Vísir - 20.10.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 20.10.1965, Blaðsíða 3
V1SIR . Miðvikudagur 20. október 1965. J onin Þótt allir séu hættir aö dansa Limbó heitir sniðið á buxunum hennar Þórunnar „Limbó lína“. Þær eru úr cordney og víkka skálmarnar að neðan. Blússan er köflótt sportblússa. í sýningarlok fóru allir í samkvæmisföt, og rennum við augunum upp eftir tröppunum til vinstri og niður til hægri, þá sjáum við: Kristínu í hvítum kvöldkjól með grísku sniði, Unni i hvítum og brúnum kvöldkjól skreyttum útsaum og perlum, herrana tvo, Ólaf og Baldvin i smóking, Kristinu í svörtum blúndukjól með pífum og Þórunni í oleikum kvöldkjól með perluskrevtingu. Ólafur er í röndóttri, ítalskri ullarpeysu og yfir öxiina hefur hann kastað nælonúlpu, sem einnig er ítölsk og er þeim kostum búin að hægt er að snúa henni við. Enskur frakki, harðkúluhattur, gráir rúskinnshanzkar og rúskinns- skór að ógleymdri regnhlif — og Baldvin er hinn virðulegasti. og tízkan „Þessir h^ttar eru að koma I tízku aftur víða í Evrópu“, fullvissaði Hermann Ragnar vini sína úr Lionsklúbbnum Baldri um, er hann kynnti þeim og frúm þeirra sýnishom af vetrar tízkunni. Vinimir fóru að hlæja, hattur inn var eitthvað öðmvísi en þeir sem þeir voru vanlr. Þetta var nefnilega harður svartur kúluhattur, eins og fyrirmenn gengu með hér fyrr á dög- um. Þeir hættu fljótt að hlæja, því að þeir sáu að þetta var bara reglulega „smart“ og fór vel við enska frakkann sem Baldvln klæddist, en hann var einn þeirra 6 sem þarna sýndu. Fjórar dömúr og tveír herrar sýndu helztu nýjungar í tízku vetrarfatanna sem þrjú fyrirtæki í Reykjavik bjóða upp á: Dúkur h.f., Parísartízkan og Herradelld P & Ó. Þama var fjölbreytni mikil, allt frá hvers dagspilsum til samkvæmiskjóla og frá ullarpeysum til smoking fata. Þessi tízkusýning var eitt skemmtiatriðið á skemmtun sem Lionsklúbburinn Baldur í Reykja vík hélt s.l. föstudagskvöld í Súlnasalnum tíl ágóða fyrir Iand græðslu. Var þetta svonefnt svart-hvítt kvöld, þar sem allir áttu að klæðast svörtum og hvít um fötum (einhverjir misbrestir voru þó á því), borðskreytingar vom hvítar og starfsliðið í Súlnasal fór meira að segja úr sínum svart-rauðu fötum og í svart-hvít föt. iyt£tjLiÆ:EES*rawaBaioosaB5®*aoKa6»«<»»L.*aB( i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.