Vísir - 06.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 06.10.1965, Blaðsíða 8
ioo VÍSIR . Miðvikudagur 6. október 1968.' tkgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ö. Thor&rensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Söhistjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7,00 eintakið (' Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. / a—\ Herferð gegn hungri Eitt erfiðasta viðfangsefnið, sem mannkynið þarf nú ) að glíma við, er að finna leiðir til þess að koma í \ veg fyrir að stór hluti jarðarbúa svelti eða þjáist \ meira og minna af næringarskorti. Talið er, að mann- f1 kynið sé nú um 3.300 milljónir. Fyrir hálfri öld var / það um 1600 milljónir, og hefur því tvöfaldazt síðan. ) Og á næstu 35 árum mun því fjölga upp í 6.000 millj. J Þannig heldur fjölgunin áfram með sívaxandi hraða, ( ef ekkert óvænt kemur fyrir til hindrunar. / En hér með er ekki öil sagan sögð. Hið hörmulega ) er, að fólkinu fjölgar mest í vanþróuðu löndunum, þar ) sem meiri hlutinn sveltur nú þegar. Það er því auð- \ sætt ,að hér þarf að koma til öflug, alþjóðleg sam- \ vinna og samhjálp, ef nokkur von er á að verða um ( að bægja hungurvofunni frá dyrum mikils hluta jarð- í arbúa næstu áratugina. Matvælagjafir ná skammt. ) Þær geta dregið úr sárasta hungri á takmörkuðum ) svæðum í bili ,en eru engan veginn framtíðarlausnin, \ þótt þær yrðu stórlega auknar frá því sem nú er. \ Hið eina, sem nokkurs árangurs má vænta af ( til frambúðar, er að auka framleiðslu hinna vanþró- // úðu landa sjálfra, hjálpa þeim til að eignast tækin ) og kenna þeim að nota þau. Samkvæmt útreikning- ) um sérfróðra manna er talið, að matvælaframleiðsla \ heimsins þurfi helzt að hafa aukizt um 290% árið ( 2000, frá því sem nú er ,og sjá allir, hve gífurlegt ( átak muni þurfa til þess, jafnvel þótt nýjar og nú / óþekktar framleiðsluaðferðir kunni að finnast á þeim ) 35 árum, sem eftir eru af öldinni. ) Hungur er eflaust framandi hugtak öllum þorra \ núlifandi íslendinga. Þó er enn á lífi hér fólk, sem i þekkti það í uppvexti sínum af eigin raun. Og flest ) þekkjum við hörmulegar frásagnir um sult og ör- ) birgð í þessu landi fyrir fáum mannsöldrum. Þess \ mættum við gjarna minnast oftar en við gerum, nú \ á þessum tímum velmegunar og allsnægta, og fara ( betur og sparlegar með mat en margir gera. / Þrátt fyrir hernaðarátök þau, sem enn eiga sér ) stað í heiminum og ýmiss konar togstreitu þjóða í ) milli, á hugsjónin um samhjálp vaxandi skilningi og \ fylgi að fagna með hverju árinu, sem líður. Þar hafa \ Bandaríkin forustu, og framlag þeirra mun marg- ( faldast á næstu árum. En hér þurfa allar þjóðir ,sem // aflögufærar eru, að leggja fram sinn hlut. Við ís- ) lendíngar erum fáir og smáir, og okkar lóð verður allt- ) af létt á vogarskálinni, en eigi að síður bei okkur sið- \ ferðileg skylda til að vera með. Og ekkert framlag ( er svo lítið, að það geti ekki orðið einhverjum til ( hjálpar. / Innan skamms mun almenningi gefast tækifæri til ) að leggja fram skerf til þessarar hjálparstarfsemi. \ Þióðin hefur oftast brugðizt vel við í líkum tilvikum, \ og svo mun eflaust enn verða. Slík mannúð verður \ okkur ævinlega til sæmdar í samstarfi þjóðanna. ( i. . I i'ii'PIWWMMWMWBBgWMBgeBWMgjMMWMnMMBMBgWMBMWWBiggra lh"iM —— Tómas Tryggvason, jarðfræðingur Nokkur minningarorð J^nn hefur hinn slyngi sláttu- maður slegið snögglega einn úr hópi íslenzkra náttúru- fræðinga. 