7 hefur Rússland nú 8 stig eftir 4 leiki, Grikkland hefur 4 stig eftir 5 leiki, Wales 2 stig eftir 4 leiki og Danmörk 2 stig eftir 4 leiki. Rússar eru nú svo til ör- uggir sigurvegarar í riðlinum. Leikir sem eftir eru: Danmörk— Rússland 17. október, Danmörk— Grikkland 27. okt. og sama dag Wales og Rússland og 1 des. Wales —Danmörk Belgrad: Búlgörsku meistararnir í knattspyrnu, Levski Sofia, halda áfram í Evrópubikarkeppninni i knattspyrnu. Þeir unnu sænska lið- ið Djurgárden 6:0 í Sofia á sunnu- daginn og halda áfram með 7:2 samanlagt, en Djurgárden vann heimaleikinn 2:1. í hálfleik stóðu leikar 4:0 í Sofia. Góðir spjótkastarar Finninn Væinö Kuisma kastaði 85.04 í spjótkasti um síðustu helgi á móti í Ábo. Er það næstbezta afrekið í Finnlandi í ár, en Jorma Kinnunen hefur kastað 88.14. Tíu beztu kastarar Finnlands í ár hafa kastað 80.26, ef meðaltal er tekið af þeim. Er það án efa eins- dæmi að ein þjóð eigi svo marga góða kastara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.