Vísir - 06.10.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 06.10.1965, Blaðsíða 11
I Cilla Black dansar „The Kick“ Fyrir viku síðan kynnti Joe Loss (sá er gerði Twist og Madi son fræga í Bretlandi) í London nýjan dans „KICK“. Þegar dans'inn var fyrst sýnd ur opinberlega var það dægur- lagasöngstjarnan brezka, Cilla Black, sem dansaði við Joe Loss sjálfum. Blaðamönnum var boð ið að vera viðstaddir þessa merkisathöfn, og er Joe út- skýrði dansinn fyrir blaðamönn um, sagði hann að nú vær'i þess fyrst von að parið færi að nálgast hvort annað. „Þau eru alltaf að færast nær hvort öðru“, sagði Joe, — „og ég viðurkenni ekki lengri fjarlægð en sjö metra“. The Kick:: Standið afslöppuð, hoppið gíðan yfir I v'instri fót 1. The Kick 2. The Hug 3. Strap-Hanging V mfm -cgninaq i uJiærif; bIIb ijJreöjo-I „The Kick ', eða sparkið, er vikugamall brezkur dans Islandsmeistamr Ckyldi annars nokkurt orð í íslenzkri tungu hafa verið eins gífurlega ofnotað og mis- notað og orðið „meistari“. Upphaflega var einungis um einn meistara að ræða, frá Naza ret, svo komu skólameistarar að Skálholti og Hólum og þar við sat fram á okkar daga — og þó ekk'i, því að þá voru skólameistarar úr sögunni. Þessi dæmi ættu að sanna, að orðið táknar hér ekki einvörð- ungu að viðkomandi hefði þroska til æðstu fullkomnunar á einhverju svið’i, heldur og að hann væri andlegur leiðtogi annarra fyrir þessa fullkomnun | sína. En nú varð skyndileg breyting hér á — menn tóku að ! nema ýmsa iðn erlendis, eink- j um á Norðurlöndum og þó helzt | í Danmörku og komu upp aft- ur meistarar í iðn sinni að próf raun lokinni. Látum svo vera, það má segja að þar sé um að ræða praktiska merkirtgu orðs ins, þessir menn voru kennar- ar og Ieiðtogar lærisveina sinna, eftir að þe'ir höfðu sjálfir lært iðn sína til hlítar... en bíðum rólegir, allt í einu tók meistur- unum að fjölga ískyggilega á öllum sviðum, orðið glataði smám saman upphaflegri merk- ingu sinrii og gildi og gekk svo langt að nú gerðust fjósa- menn fjósameistarar — senni- lega sem leiðtogar nautgrip- anna. Og íþróttamenn vorir vildu ekki láta sitt eftir liggja á þessu sviði, fremur en á „öðr um vettvöngum", að notað sé þeirra eigin orðalag, þar úði og grúði allt af meisturum og þurfti ekki sérlega fullkomnun til. Jafnveí þar glataði orðið þeirri litlu merkingu, sem það upp- haflega hafði, eða átti að hafa — menn urðu ekki lengur Is- landsmeistarar eingöngu, held- ur lét landsfjórðungarígurinn þar brátt til sín taka, Norður- landsmeistarar, • Austurlands- meistarar, Reykjavíkurmeistar-i ar og þar fram eftir götunum og má, samkvæmt þe'irri þró- un gera ráð fyrir, að ekki líði á löngu áður en við bætast Vesturbæjarmeistarar, Austur- bæjarmeistarar, Bústaðahverf- ismeistarar... Kannski mætti afsaka þetta — og þó ekki nema að litlu leyti ef menn þyrftu yfirleitt talsvert til slíkr ar nafnbótár að vinna, en ekki er einu sinni því að heilsa, þeir verða ekki ,,méistarar“ fyrir eigin verðleika, heldur skort annarra á verðleikum. Islands- meistari — jafnvel það ætti að vera allt að því eins stórt orð og Hákot... en eins og stendur vantar þar mikið á ... um leið og hægra fæti er spark að fram (tvöföldu sparki), Telj- ið: Hratt, hratt. Færið nú þung ann yfir í hægri fót um leið og þið sparkið Vinstri fæti fram (tvöfalt spark). Eftir þessi spörk koma fjögur hopp á staðnum (hægri vinstri, hægri, vinstri) og er þá viðkomandi fæt'i spark að fram, eins og sjá má á myndinni lengst til vinstri. Þegar þetta er dansað telur danskennarinn í takt við tónlist Ina: „Tvöfalt spark , tvöfalt spark, 1, 2, 3, 4V Þetta spor sem hér hefur ver ið lýst, er frumsporið, en auk þess eru til fjögur afbrigði: „The Hug“. The Kick Walk“, „Strap Hanging" og „Side- Kick“. Hið fyrsta er þannig að höndunum er hald’ið útréttum meðan frumsporið er dansað einu sinni, þá er vinstri hendi lögð yfir brjóstið og sporið dans að einu s'inni og síðan báðar hendur lagðar yfir brjóstið eins og um faðmlög sé að ræða, þá hægri hendi út, vinstri hendi út og svo framvegis. Vitanlega er ekk'i hægt að kenna þennan dans að fullu hér á síðunni, en ef áhugi á hon- um er mikill, þá hljóta dans- kennarar borgarinnar að geta komið viðkomandi dansunnend um t'il einhverrar hjálpar. Kári skrifar: „gókamaður hreyfir nýrri hug mynd: Að bókaútgefendur stofni til samtaka með sér um að koma á fót nýtízku bóka- verzlun, þar sem allan ársins hring séu til sýnis og á boðstól um allar fslenzkar bækur, sem fáanlegar eru. „íslendingar eru án efa bók- elskir menn og hefir svo lengi verið. Óvfða, ef nokkursstaðar, mun gefið eins mikið út af bókum og tímaritum, miðað við fólksfjölda, en mjög þykir mér á skorta, að greitt sé fyr'ir því, að menn geti jafnan fvlgzt með því, hvað til er á hverjum tíma af góðum bókum. í stórum Kjörverzlunum, þar sem gólf- flötur er mikill, geta menn gengið um og kynnzt vamingn- um umbúðunum a. ms k„ en svo litlar eru bókabúðimar margar, að þar kemst ekkert fyrir á borðum mestan hluta ársins nema erlend blöð. Á þessu verður breyt'ing um það leyti er skólamir byrja, þá er öllu slíku sópað burtu, og í staðinn koma hlaðar kennslu- bóka, og ber að viðurkenna, að með þessu er þó greitt fyrir afgreiðslu kennslubókanna eft- ir föngum, — svo hverfa þær fljótlega, nýir hlaðar koma — nýju bækumar og má sjá slíka hiaða á borðum f þessum litlu búðum út árið — og þó er rými fráleitt svo m'ikið í þeim öllum, að allar nýju bækumar geti verið þannig til sýnis mesta ■sölutímann eða frá miðjum nóv ember og til jóla. Viðurkenna ber, að helztu bókaverzlanir leitast við að gera s'itt bezta f þessu efni miðað við aðstæður (of lítið rými). Hér þyrfti að koma á fót bókasölu, nýtfzku- lega og í deildum, sem hefði gólfflöt nægan til þess að sýna og selja allar fáanlegar íslenzk- ar bækur árið um kr'ing, og er sú trúa mfn, að þetta myndi verða til þess að stuðla að því, að bókaútgáfa, bókasala og bókakaup kæmist f jafnara og betra horf en nú er. Hefur mér dottið f hug, að bókaútgefendur — en þeir eru býsna margir því að ég hef ekki eingöngu þá „stóru“ í huga gætu haft mikinn hag af þvf að hrinda hugmynd sem þessari í framkvæmd, en hún yrð'i vin- sæl meðal bókavina og jafnvel alls almennings efa ég ekki. „Bókamaður“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.