1 þetta sinn var það Tómas Tryggvason, nestor ís- lenzkra jarðfræðinga og þó að- eins 58 ára gamail, í nær fullu starfsfjöri, störfum hlaðinn fram á síðustu stund með ótal verkefn; framundan. Tómas Tryggvason var fyrsti íslendingurinn, sem nam tii fullnustu þá þýðingarmiklu grem jarðfræðinnar, sem nefn- ist petrógrafía eða bergfræði og var í nær tvo áratugi einn um það hérlendis að vera hámennt aður í þeirri grein. Háskólanám sitt hóf Tómas í Kaupmanna- höfn 1933, en honum fór eins og þeim er þetta ritar, að þykja Svíþjóð vænlegri til jarðfræði- náms en Danmörk, og hann flutti til Uppsalaháskóla, þar sem aðalkennari hans var Helge Baddund, einn hinn mikilhæf- asti bergfræðingur Norðurlanda og stórbrotinn persónuleiki. Licentiatprófi lauk Tómas 1943 og fjallaði licentiatritgerð hans um Skjaldbreið og hraun hans, gagnmerk ritgerð. Á háskólaár- um sínum vann hann á sumr- um að jarðfræðirannsóknum ýmist hérlendis eða í Svíþjóð og að loknu licentiatprófi vann hann í þrjú ár í Svíþjóð og Finnlandi að segul-og raf- magnsmælingum f sambandi við málmleit. Einn vetur var hann við framhaldsnám í Þýzkalandi. Það var þvf bæði bóklega og verklega gagnmenntaður jarð- fræð'ingur sem settist að á ís- landi 46 í þvf- skyni að helga þvl landi starfskrafta sína, þótt frama- og fjárvon væri meiri er- lendis. Jarðfræðileg reynsla hans hafði beint honum að hag- nýtum jarðfræðilegum verkefn- um og á því sviði vann hann að alstarf sitt hérlendis, mikilsvert brautryðjendastarf, sem hér verða ekki gerð nein viðunandi skil. Aðeins skal minnt á rann- sóknir hans á biksteini í Loð- mundarfirði og Prestahnúk — en biksteinn getur orðið mjög mikilvæg útflutningsvara — rannsóknir á kísilgúr f Mývatni Tómas Tryggvason jarðfræðingur. og víðar og staxf hans sem jarð fræðilegur ráðunautur Sogs- virkjunarinnar. Flestar ritgerðir hans frá síðari árum fjalla um hagnýta jarðfræði, en þó gafst honum stöku sinnum tími til að sinna sinn'i gömlu aðalgrein bergfræðinni, og síðasta ritgerð hans, sem komst á prent fyrir fáum mánuðum var bérgfræði- legs eðlis, í sambandi við síð- asta Heklugos. Allan tímann frá heimkomu s'inni til Islands starf aði Tómas við Atvinnudeild Há- skólans. Síðustu árin átfi hann sæti í Rannsóknaráði og ýms- um öðrum störfum gegndi hann, sem hér verða ekki rak- 'in. „Ja, vánnen Tomas, han har fátt slita mycket, han“ sagði finnskur prófessor. Birger OM- son frá Ábo, sem dvaldist hér 1 sumar. Sá hinn sami hafði unn- ið að jarðfræðirannsóknum með Tómasi í Norður-Finnlandi og kynnzt honum vel. Já, Tómas Tryggvason hafði svo sannar- lega erfiðað mikið um sfna daga ekki sízt framan af ævinni, Leið in út á langskólaveginn gat ver ið ærið erfið fátækum sveita- pilti á kreppuárunum. Sann- leikurinn var og sá, að Tómas var orðinn talsvert slitinn af vinnu þegar hann kom í mennta skóla, og það átti ekki fyrir hon um að l'iggja að taka sér marga hvfldina síðar um sfna ævidaga. En mikill gæfumaður var Tóm as í sínu einkalífi. Sumarið 1944 kvæntist hann sænskri konu, Kerstin Jancke frá Uppsölum, sem var og er mikið afbragð kvenna, og voru þau hjón svo samhent f einu og öllu, að sjaldgæft mun vera. Þau eign- uðust fjögur böm, tápmikil og mannvænleg. Heimilisbragur var allur hinn ánægjulegasti og kryddaður sérstæðúm húmor, sem hressand; var að uppTifa, en erfitt með orðum að lýsa. 1 okkar fámenna þjóðfélagi er það tilfinnanlegur þjóðar- skað; er fær vísindamaður fell ur í valinn fyrir aldur fram. Það er mikil eftirsjá í Tómasi Tryggvasyni. Hann vann þjóð sinni vel og mikið og hann var drengur góður, sem gott er að m'innast. Sigurður Þórarinsson Leiðbeiningar um vöruval \ frá Neytendasamtökunum Neytendasamtökunum berast stöðugt fyrirspumir um gæði ýmiss konar heimilistækja, sem lengi á að búa að og eru til- tölulega dýr, svo sem þvotta- véla, ísskápa, saumavéla, raf- magnseldavéla o.s.frv. Stundum er jafnvel beinlínis spurt t.d. hvaða þvottavél eða saumavél sé bezt, eða hverri tegund Neyt endasamtökin mæli með. Af ofurskiljanlegum ástæðum geta engin neytendasamtök tek /ið á sig þá ábyrgð að mæla með neinum ákveðnum tegundum tækja á hinum síbreytilega mark aði, og það fer mjög eftir að- stæðum hvað hverjum er bezt Alþjóðlegt samstarf Neytenda- samtaka gerir það aftur á móti kleift að veita margháttaðar upplýsingar um gæði ýmiss kon ar heimilistækja og annarra inn fluttra vara, sem hér eru á mark aði og byggjast á niðurstöðum rannsókna, sem gerðar hafa ver ið erlendis. Neytendasamtökin fá öll rit sem systursamtök þeirra gefa út og hefur fyrirspyrjendum verið gefinn kostur á því að kynna sér umsagnir, sem þar er að finna, um þær vörutegundir, sem þeir hafa haft áhuga á Neyt endasamtökin í Bandaríkjunum hafa um langt árabil gefið ár- lega út Leiðbeiningabók neyt- enda, og er þar bæði um að ræða almennar leiðbeiningar um val á hinum ýmsu vöruteg- undum og niðurstöður rann- sókna, sem gerðar hafa verið á árinu. Er sú bók á fimmta hundrað blaðsíður. Nú liafa norsku samtökin tekið upp sama hátt og er fyrsta ,bók þeirra yfir 300 bls. Neytendasamtökin haf samið við bæði þessi systursamtök um að fá nokkurt upplag af þessum bókum fyrir íslenzka neytendur, sem vissulega geta numið þama margan verðmæt- an fróðleik. Norska bókin, sem heitir KJ0PERÁD er þegar kom in til landsins, en hin amerfska væntanleg mjög bráðlega. Leiðbeiningabækur þessar verður hægt að fá í skrifstofu Neytendasamtakanna, Austur- stræti 14 og hina norsku sem sagt nú þegar og kostar kr. 50 hvor. Að sjálfsögðu er einnig hægt að senda þangað pöntun og greiðslu og fá þær póstsend ar aðra eða báðar. Sérstakt Neytendablað um gólf teppi. Vegna fjölmargra fyrirspurna um gólfteppi, skal þess getið, að meðal þeirra rita, sem fé- lagsmenn Neytendasamtakanna hafa fengið og nýir félagsmenn geta fengið, er sérstakt Neyt- endablað, sem helgað er gólf- teppum, vali á þeim og meðferð Innritun nýrra félagsmanna ann ast bókaverzlanir f Reykjavík og um land allt. En simi skrif- stofunnar er 19722.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.